19. júní


19. júní - 19.06.1964, Page 6

19. júní - 19.06.1964, Page 6
ÞaS fer vel á því, að „19. júní", sem ber nafn dagsins, er íslenzkar konur fengu „jafnrétti við karla“, birti yfirlit um það, hvernig málum kvenna er komið hér á landi. Það er tiltölulega auðvelt að komast að raun um, hver réttarstaða íslenzkra kvenna er. Lögin segja til um hana. En um það, hvar konumar eru að öðm leyti staddar sam- anborið við karla, er erfiðara að segja. Lítið hefur verið gert að því að rannsaka hag kvenna á Islandi. Sakir rúm- leysis blaðsins verða í grein þessari eingöngu rædd atriði, sem með lagasetningu hafa áhrif á réttarstöðu og hag kvenna, og aSeins stiklaS á stáru. Lög um mannanöfn. „Hver íslendingur skal heita einu eða tveimur íslenzkum nöfnum og kenna sig til föður, móður eða kjörföður og jafnan rita nafn sitt og kenning- arnafn með sama hætti alla ævi“ (sbr. l.gr.). Það er ekki jafnrétti, að kjörbarn má aðeins kenna sig til kjörföður, en ekki kjörmóður. Það gæti þýtt, að kjörbarn, sem vildi nota löglegt ætt- arnafn kjörmóður sinnar, sem henni er rétt og skylt að bera alla ævi, fengi ekki að nota það. Löglegt ættarnafn móður hlýtur eftir lögunum að mega ganga til niðja, jafnt og ættarnafn föður. Eiginkonum þeirra manna, sem hafa löglegt ættamafn, er heimilt að nefna sig ættarnafni eig- inmannsins (hliðstæð heimild er ekki veitt körl- um), en það er síður en svo skylda, eins og víða í öðrum löndum. Erlendis leggja kvenréttinda- konur kapp á að öðlast þann rétt, sem hér á landi er sjálfsagður hlutur, að eiga sjálfstætt eigið nafn. Ríkisborgararéttindi. Ríkisborgararéttur giftra kvenna á íslandi er ekki lengur bundinn ríkisfangi eiginmannsins, en svo var til 1. jan. 1953. Erlendar konur, sem giftar ^ysjnna ^l^ur&ardóth ur: rétti — misrétti eru íslenzkum mönnum, verða að sækja um ríkis- borgararétt á Islandi, ef þær vilja verða íslend- ingar. Islenzkar konur, sem giftast erlendum mönn- um, halda íslenzku rikisfangi sínu, svo fremi þær ekki óski annars. Stjórnmálaréttindi. Senn er hálf öld liðin síðan konur fengu stjóm- málaréttindi. Skilyrði fyrir kjörgengi og kosningar- rétti em hin sömu fyrir karla og konur: Islenzkur borgararéttur, 21 árs aldur, óflekkað mannorð og fjárræði. Um síðasta atriðið — fjárræði — er stjórnarskráin þó tilneydd að veita giftum konum undanþágu, og er því sett inn í 33. greinina, að gift kona skuli teljast fjár síns ráðandi, þótt hún eigi óskilið fjárlag með manni sínum. Hliðstætt ákvæði þyrfti að vera um þá gifta menn, sem setj- ast í og starfa í búi, sem er eign eiginkonunnar, en samkv. hjúskaparlögum er sá maður jafn ófjár- ráða og húsmóðir. Hvar standa íslenzkar konur á stjómmála- brautinni, þar sem rétturinn er jafn og óvefengj- anlegur? Ein kona á Alþingi og endrum og eins einn og einn varaþingmaður. Nýja kjördæma- skipunin vekur engar vonir um, að úr rætist. ör- fáar konur eru í bæjar- og sveitarstjórnum. Heiðursmerki. I ýmsum löndum geta karlar einir fengið opin- ber heiðursmerki. Um íslenzku fálkaorðuna er það skýrt tekið fram, að hana megi veita konum sem körlum, „sem öðrum fremur hafa eflt hag og heið- ur fósturjarðarinnar eða unnið afrek í þágu mann- kynsins.“ Nokkur hópur íslenzkra kvenna hefur 4 19. JÚNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.