19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1960, Qupperneq 29

19. júní - 19.06.1960, Qupperneq 29
Ölöf litla varð eftir. Þannig liðu árin. Á stundum virtist greinilegur bati. Daglegt nudd, böð og æf- ingar styrktu likamann. Þegar henni leið betur, fór forstöðukonan að fá henni handavinnu og með- sjúklingar fóru að kenna henni hannyrðir. Ein kenndi henni hekl, önnur prjón, listsaum o. fl., o. fl. Einn neminn kenndi henni líka á gítar. Ólöfu þótti þetta ekki nægilegt. Hún vildi læra tungumál og bæta við sig í reikningi. Þegar 5 ár voru liðin, var heilsan orðin það góð, að hún staulaðist um sjúkrahúsið á hækjum. Þá fékk hún leyfi læknanna til þess að setjast í Laug- arvatnsskólann og lesa undir landspróf. Bjarni skólastjóri og skólasystkinin voru henni svo hjálpleg og góð sem hægt var að vera. Brátt fann Ölöf, að til þess að ljúka því námsefni, sem til landsprófs þurfti, varð hún að hafa sig alla við. Sundurleitt nám sjúkrahúsanna hrökk ekki langt. Hún lagði því meira að sér en heilsan þoldi. Þegar eitt próf var eftir um vorið, varð hún veik og varð að hætta í það skipti. Heilsunni hrakaði, og aftur varð hún að leita á stofu 4 í Landsspítal- anum. Hún var að mestu bundin við rúmið, en vann mikið í höndunum, prjónaði peysur fyrir ýmsa og saumaði á stóla og bekki. Auk þess sneri hún sér nú fyrir alvöru að bóknámi. Bjarni Jósefsson efnaverkfræðingur kom á Landsspítalann um líkt leyti og Ólöf. Bjarni varð fyrir þeirri miklu raun að lamast á bezta aldri, svo að hann steig aldrei í fæturna eftir það, en hann hresstist svo, að hann gat setið í hjólastól. Á ganginum hittust þau Ólöf og Bjarni á hverj- um degi. Hann fann brátt, hve skýr og fróðleiks- fús þessi unglingsstúlka var, og eftir að hún kom aftur frá Laugarvatni, las Bjarni daglega með henni stærðfræði, eðlisfræði og náttúrufræði. „Ég ætla að gera úr henni stúdent, ég hef þá ekki setið hér til einskis þessi ár,“ sagði hann eitt sinn, þegar talið barst að Ólöfu. Honum varð því miður ekki að ósk sinni. — Þrengslin á Landsspítalanum réðu því. Einn vor- dag var Bjarni fluttur að Sólvangi í Hafnarfirði ásamt fleiri lömuðum sjúklingum. Áframhaldandi nám var útilokað, og var það mikil raun bæði kennara og nemandanum. Á Sólvangi lifði þessi mæti maður ekki lengi. Sjúkdómurinn lagði hann í gröfina á skömmum tíma. Af Ólöfu er það að segja, að læknar Landsspít- alans, sem fylgdust alltaf náið með sjúkdómnum, sendu hana til Danmerkur til dr. Klemensens, sér- Ólöf Hermannsdóttir fræðings í lömunarsjúkdómum. Eftir miklar rann- sóknir tilkynnti dr. Klemensen Ólöfu, að hún mundi aldrei fá mátt í fæturna. Bezt væri fyrir liana að læra eitthvert föndur, sem hún gæti stytt sér stundir við og ef til vill unnið fyrir sér með. Yfirhjúkrunarkonan mundi segja henni, hvað hægt væri að nema á vinnustofum sjúkrahússins. Hjúkr- unarkonan kom, og þær fóru yfir lista yfir náms- gx-einarnar, ýmiss konar föndur, sauma, vefnað, útsaum, vélritun o. fl., en allt þetta hafði Ólöf lært hjá samferðafólki sínu á -Landsspítalanum. Eitt var þó fagið, sem hugur hennar stöðvaðist við á þessum lista, það var aS kenna orSblindum börn- um aS lesa. Já — en þetta var eina námsgreinin, sem ekki var liægt að læra á sjúkrahúsinu, en ferðir Ólafar um Kaupmannahöfn til þessa skóla voru útilokaðar. Hjúkrunarkonan bauðst til þess að tala við skólastjóra orðblindraskólans, en gei'ði ekki ráð fyrir, að það bæri neinn árangur. Strax næsta dag kom skólastjói'inn, frvi Eva Jacobsen, á sjixkralmsið til þess að tala við þessa íslenzku stúlkxi, senx ekki gat hugsað sér að læra neitt ann- 1 9. JÚNI 27.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.