19. júní - 19.06.1960, Qupperneq 20
AUÐUR AUÐUNS
BDRGARSTJDRI
Frú AuSur AuSuns
Margoft, þegar ég hef sótt kvennafundi erlend-
is, hef ég verið spurð að því, hve margar konur
við Islendingar ættum í ábyrgðarstöðum í þjóð-
félaginu, eins og t. d. ráðherra, dómara eða banka-
stjóra.
Eins og öllum er kunnugt, hef ég orðið að við-
urkenna, að enn sem komið væri, hefði engin ís-
lenzk kona gegnt þessum virðulegu embættum.
Ég hef þó jafnan reynt að bera í bætifláka fyr-
ir okkur með því að nefna, að veðurstofustjórinn,
rikisféhirðir og forseti bæjarstjórnar höfuðstaðar-
ins væru konur.
Nú hefur, eins og kunnugt er, málum skipazt
þannig, að frú Auður Auðuns er orðin borgar-
stjóri í Reykjavik. 19. júní þótti því tilhlýðilegt
að eiga viðtal við hana vegna þess.
Auður Auðuns er fædd á Isafirði, dóttir hjón-
anna Jóns Auðuns Jónssonar bankastjóra og síðar
alþingismanns og Margrétar Jónsdóttur prests
Jónssonar á Stað á Reykjanesi. Stúdentsprófi lauk
hún 1929 og lögfræðiprófi 1935, og var hún fyrsta
konan, sem tók lögfræðipróf frá Háskóla íslands.
— Voru margar konur við háskólanám þessi ár?
— Nei, við vorum sárafáar. Á fyrstu háskóla-
árum mínum voru 3 konur í læknadeild, síðar
bættist við ein í norrænudeild. Þó var fyrir mig
sú bjarta hlið á þessu máli, að eftir að kvenlækn-
arnir voru brautskráðir, var ég sú eina, sem til
greina kom með styrkveitingu úr sjóðum, sem ætl-
aðir voru kvenstúdentum við Háskólann. Undrun
mín var ekki lítil yfir þeim stórfúlgum, sem ég
hlaut i styrki, og ekki var undrunin minni eftir á,
hve fljótt og vel mér hafði gengið að koma aur-
unum í lóg.
— Fórstu svo að stunda lögfræðistörf?
— Eftir að ég útskrifaðist, fór ég til Isafjarðar
og stundaði málfærslustörf þar eitt ár. Þá giftist
ég og fluttist til Reykjavíkur. Árið 1940 tók ég að
mér lögfræðistörf hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir til-
mæli Laufeyjar Valdimarsdóttur, sem sjálf harm-
aði það mjög að hafa ekki lesið lögfræði, því að
það hefði auðveldað starf hennar í félagsmálum,
og oft minntist hún á það, hvað það væri sár-
grætilegt, að ungu stúlkurnar, sem þó margar
tækju stúdentspróf, skyldu ekki halda áfram námi.
— Hvað viltu segja um starfið í Mæðrastyrks-
nefnd?
— Þegar horft er til baka yfir þetta 20 ára
tímabil, er það ánægjulegt, hvað þó hefur áunn-
izt fyrir einstæðar mæður, bæði fjárhagslega, og
má í því sambandi aðallega nefna almannatrygg-
ingarlögin, og svo hefur orðið mikil hugarfars-
breyting í garð ógiftra mæðra. Þær eru nú ekki
dæmdar jafnhart og áður.
Eigi að síður tel ég það ógæfu, hvað hlutfalls-
tala óskilgetinna barna er há hér á landi.
Að vissu leyti er þessi hlutfallstala þó dálítið
villandi, því að það hefur löngum tiðkazt hér, að
fólk búi saman ógift, og börnin þá talin óskilgetin,
þótt foreldrarnir skapi þeim heimili og ali þau upp
eins og um hjón væri að ræða.
Almenningsálitið hefur líka litið hina óvígðu
sambúð allmildum augum, og kemur mér í því
sambandi i hug saga af presti úti á landi, sem
kom til kunningja síns og kvaðst hafa lokið góðu
dagsverki, því að nú hefði hann enn einu sinni
„talað á milli“ tilgreindra hjónaleysa og fengið
18
19. JÚNI