19. júní


19. júní - 19.06.1960, Page 28

19. júní - 19.06.1960, Page 28
Það er oft róandi að koma inn á ganga Lands- spítalans. Hjúkrunarkonurnar líða hljóðlega um húsið. Sjúklingarnir bíða rólegir eftir bata sínum — eða því, sem verða vill. Þytur daglega lífsins utan veggja er ótrúlega fjarlægur. Á ganginum situr ung, ljóshærð stúlka, í hjóla- stól. Það er Ölöf Hermannsdóttir, vinkona mín. Það kannast margir við hana, því að hún hef- ur setið þarna lengi, setið af sér sjúklinga, sem hafa farið heim — eða ennþá lengra. Hennar sjúkdómur er þrálátur, hún hefur þurft að taka á þolinmæðinni. Árin hafa liðið, ný batavon aug- ljós, en svo kom afturkast, sem tafði, og þannig hefur það gengið ár eftir ár. Það merkilega við Ólöfu Hermannsdóttur er, að hún hefur ekki mátt vera að því að bíða eftir bata til þess að komast til að búa sig undir að lifa og vinna fyrir sér og sinum. Ólöf hefur haldið áfram að bæta við sig og nema eitthvað af hverjum þeim, sem legið hefur í næsta rúmi, bóklegt eða verklegt, eftir hæfni meðsjúklinganna, allt frá því að hún var 15 ára, að sjúkdómurinn kom fram. Saga Ólafar er nýstárleg og hvetjandi öllum þeim, sem lömun eða aðrir langvinnir sjúkdómar stöðva á unga aldri og hindra eðlilegt áframhald við lærdóm og undirbúning undir lífið. Ólöf er yngsta barn Hermanns Auðunssonar, sem bjó að Saurum í Súgandafirði. Faðir hennar var orðinn lasburða og aldurhniginn, þegar Ólöf var 15 ára. Hún réð sig það sumar í vist og hugð- ist létta undir með foreldrum sínum. Hún réðst á sveitaheimili hjá ágætu fólki, en þar var margt í heimili og konan komin að falli. Vinnukonan komst ekki yfir meira en inniverkin, matreiðslu og mjaltir. Þetta sumar gekk kíkhósti í sveitum, og hafði Ólöf tekið hann. Vinnudagur- inn varð oft langur og engin tök á því að fá frídag. Ólöfu langaði að skreppa heim og sjá foreldra sína, en þangað var hálfs annars tíma gangur. 26 Það var því einu sinni, þegar liðið var á sumarið, að hún ákvað að skreppa heim, þegar kvöldverk- um var lokið, en þá var klukkan farin að ganga tíu um kvöldið. Hún tók af sér svuntuna og hljóp af stað. Hug- urinn bar hana hálfa leið, út með hlíðum og upp ása. Þegar hún fór að mæðast, komu hóstakviður, hún varð að stanza til þess að ná andanum, svo var aftur hlaupið af stað. Þegar hún var komin miðja vegu, varð lækur á leið hennar. Til þess að tefjast ekki við að fara úr sokkum, hugðist hún stökkva yfir, en féll þá í lækinn og vöknaði. Hún hélt þó áfram, þar til hún kom að garðshliðinu heima — hljóp meira að segja síðasta spölinn og var orðin bæði lieit og móð. Þegar hún tók í hliðið, fékk hún högg í höfuð- ið, eldsnöggt, en helsárt. Hún hélt fyrst, að ein- hver hefði kastað að henni steini. Hún leit í kring- um sig, þar var engum til að dreifa. Þegar hún hafði jafnað sig ögn, hélt hún áfram inn í baðstofu og heilsaði foreldrum sínum, en rétt í því hné hún á gólfið í öngvit. Þegar hún rankaði við sér, lá hún í rúminu sínu, lömuð af hita og höfuðverkjum. Þannig lá hún dag eftir dag, með háan hita. Læknir var sóttur til Isa- fjarðar, og loks var hún flutt með báti til Isafjarð- ar, þar sem hún lá fram eftir vetri, þungt haldin. Sjúkdómurinn tók ýmsum breytingum, og læknar þar vestra voru ekki á eitt sáttir um það, hvað að henni gengi. Seinna um veturinn var Ólöf send með flugvél til Reykjavíkur. Þá hafði greinileg lömun komið í ljós á báðum fótum, en hiti og höfuðverkir ann- að slagið. Eftir margar skoðanir og legur hér og þar hafn- aði Ólöf í rúmi á stofu 4 í Landsspítalanum. Sjúk- dómurinn var með ýmsu móti. Um tíma virtist sjónin sljóvgast ört, í annan tíma krepptust hend- urnar, og lömun í baki og fótum var varanleg. Sjúklingar komu og fóru úr næstu rúmum, en 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.