19. júní


19. júní - 19.06.1960, Síða 25

19. júní - 19.06.1960, Síða 25
fulla af öryggi, sem ekki var hægt að vefengja. Hann brosti íbygginn, þegar við vorum komin heilu og höldnu yfir þennan skjögrandi planka, sem hann kallaði brú. Við gengum upp brekkuna handan árinnar og fram hjá sumarhúsinu, rétt fyrir ofan það var brúnin á skógarásnum, þaðan nokkur skref niður að vatninu. Randaflugan fyllti loftið kátum söng, meðan við gengum áfram niður að vatninu. Það var stafalogn og vatnsflöturinn skyggður. Lítill bátur bundinn við birkihrislu á bakkanum. Við landið hinum megin voru tveir menn á báti, og heyrðist greinilega áratakið yfir til okkar. Þorleifur var horfinn mér fyrir næsta leiti, og ég teygði úr mér á mjúkum grasbakkanum. Þetta var næstum of yndislegt til að geta verið raunveruleiki. Fyrr en varði, var ég líka komin inn í heim álfa og ævintýra. Það var þessi fallegi hamar þarna rétt fyrir of- an, sem átti víst einhverja sök á því. Mikið má það vera, ef hann hefur ekki einhvern tíma i fyrnd- inni verið aðsetur álfa eða huldumeyja. Skaði, að hann skuli ekki vera það enn. Eða er hann það kannski enn? Sem ég ligg þarna á vatnsbakkanum og horfi hálfluktum augum á álfhamarinn fyrrverandi, veit ég ekki fyrri til en stóri flati steinninn á vestanverðum hamrinum fer að þokast til ofurhægt, unz hamarinn stendur upp á gátt. Og alls konar sætlegar raddir tóku að fylla loft- ið, eins og hringt væri ótal fisléttum silfurbjöllum einhvers staðar nálægt. Og það var tekið til að leika á annarleg hljóðfæri, vængjaðar skordýra- söngpípur, sólstrengjaðar hvíslandi vindhörpur, dumbar vatnsflautur og það var sungið og þotið á léttum fótum í grasinu allt í kring. Þetta skýrðist smóm saman, og loks heyrði ég greinilega, hvað sungið var: Kall sat undir kletti og kordur sínar sló. Hann hafði skegg svo skrítið og skögultönn og hló. Hann hafði skegg svo skrítilegt og skögultönn og hló. Huldan uppi í hamri heyrði ljúfan klið. Hún læddist út úr hamri og lagði eyrun við. Hún læddist ú-t úr hamrinum og lagði eyrun við. Siðan hefur hvorugt hér um slóðir sézt. Sá gamli var vist ekki eins gamall og hann lézt. Sá gamli var víst ekki nærri eins gamall og hann lézt. Nú henti einhver steinvölu í vatnið rétt hjá. Ég opnaði augun, en við það lokaðist hamarinn og söngurinn þagnaði. Skyldi ég hafa sofið? Handan yfir vatnið barst léttur svali, og aldan gjálfraði mjúklega við smásteinana í vatnsborð- inu, en hægfara og hikandi fótatak heyrðist í möl- inni rétt við grasbakkann, þar sem ég lá. Það er ekki hægt að ganga á þessum vatnssorfnu smá- hellum, án þess að láti hátt í þeim, líkt og væru það eintómar litlar silfurbjöllur. Ég strauk mér draum af augum og settist upp. Það var Þorleifur litli vinur minn, sem þarna var á ferð. Hann var niðurlútur og þungbrýnn, og ekki nóg með það, heldur var fína sunnudagaskyrtan hans komin öll utan á og báðar hendur aftur á baki, bisandi við að ná einhverju, sem auðséð var, að þær myndu aldrei ná. Það var líka auðséð á öllu hans látbragði, að hann vissi það vel sjálfur, að hann myndi aldrei ná í axlaböndin með þessari aðferð. Það var ekki af því, að hann byggist við að ná þeim, að hann hætti ekki að bisa við þau, heldur gerði hann það til að sýna mér það svart á hvítu, að hann gæti ekki náð þeim. En honum var lika jafnómögulegt að lítillækka sig til að biðja mig að hjálpa sér við það. Ég var ókunnug manneskja. Ef þú kemur hingað, Þorleifur, þá skal ég vita, hvort ég næ axlaböndunum fyrir þig, en það er ekki víst, að ég kunni það eins vel og mamma þín. Ég reyndi að gera sem minnst úr kunnáttu minni, því að hún mátti alls ekki skyggja á yfirburði hans, sem hafði verið beðinn fyrir mig, þangað- til frændi kæmi aftur. Hann lét sig hafa það að koma upp á bakkann, sneri að mér bakinu steinþegjandi. Þegar axla- böndin voru komin í lag, tókum við tal saman. Það var betra, meðan ég var i koti, sagði Þor- leifur. Já, það ættu allir að vera í koti, sagði ég eins og aulabárður. 19. JfJNl 23

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.