19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 5

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 5
Sigríður J. Magnússon: „Annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið.“ Útgáfustjórn „19. júní“ hefur beðið mig að skr.ifa nokkur kveðjuorð í þetta blað, vegna þess að ég hef látið af formennsku í Kvenréttindafé- laginu eftir seytján ára starf og baðst sömuleiðis undan að taka sæti í útgáfustjórn „19. júní“, en í henni hef ég starfað síðan blaðið hóf göngu sína, að undanskildu fyrsta ári. I fyrstu neitaði ég að verða við þessari bón, á þeim forsendum, að ég væri alls ekki að kveðja, hvorki félagið né „19. júní“. Ég mundi eftir sem áður halda áfram að starfa eftir beztu getu bæði fyrir félagið og blaðið. Yið nánari athugun sá ég þó, að hér var kær- komið tækifæri til að þakka alla þá góðvild, þroska og fróðleik, sem mér hefur hlotnazt sem formanni K.R.F.l. Vegna formennskunnar hef ég komizt í kynni við fjöldann allan af merku fólki bæði utan lands og innan, fengið að sjá meira af veröldinni en ég annars hefði átt kost á. Ég þakka félagskonum í K.R.F.l. fyrir ljúfa og góða viðkynningu, og þó sérdeilis stjómar og vara- stjómar, og starfskonum félagsins fyrir margra ára ánægjulegt og margoft heillaríkt samstarf. Hér er ekki staður eða stund til að rekja, hvað áunnizt hefur í þjóðfélagsmálum á þessum árum fyrir forgöngu og baráttu K.R.F.l. Þó má segja, að hin svokölluðu „eilífðarmál“ félagsins, þ. e. launajafnréttið, skatta- og tryggingamál, séu kom- in á nokkum rekspöl, þó að lokaspretturinn sé eftir. Lakar hefur gengið með það baráttumálið, sem í rauninni er „mál málanna“ hjá félaginu, þ. e. aukin þátttaka kvenna i þjóðfélagsmálum. Þar verðum við, að þvi er mér virðist, að horfast i augu við fullkominn ósigur, þrátt fyrir ötulan vilja og allmikla vinnu. Fyrir hverjar kosningar til Alþingis hefur stjórn K.R.F.l. skrifað formönnum stjómmálaflokkanna og skorað á þá að stilla konum í örugg sæti á list- um sínum. Árangurinn þekkja allir. Ein kona á sæti á Alþingi. Það er fjarri mér að varpa allri sök á þessu ástandi á stjórnmálaflokkana. Tregða kvennanna sjálfra við að taka á sig þá ábyrgð og vinnu, sem óhjákvæmilega fylgir þátttöku í stjómmálum, er ef til vill meginorsökin. Oft hefur verið sagt við mig: „Þú ert alltaf að jagast um, að konur eigi að beita sér meira í stjórnmálum, reyna að komast í bæjarstjórnir og á Alþingi, hvers vegna gerir þú ekki þetta sjálf?“ Því er til að svara, að Kvenréttindafélagið er ópóli- tískt félag, og verður að vera það. Og þó að for- menn kvenréttindafélaga á Norðurlöndum og víð- ar hafi starfað í ákveðnum stjórnmálaflokkum og þannig komizt á þing, áleit ég ekki til hagsbóta fyrir K.R.F.l. að gera það. Að lokum óska ég Kvenréttindafélaginu allra heilla í framtíðinni, að það megi halda áfram að klífa brattann, þvi að það er ekki hægt að „standa í stað“. Sigríður Jónsd. Magnússon. 19. JtJNl 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.