19. júní - 19.06.1960, Qupperneq 22
ItltOSTMIt HLEKKIR
Síðan í fyrra hafa tíu félagskonur látizt. Allar voru konur þessar góðir og áhugasamir félagar.
Kvenréttindafélaginu er því mikill sjónarsviptir að fráfalli svo margra og mætra félagskvenna.
Anna FriSriksson (f. Christensen) var fædd í
Danmörku 28. febr. 1889, d. 27. febr. 1960. Hún
giftist 1912 Ólafi Friðrikssyni rithöfundi, og áttu
þau einn son.
Frú Anna stofnaði 1916 verzlunina Hljóðfæra-
hús Reykjavíkur, sem var fyrsta sérverzlun hér á
landi þeirrar tegundar. Hún gekkst fyrir heim-
sóknum erlendra tónlistarmanna og var allmörg
ár umboðsmaður þeirra og kynnir;
Elín Þóra Pétursdóttir Maack Snœdal var fædd
9. sept. 1886, dáin ll.janúar 1960. Giftist 6. sept.
1908 Vilhjálmi Jóni Gunnarssyni Snædal. Þau
eignuðust 6 börn.
Elín var félagslynd og mikilhæf kona og sér-
staklega rómuð fyrir gestrisni. Þau hjónin bjuggu
mörg ár rausnarbúi á Eiríksstöðum á Jökuldal, og
þangað leituðu oft næturgestir, er þurftu aðhlynn-
ingar við. En aldrei urðu þeir svo margir, að frú
Elínu þryti hjarta- eða húsrúm.
GuSrún J. Erlings var f. 10. janúar 1878, d. 1.
maí 1960, kona Þorsteins Erlingssonar skálds. Þau
áttu 2 böm. Hún bjó manni sínum gott og ást-
ríkt heimili, og var hans hægri hönd. Fyrir það
stendur öll þjóðin í þakkarskuld við hana. Hún
var félagslynd og lét sér m. a. mjög annt um
menntun kvenna bæði til munns og handa. Gaf
út ársritið „Dropa", en þar birtust ævintýri, sög-
ur og ljóð eftir konur.
GuSrún SigurSardóttir var f. 25. okt. 1890, d.
4. maí 1960. Giftist 21.júní 1917 Magnúsi Guð-
mundssyni. Þau áttu tvo sonu. Hún lét sér mjög
annt um hag K.R.F.l. og var jafnan reiðubúin að
vinna fyrir það. Skörungsskapur, glaðlyndi og
hressandi andblær fylgdi henni, hvar sem hún
fór.
Kristín Brandsdóttir Arnett var f. 2. apríl 1887,
d. 17. apríl 1959. Giftist dr. Helga Pjeturss 28.
marz 1904. Þau áttu 4 böm. Hún var glæsileg
kona og ávann sér hylli þeirra, sem kynntust
henni, og var ávallt reiðubúin að starfa fyrir
K.R.F.I., þegar til hennar var leitað.
Kristín Ólafsdóttir var f. 18. febr. 1901, d. 5. ág.
1959. Hún giftist í október 1922 Guðlaugi Gísla-
syni gullsmið. Þau áttu 4 börn. Frú Kristín var
óvenju félagslynd og starfaði vel og lengi fyrir
K.R.F.I. Hún átti mörg ár sæti i Mæðrastyrks-
nefnd og vann þar mikið og gott starf. Ennfrem-
ur átti hún sæti í Barnaverndarnefnd í mörg ár.
Ólafía Ólafsdóttir var f. 8. marz 1895, d. 27.
apríl 1960. Giftist 14. júní 1919 Pétri Jóhannes-
syni. Þau áttu 5 börn. Hún var dugnaðar- og hann-
yrðakona, ákaflega heimakær, en sinnti þó félags-
málum, meðan heilsa hennar leyfði.
Rósa Vigfúsdóttir var f. 28. sept. 1886, d. 1. sept.
1959. Hún var alla ævi áhugasöm kvenréttinda-
kona, boðin og búin til starfa fyrir K.R.F.I., þegar
til hennar var leitað, enda bar hún hag félagsins
fyrir brjósti til hinztu stundar. Þegar í æsku hreifst
hún af kvenréttindahugsjónum og barðist af eld-
móði við hlið Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og ann-
arra forustukvenna fyrir kven- og mannréttinda-
málum.
Sólveig Jónsdóttir var f. 15. maí 1887, d. 21. maí
1960. Giftist 26. nóv. 1910 Gísla Guðmundi Guð-
mundssyni. Þau áttu 6 börn. Hún var áhugasöm
og félagslynd og það svo, að eftir að heilsa henn-
ar leyfði henni ekki lengur að sækja fundi, lagði
hún félaginu lið eftir megni.
20
19. JtTNl