19. júní - 19.06.1960, Síða 34
V E R N D
Á •undanförnum árum hafa risið upp samtök
meðal íslenzku þjóðarinnar, sem hafa haft það að
verkefni að leysa ýmsan vanda samborgaranna,
og það einmitt þeirra, sem lífið og lífsbaráttan
hafa leikið harðast. Hér á ég við félög eins og
Blindravinafélagið, S.f.B.S., Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra og önnur slík. öll þessi félög hafa hlot-
ið almenna viðurkenningu. Öllum er ljóst, að ein-
mitt í slíkum anda ber að starfa í kristnu menn-
ingarlandi.
Hinn 19. nóvember sl. var stofnað til nýrra
samtaka áhugafólks hér í Reykjavík, sem eiga að
annast verkefni, sem til þessa hefur aðeins verið
rækt að litlu leyti í landi okkar: hjálp og liðveizlu
við fólk, sem gerzt hefur brotlegt við refsilöggjöf
landsins og misst fótfestu í lifinu. Aðstoð og hjálp
við unga afbrotamenn hefur í vaxandi mæli verið
viðfangsefni vestrænna þjóða, og hafa áhrif þeirr-
ar hreyfingar á síðustu árum borizt hingað til lands.
Hér hefur verið starfandi fangahjálp, sem fyrst og
fremst hefur miðað starf sitt við hina efnislegu
hlið málsins.
Samkvæmt lögum nr. 2 frá 1955 var dóms-
málaráðuneytinu veitt heimild til að fresta ákæru
á hendur ungum mönnum, ef um fyrsta eða smá-
vægilegt afbrot væri að ræða. „Þetta nýmæli í ís-
lenzkum hegningarmálum er án efa merkilegasti
viðburður í hegningarmálum vorum allt frá 1869“,
segir orðrétt í skýrslu Fangahjálparinnar. Þessum
mönnum hefur verið gert skylt að vera undir eft-
irliti Fangahjálparinnar. Oscar Clausen rithöfund-
ur hefur unnið stórmerkt brautryðjandastarf á
þessu sviði, sem honum verður seint fullþakkað.
Meðal annars mun það verða verkefni hinna nýju
samtaka að taka að sér þetta eftirlit í samráði við
hann.
Samtök þau, sem formlega voru stofnuð 19. nóv.
sl., hlutu nafnið „Vernd“. Tilgangi og markmiði
er þannig lýst í lögum þess:
„2. gr. Samtökin munu leitast við, í samráði við
opinber stjórnarvöld, stofnanir og einstaklinga, að
32
hjálpa fólki, sem gerzt hefur brotlegt við refsilög-
gjöf landsins.
Tilgangur samtakanna er samkv. heimild í 56.
gr. alm. hegningarlaga, 2. mgr., sbr. 1. nr. 22/1955,
að taka að sér eftirlit með fólki, sem hlotið hefur
dóm, skilorðsbundinn dóm og með þeim, sem frest-
að hefur verið ákæru á.
Tilgangi þessum vilja samtökin ná með því að:
a) fylgjast með rannsóknum í málum þeirra
manna, sem sætt hafa ákæru og ætla mætti, að
samtökunum yrði falið eftirlit með.
b) að fylgjast með afbrotafólki, meðan það tek-
ur út refsingu, og veita því aðstoð í persónulegum
vandamálum þess, meðan á frelsissviptingu stendur.
c) aðstoða hvern þann, sem tekið hefur út refs-
ingu eftir dómi. Honum skal hjálpað yfir byrj-
unarörðugleika, þannig að hann vinni aftur traust
samfélagsins. Reynt skal að útvega honum vinnu
og þá þjóðfélagsaðstöðu, sem honum er nauðsyn-
leg. Þegar þess gerist sérstaklega þörf, munu sam-
tökin eftir megni veita fjárhagslega aðstoð.
d) beita sér fyrir því, að ráðinn verði sálfræði-
lega sérmenntaður maður (criminal-psycholog) til
þess að veita sálfræðilega þjónustu þeim mönnum,
sem um ræðir í 2. gr., málslið a og b.
e) vinna að því, að komið verði á fót heimilum
eða öðrum stofnunum, sem þjóna markmiði sam-
takanna.
f) hafa áhrif á almenningsálitið og efla skiln-
ing og samúð með þeim, sem á einn eða annan hátt
hafa lent á öndverðum meiði við þjóðfélagið og
hjálpa þeim til að gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.
3. gr. Þátttakendur í samtökum þessum geta all-
ir orðið, einstaklingar, félög og fyrirtæki, sem greiða
árlegt gjald til samtakanna. Aðalfundur ákveður
árgjald hverju sinni.“
Eitt af meginverkefnum hinna nýstofnuðu sam-
taka er að hjálpa ungum afbrotamönnum á rétta
braut með aðstoð sérfróðra manna, án þess að grípa
þurfi til fangelsisvistar. í nágrannalöndum okkar
hafa löggjafinn og dómstólarnir fyrir löngu gert
19. JÚNl