19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 8
öðru leyti heldur sagan áfram lítið breytt: Lægstu
launaflokkamir eru að mestu skipaðir konum.
Ef rétt hefur verið raðað í flokka eftir menntun
og ábyrgð, er augljóst mál, að það er menntunin,
sem konurnar vantar, fyrst þær fást aðallega við
þau störf, sem minnst ábyrgð er talin fylgja. Eða
eru þessi störf talin ábyrgðarlítil, af því að konur
vinna þau?
Rótgrónar skoðanir eiga sök á því, að konur
afla sér ekki haldgóðrar þekkingar. Þessar rót-
grónu skoðanir, ásamt venjum og ýmsum aðstæð-
um, sem fylgja í kjölfar þeirra, eru erfiðari við-
fangs en svo, að ein eða tvær kynslóðir megni
að sigrast á þeim.
Tryggingar.
1. Ellilaun almannatrygginganna.
Lengi vel voru það embættismenn einir, sem
nutu þeirra réttinda að fá laun eftir að þeir voru
orðnir óvinnufærir. Á eftirlaunin var litið með
nokkurri virðingu, gagnstætt því, sem var um elli-
styrk, sem fólk gat fengið af sveit sinni, ef í nauð-
ir rak.
Nú eiga allir skilyrðislaust rétt á að fá ellilaun
frá almannatryggingum, og margir eftirlaun að
auki. Því verða allir, sem náð hafa 16 ára aldri,
að greiða iðgjald til almannatrygginganna.
Iðgjöld kvenna eru nú um 25% lægri en karla.
Þetta er ekki jafnrétti, eðlilegra væri að miða við
tekjur en kyn, t. d. er þetta mjög ósanngjarnt gagn-
vart tekjulágum námsmönnum. Iðgjöld fyrir hjón
eru mun lægri en fyrir tvo einhleypa, og ellilaun,
sem bæði fá, eru 10% lægri. Á meðan aðeins það
hjóna, sem eldra er, fær ellilaun, eru þau greidd
að fullu.
2. LífeyrissjöSir opinberra starfsmanna.
Ámsar stéttir hafa sérstaka lífeyrissjóði, sem sjóð-
félagar fá lífeyri úr ásamt ellilaunum almanna-
trygginganna. Starfsmenn ríkisins og sjóðfélagar
nokkurra annarra sérsjóða áttu þess hins vegar
ekki kost, fyrr en nú um síðustu áramót, að fá líf-
eyri frá almannatryggingunum, enda þótt þeir
greiddu til þeirra nokkurt iðgjald, og var það áber-
andi ósanngjamt gagnvart láglaunuðum starfs-
mönnum, en meðal þeirra em konumar flestar.
Lífeyrissjóðir starfsmanna rikisins hafa nú sam-
ræmt tryggingar sínar og iðgjöld við greiðslur
Tryggingarstofnunar ríkisins. Er það mikil réttar-
bót fyrir embættismannaekkjur og fyrrverandi
embættismenn, sem bjuggu við óeðlilega lág eftir-
laun vegna breytinga á verðgildi peninga, en fyrst
og fremst em þessar breytingar mikilsverð fram-
tíðarréttindi þeirra, sem nú em í starfi.
Fullt jafnrétti karla og kvenna er skilyrðislaust
í lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Iðgjöld greiða konur og karlar jafnt af sömu
launaupphæð. Eftirlaun og makalífeyrir reiknast
út eftir allflóknum reglum, sem miðast við ára-
fjölda og iðgjaldagreiðslur og greiðast algjörlega án
tillits til f járhags. Ekkjumaður fær makalifeyri eft-
ir konu sína — starfsmann ríkisins — á sama hátt
og ekkja fær hann eftir mann sinn, og breytir það
heldur engu, þótt bæði hjónin hafi verið starfsmenn
ríkisins. Eftirlaun og makalífeyri getur sami mað-
ur því fengið, ef svo ber undir. Makalífeyrir er
aldrei lægri en 20% af síðustu launum starfsmanns
(eða starfs hans á hverjum tíma eftir lát hans eða
eftir að hann hætti störfum), en fullur makalif-
eyrir er 50% af launum. Makalífeyrir getur raun-
ar orðið meiri en 50%, ef sjóðsfélagi hefur verið
starfsmaður ríkisins í meira en 30 ár, enda hækka
eftirlaunin sjálf af þeim ástæðum, og er sá mögu-
leiki fyrir hendi, að eftirlaun verði 100% af laun-
um starfsmanns.
Nýtt ákvæði var sett inn í lögin við síðustu
endurskoðun: Makalífeyri skal skipt eftir tíma-
lengd hjúskapar og iðgjaldagreiðslum sjóðfélaga,
hafi hann verið giftur oftar en einu sinni. Áður
voru slík eftirlaun aðeins ætluð síðari eða síð-
asta maka. En oft gæti sá maki átt sök á skiln-
aðinum við fyrri maka, sem engin eftirlaun fékk.
Fulltrúaráðsfundur Kvenréttindafélags Islands
átti nokkurn hlut að réttarbót þessari.
Barnalífeyrir vegna barna látinna sjóðfélaga —
hvort heldur er móðir eða faðir — er hærri en
barnalífeyrir almannatrygginganna, og er hann
greiddur til 18 ára aldurs.
Aldurshámark starfsmanna ríkisins er sama fyrir
konur og karla — 70 ár — og eins hafa þær sama
rétt til þess að hætta störfum 65 ára og taka þá
eftirlaun. (I ýmsum löndum leggja konur mikið
kapp á að fá þetta jafnrétti.)
3. Sjúkratryggingar.
Sjúkratryggingar eru réttindi allra þegna þjóð-
félagsins og eru iðgjöld karla og kvenna jöfn til
sjúkrasamlaga á liverjum stað. Réttindi ættu því
að vera jöfn, og það eru þau að því er tekur til
læknishjálpar, meðala og sjúkrahússvistar. En gift-
ar konur, sem ekki teljast vera fyrirvinna heimilis
6
19. JÚNl