19. júní


19. júní - 19.06.1960, Page 24

19. júní - 19.06.1960, Page 24
HÁLFUR ANNAR DAGUR Það var miðsumars, heyannir byrjaðar í sveit- um, en útþrá og eirðarleysi á skrifstofum. Laugar- dagsmorgunn, og ég hafði ekki gert áætlun um, hvemig verja skyldi helginni, þegar vinkona mín hringdi og spurði, hvort ég vildi koma upp í Nes með henni. Það var afráðið á stundinni. Á bryggjunni stóð Þorleifur frændi og kona hans og svo auðvitað flestallt hitt fólkið í Nesinu líka. Það er alltaf venja, þegar skipið kemur eða fer, og það er fallegur siður, sem setur sinn svip á þetta litla sjávarpláss. Ég hafði átt þarna heima fyrir nokkrum árum, og nú rifjaðist það upp fyr- ir mér, hve skipkoman er þar alltaf merkilegur viðburður, jafnvel þó skipið komi stundum dag- lega, þá koma flestir bæjarbúar niður á bryggju að fagna því. Þorleifur frændi er farinn að grána i vöngum og hefur fitnað, en hann hlær jafnskemmtilega og áður. Hlátur hans er nefnilega eitt af því, sem setur svip á þennan bæ og gleymist ógjarnan þeim, sem heyrt hafa. Kona hans tók mér alúð- lega, en mér virtist hún enn alvörugefnari en hún hafði verið. Það var alltaf einhver helgiblær yfir þessari konu og hafði heldur aukizt með árunum. Frændi átti erindi upp að Vatni. Hann átti þar lítinn sumarbústað, og dætur hans þrjár voru þar um helgina. Ásamt okkur voru í jeppanum kaup- maður úr Nesinu og sonur frænda míns, ungur drengur, sem ég hafði aldrei séð fyrr, með rjótt andlit, freknótt, hvítbrýndur og rauðhærður, sat þögull alla leiðina. Hann hét líka Þorleifur. Eftir klukkutíma akstur námum við staðar við næstum ósýnilegan slóða, sem lá út í hraunið. Þorleifur frændi sagði, að hér væri bezt fyrir okkur Þorleif litla að fara út úr bílnum og ganga upp að kofanum, við sæjum hann þarna í skógar- hlíðinni fyrir handan. Sjálfur ætlaði hann með kaupmanninum að veitingaskálunum, sem voru nokkru innar í skóginum. Þú sérð um, að hún frænka þín týnist ekki, hún er ókunnug hér, sagði hann við drenginn. Þegar ég steig út á gráan hraunmosann í fylgd þessa þögla drengs, setti snöggvast að mér óyndi. En ég þekkti frænda of vel, til þess að ég færi að hafa á móti þessu, þótt ég byggist við, að það yrði lítil skemmtun að eyða þarna tveim tímum með þessum ókunna dreng. Og systurnar, þær hljóta að vera búnar að gleyma mér, ég hefi ekki séð þær mörg ár. Þá voru þær börn. Við gengum hægt eftir götuslóðanum, sem var ruddur þvert yfir hraunið, hann á undan sem hinn vísi og reyndi ferðamaður, ég á eftir, ókunn- ug varasamri leið. Þetta er vegurinn okkar pabba, sagði Þorleifur, ég hjálpaði honum að búa hann til. Þetta var nýruddur vegslóði í hrauninu, þakinn lausum mosa og nógu greiðfær til að keyra eftir honum jeppa, en varla fær öðrum bilum. Og sjáðu, þarna er lítil hrísla, sem vex út á veginn okkar. Við ætlum að lofa henni að vera þar. Þarna sé ég þið hafið svo fallega tjörn fyrir neðan brekkuna, sagði ég, og var skyndilega horf- ið allt óyndi. Já, þangað sækjum við vatnið núna, því áin okkar er orðin tóm, en stundum fyllist áin alveg af vatni. Þessu trúi ég, ég þekkti einu sinni svona skrítna á. Við skulum samt koma yfir á brúnni okkar, sagði Þorleifur, það er meira gaman, þó það sé ekkert í ánni núna. Við skulum hugsa okkur, að það sé mikið vatni í henni, og vera hrædd við að detta ofan í. Ég veit ekki, hvort ég þori, sagði ég og leit niður í galtóma ána. Það er alveg óhætt, sagði hann rólegri röddu og lét hvítar brýnnar síga. Svo rétti hann mér höndina sína, stóra og heita, 19. JÍJNl 22

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.