19. júní


19. júní - 19.06.1960, Page 18

19. júní - 19.06.1960, Page 18
upp í þessum stóru ílátum annan hvorn dag. Und- anrennan var flóuð fyrri daginn, kæld og geymd og hlandað saman við heitt flóið næsta dag. Síðan var mjólkinni ausið í tunnuna eða keraldið. Sama hlutfall var haft af þétta og hleypi eins og í kollu- skyr, en mjólkin höfð nokkru heitari, af því að hún fyllti ekki nema nokkurn liluta ílátsins, sem síðan var byrgt vel. Að tveim dögum liðnum var aftur hægt að gera upp í sama ílátinu. Hreint lér- eft var þá breitt yfir skyrið og diskur látinn ofan á. Síðan var flóuðu mjólkinni ausið í ílátið á disk- inn. Var þetta gert til að brjóta ekki upp skyrið, sem fyrir var. Að því búnu var diskurinn og lér- eftið tekið burt og þétta og hleypi blandað í. Þessi aðferð var endurtekin, unz ílátið var fullt. Þá var hlemmur látinn yfir og bráðnu floti eða tólg hellt fram með börmum þess til að verjast myglu eða slepju. Þannig var safnað í hvert ílátið af öðru, meðan málnytan entist. Þegar skyrið í ílátinu var orðið 8—10 vikna gamalt, fór það að brjóta sig. Mysan kom upp og ofan á, en kosturinn — skyrið — féll til botnsins. Var þá mysunni ausið af í aðra tunnu, ílátið oft fyllt með brotnu skyri úr öðru íláti, ef svo stóð á. Síðan var hlemmurinn settur á og breitt yfir að nýju. Gat innihaldið oft geymzt þannig fram á vor. ÓbrotiS skyr eða ekki fullbrotiS þótti óhollt og var ógjaman borðað, enda ekki fullgerður mat- ur fremur en ófullgerjað vín væri til drykkjar. Misfellur urðu stundum á mjólkurmeðferðinni og skyrgerðinni. Ef mjólk, sem átti að flóa, hljóp í pottinum, þegar hún hitnaði, var hún kölluð gellir. Þótti það bæði skömm og skaði fyrir húsfreyju, ef oft kom fyrir. Var hún ekki talin kunna til bú- verka, ef hún gat ekki varið klápana súr. En hún varði sig þá stundum með því, einkum áður fyrr, að þetta væri óvinasending eða galdur. Oftast mátti þó gera einhvern mat úr þessum gelli, svo sem ysting og seyddan drafla, en aldrei góðan. Verri óvinur var sÆo/Zagellirinn, sem einnig var nefndur fluggellir. Hann varð til, ef súr komst í flóuðu mjólkina, sem geymd var frá degi til dags. Þegar svo gert var upp og saman komu skyrgerlarnir og hinir ókunnu sníkjugerlar, virðist hafa slegið í bar- daga með þeim. Varð orustan oft hörð og æsingin svo mikil, að upp úr ílátinu flæddi, þegar verst lét, og lauk ætið með fullum ósigri skyrgerlanna. Er því ekki ótrúleg sagan um smalann, sem reiðzt hafði húsmóður sinni og þóttist verða að hefna sín á henni. (Hún hefur ef til vill svikið hann um smalafroðuna!) Kom honum þá það ráð í hug að kveða á hana og byrjaði af miklum móði: Fjandinn gefi fluggellir, svo fjúki af tunnulokið. Eigi hann sjálfur allt það skyr, sem upp af botni er rokið. Reyndar getur ekki um, hvort smalinn reyndist ákvæðaskáld. Skyr, sem geymt var til vetrar, var jafnan kall- að súrt skyr. Það var haft til málamatar í hrær- ing og mjólk höfð út á eða eitt saman með mjólk og án hennar, ef hún var ekki til. Súrt skyr var oft borið með kjötsúpu, jafnvel baunum, og þótti bæta hvort tveggja. Einnig var það hrært út með vatni og haft sem svaladrykkur. Annars var skyr- mysan höfð til drykkjar, einkanlega þegar hún var orðin vel brotin. Bezt þótti hún ársgömul eða eldri. Líktist hún þá léttu víni eða öli. Skyrmysa var einnig höfð til að súrsa í slátur, lundabagga, svið og bringukolla. En oftar var sá matur súrs- aður í skyrinu sjálfu. Súra skyrinu var safnað á þeim tima, er mjólk- urfénaðurinn naut sumargróðursins í fyllstum blóma — oft hins fjölbreyttasta heiðagróðurs. Það hefur því verið auðugt af fjörefnum og ómetan- legur þáttur í fábreyttum vetrarforða heimilanna áður fyrr. Allflestum, sem ólust upp við súra skyr- ið, fannst það auðmeltara og lystugra en nýtt skyr og vildu ekki án þess vera, allra sízt í hitum á sumrin. Gat það verið furðugott, þótt ársgamalt væri eða eldra. Þegar ég lít yfir þessa frásögn af mjólkurmeð- ferðinni og skyrgerðinni áður fyrr og störfunum, sem þeim fylgdu — störfum, sem aldrei verða unnin framar a.m.k. ekki á líkan hátt — þá minn- ist ég konunnar, sem í bernsku minni hafði á hendi búverkin og eldhússtörfin á heimili föður míns. Hún var búin að ljúka miklu dagsverki í þann mund, að ég var „klædd og komin á ról“ dag hvern. Hún hefur að líkindum farið á fætur um fimm- eða sexleytið. Þá tók hún upp eldinn, sem falinn lá í fremstu hlóðunum í eldhúsinu, og Lagði að sauðatað, setti pott á hlóðirnar og hlemm yfir. Því næst tók hún stórar mjólkurfötur, sem hvolfdu þar á bekk, og gekk út í skemmu, þar sem 16 19. JÚNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.