19. júní - 19.06.1960, Page 23
var fædd 18. september 1879, dáin 29. marz 1960
Hún var ein af stofnendum Kvenréttindafélags-
ins og ritari þess mörg ár. Heiðursfélagi var húrí
kjörin á 50 ára afmæli félagsins árið 1957.
Ung lauk liún námi við Kvennaskólann í Reykja-
vik og kenndi við þann skóla tvö ár, en fór síðan
á kennaraháskóla í Danmörku. Teikni- og handa-
vinnunám stundaði hún í Englandi og Svíþjóð.
Árið 1900 gerðist hún kennari við bamaskólann
í Reykjavik og starfaði þar 14 ár.
Með lestrarkennslu frú Laufeyjar hófst nýtt
timabil íslenzkrar bamafræðslu, nýr andi, nýjar
hugmyndir.
Þeir, sem lærðu að lesa hjá henni, minnast
þeirra kennslustunda, sem þeirra skemmtilegustu,
er þeim hafi hlotnazt á ævinni. Hún var sæmd
riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir brautryðjanda-
starf í kennslumálum.
Það yrði oflangt mál að telja upp allar þær
nefndir og félög, sem Laufey átti sæti í, því að
á tímabili má segja, að hún hafi lagt lið flestum
þeim félagsstofnunum, sem til menningar og fram-
fara horfðu hér í Reykjavík.
En hennar verður ekki minnzt án þess að nefna
þær tvær stofnanir, sem hún tók mestu ástfóstri
við: Lestrarfélag kvenna Reykjavíkur og kvenna-
heimilið ILallveigarstaði.
Lestrarfélagið stofnaði hún árið 1911, en vísir
að þeirri starfsemi hafði þróazt innan kvenrétt-
indafélagsins. Formaður Lestrarfélagsins var hún
frá byrjun til dauðadags, og taldi aldrei eftir sér
fóm eða fyrirhöfn, þegar það átti í hlut.
Fyrstu árin voru fundir haldnir mánaðarlega
og lesið þar upp úr riti félagsins. Þar birtist í
fyrsta sinn skáldskapur og ritgerðir eftir konur,
er síðan hafa orðið þjóðkunnir rithöfundar, eins
og t. d. systurnar Herdísi og Ólínu, og frænku
þeirra Theódóru Thoroddsen. Hún sagði mér, að
hún efaðist um, að hún hefði látið prenta neitt
eftir sig, ef Laufey hefði ekki fengið sig til að skrifa
i mánaðarritið.
Vænst þótti Laufeyju þó um bamalesstofuna,
sem félagið starfrækti nokkur ár.
Ég man, hvernig augu hennar leiftruðu, þegar
hún spurði mig, hvort ég hefði séð, hvað einn af
fyrstu gestum barnalesstofunnar hefði skrifað í
bók, sem þá var nýútkomin eftir hann. En hann
sagði frá því, að ásamt fleiri strákum hefði hann
ákveðið að stofna bófafélag. Hvaða óknytti þeir
ætluðu að fremja, var víst aldrei ákveðið, því að
þegar hann frétti, að Lestrarfélagið væri búið að
opna lesstofu fyrir böm, skildi hann strax, að
betra væri að eyða tímanum þar en i bófafélagi.
„Það er ánægjulegt að finna, að ekki er alltaf
unnið fyrir gýg,“ sagði Laufey.
Með önnu Ásmundsdóttur stofnaði hún fyrir-
tækið „íslenzk ull“. Tókst þeim á skömmum tíma
að gerbreyta til batnaðar söluvarningi úr íslenzkri
ull og hefja hann til vegs og virðingar. Naut hug-
kvæmni Laufeyjar sín vel þar, bæði við að finna
upp nýjar gerðir og þá ekki síður að kynna forn-
ar þjóðlegar gerðir. Gáfu þær út mynzturbók
með gömlum uppdráttum, þ. á m. höfðaletri.
Laufey var ein af þeim konum, er stofnuðu til
kvennaheimilisins Hallveigarstaða, var formaður
byggingarnefndar mörg ár, stjómaði sýningum,
kaffisölu og hverju því, er reynt var í fjáröflunar-
skyni. Ekkert hygg ég, að hafi gengið henni nær
siðustu árin en sú raunasaga, hvernig tókst ár
eftir ár að hindra þær byggingarframkvæmdir.
Alveg fram í andlátið var hún að spyrja, hvort
ekki væri eitthvað að þokast í áttina.
Laufey giftist 8. maí 1914 dr. Guðmundi Finn-
bogasyni landsbókaverði, sem studdi hana með ráð-
um og dáð í félagsmálastarfi hennar. Þau áttu 6
börn. Hjónaband þeirra og heimili var sönn fyrir-
mynd. Þar rikti andi þjóðlegra fræða og menn-
ingar.
Sigríður J. Magnússon.
19. JtJNl
21