19. júní


19. júní - 19.06.1964, Page 10

19. júní - 19.06.1964, Page 10
Að þau eru samt kvenréttindamál, orsakast af því, að jafnrétti karla og kvenna og jöfn aSstaSa foreldra, miðað við muninn á því að verða og vera faðir og móðir, á að öðru leyti svo langt í land, sem raun ber vitni. Kvenréttindafélag fslands hefur mótmælt orða- lagi í aimannatryggingalögunum (1963) um líf- eyri vegna bama látinnar móður, en þar segir, að greiða megi ekkli allt að fullum barnalifeyri, ef fráfall eiginkonu veldur tilfinnanlegri röskun á afkomu hans. Orðið föðurlaun er ekki til í löggjöfinni. Hjúskaparréttindi. Margir fullyrða, að með hjúskaparlögunum frá 1923 hafi verið innleitt jafnrétti méS hjónunum um fjárráS. Þetta er byggt á misskilningi. Hins vegar má vel segja, að samkvæmt lögum þessum sé að verulegu leyti jafnrétti milli karla og kvenna. Það er allt annað en jafnrétti milli hjóna. Jafnrétti milli hjóna eftir lögum þessum er vart hugsanlegt, nema með bamlausum hjónum, enda hafi þau jafn- miklar tekjur hvort um sig og eigi jafnmiklar eignir. Áberandi misrétti milli karla og kvenna er þó ákvæðið um lágmarksaldur brúðhjóna, og er mis- munurinn 3 ár: Konur 18 ára og karlar 21 árs. Undanþágur era raunar leyfðar. Eftir lögunum er fjárræði húsmóður harla tak- markað, sbr. nauðsyn á undanþágu í 33. gr. stjórn- arskrárinnar. Raunar veita lögin henni varnarað- stöðu og neitunarvald, t. d. getur hún hindrað sölu á ibúð, sem fjölskyldan býr í, en sé önnur íbúð skráð á nafn mannsins, má selja hana án sam- þykkis eiginkonunnar. Yfirleitt eru lagaleg fjárráS húsmóður í öfugu hlutfalli við efnahag heimilisins, af því að fáar konur em þannig efnum búnar, að meiri fjárráð séu á þeirri hlið. „Jafnrétti“ hjúskaparlaganna kemur aðallega í ljós við slit hjúskapar, annaðhvort við hjónaskiln- að eða dauða annars hjónanna. Þá á að skipta eignunum til helminga. Lögráðamenn barna. Hjón em jafngildir lögráðamenn barna sinna. En móðir er lögráðamaður óskilgetins barns. Gift- ist hún öðmm manni, verður hann lögráðamaður barnsins, ásamt móðurinni. Faðir barnsins er rétt- laus, og það þótt hann greiði skilvíslega meðlagið, sem honum ber að greiða að lögum. Hér fara skyldur og réttindi ekki saman. Á sama hátt fer, þegar hjón skilja og börnin fylgja móðurinni, eins og oftast er, og hún giftist aftur. Þó tekur út yfir, þegar nýi eiginmaðurinn ættleiðir barnið — án samþykkis föður þess — og skipt er um föðurnafn. Skattar og útsvör. Ógift, barnlaust fólk nýtur jafnréttis í skatt- greiðslum. Aðalreglan um skattgreiðslur hjóna er í sam- ræmi við gömlu meðhjálparkenninguna, eiginkon- an elur manni sínum böm og sparar framfærslu- kostnaðinn með vinnu sinni. Hjón eru einn skatt- þegn: Framteljandi, og svo er lína fyrir nafn eig- inkonu (sbr. framtalseyðublað). Nýlega var þó veitt heimild til sérsköttunar á tekjur konu, ef hjónin sáu sér hag í því. Er sú heimild talsvert spor í rétta átt, sömuleiðis það ákvæði, að bæði hjónin skuli undirrita framtalið, enda á eiginkonan, samkv. 11. gr. laga um réttindi og skyldur hjóna, fullan rétt á vitneskju um fjár- hag lieimilisins. Raunar er þar talað um gagn- kvæman rétt.. Eftir því mætti ætla, að hjón væm bæði sjálfstæðir skattgreiðendur vegna eigna, en sérsköttunarheimildin nær ekki einu sinni til sér- eigna hjónanna, en endurgreiðslukröfur vegna skatta geta þau gert hvort til annars eða erfingja, ef svo ber undir. Helmingur tekna eiginkonu, þegar sérsköttunar- heimildin er ekki notuð, er skattfrjáls hjá eigin- manninum (en skattlagður eftir hækkandi skatt- stiga). Frá því, sem áður var, er þetta mjög mikil hagsbót fyrir fjárhag heimilisins og rýmkar starfs- val giftrar konu, en viðurkenning á jafnrétti hjóna er það alls ekki. Útsvör eru þyngri en tekjuskattur og meiri óvirðingarblær gagnvart eiginkonu skattgreiSanda er í álagningarreglunum. Erfðalög. 1 erfðalögunum ríkir jafnrétti: Óskilgetin böm eru jöfn skilgetnum börnum til arfs eftir foreldra og ættingja. Ættleidd böm eru jöfn eigin bömum. Faðir og móðir eru jöfn til arfs eftir börn sín. Dóttir og sonur fá jafnan arf eftir foreldra sína, og jafnmikið hvort foreldrið deyr (hafi ekki verið séreignir). Þannig em eignir hjónanna jafnmiklar hjá hvoru um sig, þegar dauðinn aðskilur þau, enda þótt löglegt fjárræði húsfreyju væri harla lítið, meðan bæði lifðu. Maki erfir í/3 eigna hins Framhald á bls. 19 8 19. JtJNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.