19. júní


19. júní - 19.06.1960, Page 35

19. júní - 19.06.1960, Page 35
sér grein fyrir mikilvægi hinnar sálfræðilegu hlið- ar allra afbrotamála. Til að fyrirbyggja allan misskilning skal á það bent, að það er ekki ætlun þessara samtaka að koma því til leiðar, að afbrotamenn komist hjá refsingu. Refsing er það meðal, sem þjóðfélagið beitir, til að koma í veg fyrir afbrot, um leið og henni er ætlað að hafa bætandi áhrif á þann, sem fyrir henni verður. Til hliðsjónar við stofnun þessara samtaka hef- ur verið stuðzt við samsvarandi félög á Norður- löndum. Við getum að nokkru stuðzt við þá reynslu, sem fengin er af meðferð þessara mála þar, en verðum samt að fara varlega í því efni. Af skilj- anlegum ástæðum mæta fleiri erfiðleikar slíku fé- lagi meðal fámennrar þjóðar, þar sem segja má, að hver þekki annan. Samtökin hafa þegar hafið starfsemi sína og ráðið ungan og efnilegan mann sem framkvæmdarstjóra, Axel Kvaran stud. jur. frá Akureyri. Samtökin hafa bækistöð sína í Aðal- stræti 18 í Reykjavík. Alþingi hefur veitt styrk til samtakanna, en ætlunin er að leita til allra bæjar- og sveitarfélaga um framlag til starfseminnar, svo og til einstaklinga og fyrirtækja. f ljós kemur, þegar farið er að vinna að þess- um málum á breiðari grundvelli en verið hefur, að verkefnin eru ótæmandi. Okkur vantar t. d. skóla og vinnuheimili fyrir unga menn og konur, þótt vissulega væri æskilegast að hafa samband við góð sveitaheimili um dvöl þeirra ungmenna, sem um stundarsakir hafa lent á öndverðum meiði við þjóðfélagið. Dvöl æskufólks til sveita, í nánum tengslum við náttúru landsins, hefur lengst af þótt hafa þroskandi áhrif á það. Það er vandinn mesti við verkefni sem þetta, að ekkert tilfelli er öðru líkt. Ekkert allsherjarmeðal er til, engin forskrift að fara eftir. Reynsla þeirra samtaka, sem um þessi mál fjalla, er sú, að meginmáli skipti, að til starfs- ins veljist áhugafólk, bvúð þeim kostum að vera blátt áfram, eðlilegt og velviljað, hafi kynnt sér þessi mál og gert sér grein fyrir sálfræðilegri hlið málsins. Dálítið hefur borið á því, að almenningur mis- skilji tilgang samtaka þessara. Vissulega vildum við vera þess umkomin að veita liðveizlu sem flestum. sem þurfa þess með, t. d. þeim, sem hafa fyrir- gert lífi sínu með ofdrykkju, en mikill hluti þeirra afbrota, sem framin eru hér á landi, stafar af áfengisneyzlu. Oftlega hefur verið gert að umtals- efni vaxandi drykkjuskapur unglinga hér í höfuð- staðnum, sem að lokum leiðir þá út á afbrota- brautina, og mætti þá segja að betra er að byrgja brunninn, áður en barnið dettur ofan í, bæði á því sviði sem öðru. En eins og ástandið er í dag, er vissulega þörf á hjálp til handa þeim, sem hér hefur verið rætt um. Alþekkt er gríska spakmælið: Verðugasta verk- efni mannsins er maðurinn sjálfur. Kristindómur- inn bendir á óendanlegt gildi hverrar mannssálar. Menning okkar bendir á manngildið og kærleik- ann sem æðsta hugsjón. Islenzkar konur, tökum höndum saman og leggj- umst á eitt til að efla starfsemi „Vemdar“, sem stofnuð var að tilhlutun Kvenréttindafélags Islands. Réttum hinum minnsta bróður og systur hjálpar- hönd, minnugar orðanna: „Hvað þér gjörðuð við einn af þessum minnstu bræðrum mínum, það hafið þér mér gjört.“ Þóra Einarsdóttir. Floiri listfræifingar. f tímaritinu Icelandic Canadian er sagt frá ný- útkominni bók listfræðilegs efnis, Design Funda- mentals, eftir konu af íslenzkum ættum, dr. Carol Feldsted. Dr. Carol er fædd í Winnipeg 1918, dóttir Egg- erts S. Feldsted og konu lians. Hún er doktor frá Svartaskóla í París. Fr<‘ilrika Itremer Forliumlct átti 75 ára afmæli á sl. ári. I því tilefni var gefin út bók, er nefnist „Kvinnovarld i var- dande“, og eru það 12 ritgerðir um margs konar efni, er konur varða í fortíð, nútíð og framtíð, og er sú bók mjög lærdómsrík. Úða veSur eru á súS, æSimörg er hríSin skœS. BúSu þig í skinna skruS, skrœSan þín, og stattu á hœS. Þorbjörg Arnadóttir, Langhúsum. 19. JÚNl 33

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.