19. júní - 19.06.1960, Side 39
vík, þar hefur maðurinn minn fengið atvinnu, og
ég ætla mér að stunda þar mitt fag, sem ég vona,
að ég fái vinnu við. Maður getur tekið að sér
sérstakt verk, lokið því og snúið sér svo að hús-
verkunum á milli.
— En börnin?
— Já, það er gott, að þau komi ekki, fyrr en
náminu er lokið —- eins og hjá okkur. Hitt tefur
auðvitað, en þó er sjálfsagt að láta slíkt ekki stöðva
námið.
Ég vil eindregið hvetja stúlkur til þess að læra
þessa iðngrein, því að ég álít, að stúfkur geti það
engu síður en piltar. Fagið snertir einmitt oft það,
sem við höfum alltaf mikinn áhuga á, híbýlaprýði
og skreytingar. P. J.
PronÉari.
Þóra Elfa Björnsson lauk sveinsprófi í prentiðn
í desember sl. Hún er fyrsta íslenzka konan, sem
tekur próf í þessari iðn.
Þóra hóf nám sextán ára gömul og hefur nú,
tvítug að aldri, fjögurra ára verklegt og bóklegt
nám og sveinspróf að baki.
Ég hitti hana, þar sem hún situr á kvöldvakt-
inni við háværa setningarvélina í Hólaprenti og
er að vélsetja einhver félagslög.
Ég spyr, hvort hún sé vélsetjari, en hún neitar
því, en segist vera að afla sér réttinda til þess og
fái þau innan skamms. Þetta er nokkurs konar
sérgrein, sem er fengizt við að sveinsprófi loknu.
Hún hefur próf sem handsetjari. Þóra tjáir mér,
að um tvennt sé að velja við prentnám: að vera
prentari eða setjari. Prent er erfiðara og þess vegna
ekki eins við kvenna hæfi, þar sem bera þarf
þunga hluti. Aftur á móti er hún mér sammála
um, að konur muni efalaust ná mikilli leikni við
vélsetningu, svo handfljótar sem þær eru oftast
nær.
—• Hvernig tóku samstarfsmennirnir því, þegar
þú 16 ára telpukorn ætlaðir þér inn á starfssvið
þeirra?
— Þeir tóku mér vel, en ég heyrði, að stéttar-
bræður mínir væru vantrúaðir á, að ég myndi
ljúka námi.
— Og þeim hefur ekkert þótt verra, að þeim
skyldi skjátlast?
—■ Nei, nei, prentarar eru ágætir samstarfs-
menn.
— Hvers vegna valdir þú þetta viðfangsefni?
-—■ Mér fannst nóg um skólasetur að sinni,
þegar ég hafði lokið gagnfræðaprófi, enda lítið um
skóla, sem veittu nokkur réttindi, nema þá að fara
í háskóla og taka embættispróf.
— Og þú hefur ekki haft löngun til þess að
leggja á langskólabrautina eða gerast kennari?
— Nei, kennslu vildi ég alls ekki fást við.
— Þú hefur orðið þér úti um mann og barn,
á meðan þú varst við nám. Tafði barneignin þig
ekki?
— Nei, nemar liafa rétt til forfalla á náms-
tímanum og meistarinn var velviljaður. Auk þess
lauk ég bóknámi á skemmri tíma en til er ætlazt
í samningum.
Nú er kominu annar setjari. Hann sezt við
næstu vél, og hávaðinn yfirgnæfir allt. Ég óska
þessari tvitugu konu til hamingju með þann dugn-
að að hafa lokið námi sínu og halda áfram starfi
því, sem hún hefur menntun til, þótt hún hafi
gefið framtíðinni litla dóttur, sem henni er ljúft
og skylt að annast.
En skyldur sínar sem móðir ætti engin kona
að þurfa að vanrækja, þótt hún helgi sérgrein sinni
48 klukkustundir af þeim 168, sem eru í hverri
viku ævinnar.
V. B.
Kvonprcstar í Sríþjúif.
Eftir margra ára harða baráttu hafa kvenguð-
fræðingar í Svíþjóð nú fengið lejdi til að taka
vígslu.
19. .TÚNl
37