19. júní - 19.06.1960, Page 17
Kviaœr
til skyr hét í daglegu tali að gera upp, og skyrið
sjálft nýtilbúið hét uppgerð. Skyr til daglegrar
neyzlu var gert upp í kollum, sem tóku 5—10—20
lítra og þar á millum. 1 10 lítra kollu þurfti kúf-
aða matskeið af venjulegri stærð af þétta og tvo
dropa af ostahleypi. Þéttinn var hrærður vel og
þynntur með mjólk, unz hann var þunnur eins
og rjómi og hleypirinn látinn í. Siðan var honum
hellt í kolluna og jafnað vel saman við mjólkina
og kollan byrgð með hlemm og hreinum dúk.
Venjulega var mjólkin hlaupin saman og orðin að
skyri eftir 1V2—2 klukkustundir, og var þá yfir-
breiðslan tekin af. Betra þótti, að skyr stæði óhreyft
i kollunni 2—3 dægur, en þá var því ausið á síu
úr fínum striga eða gisnu lérefti, sem strengd var
á grind yfir tunnu. Var það nægilega síað eftir
dægur. Af því var tekinn þétti, en stundum var
þá síað sérstaklega i hann, því að ekki mátti taka
hann af skyri neðst úr kollum, það var grófara
og súrara. Annars var skyrið haft saman við graut
til málamatar eða borðað eitt saman með mjólk
eða rjóma, ef meira var haft við. Þegar leið á sum-
ar, þykknaði sauðamjólkin — varð kostmeiri. Varð
þá skyrið svo mysulítið, að oft var látið nægja að
færa skyrið frá einum kollubarminum að öðrum
með spæni eða sleif. Kom þá mysan í spónförin og
var ausið burt jafnóðum og hún féllst til. Á sum-
um heimilum, þar sem lítil var málnyta og lítið
haft fyrir búverkum, var skyr aldrei sett á síu, en
mysunni aðeins ausið af kollunum. Skyrið, sem
eftir stóð í kollunni, þegar mysunni hafði verið
ausið af, var oft nefnt þel. Af því dró mysan nafn
sitt, en hún var og er enn kölluð þelamysa, a.m.k.
í Þingeyjarsýslum.
Eins og sjá má af framansögðu, var aðferðin við
að gera skyr ekki margbrotin. Samt sem áður varð
að viðhafa allmikla nákvæmni, ef skyrgerðin átti
að haldast í horfi. Kom þetta ekki sízt til greina,
meðan engir hitamælar þekktust og ákveða varð
hitann á mjólkinni með því að drepa i hana fingri,
sama gegndi um notkun heimagerðs hleypis, sem
var svo misjafn að styrkleika. Skyr úr ofheitri
mjólk varð súrt og gróft, hið sama varð ofan á, ef
gleymdist. að taka yfirbreiðsluna af uppgerðinni í
tæka tíð, svo og ef hleypir var notaður óhóflega.
Gróft skyr var kallað mœrningur eða kólfaskyr,
þegar það kólfaðist sundur í kollunum, en þeir,
sem fastast kváðu að, kölluðu það graShestaskyr.
Ef gert var upp úr mjólk, sem hafði kólnað um of,
varð úr kuldaskyr. Það var likast súrmjólk og oft
lítt sianlegt. Var það því stundum nefnt glundur
eða ólekja. Illa gert skyr var illa liðið og ekki ætíð
sparaðar aðfinnslur um það, þar sem margt var
um manninn á heimilum.
Skyr, sem geymast átti til vetrarins, var gert
upp í tunnum eða keröldum. Venjulega var gert
19. JÚNl
15