19. júní - 19.06.1964, Side 11
(VLa U ím u n cla rdóttit':
NÓTT Á ETNU
íslenzkar konur hafa gert fremur lítið af því
hingað til að leggja stund á jarðfræði og aðrar
greinar náttúrufræði, en væntanlega mun það
breytast á næstu árum. 1 flestum menningarlönd-
um hafa konur haslað sér þar völl.
Ég hef orðið þess vör, að starfsval mitt hefur
vakið mörgum furðu hér á landi. Menn virðast
hugsa sér störf jarðfræðinga sem þrotlausa glímu
við hin óbliðu náttúruöfl þessa lands, og þurfi
meira þrek og þor í þeirri baráttu en einum konu-
vesalingi sé gefið. Þetta kann að stafa af því, að
jarðfræðinga og starfa þeirra er fremur getið í
sambandi við eldgos, jökulhlaup og aðra æsilega
náttúruviðburði en í sambandi við sín hversdags-
legu viðfangsefni, sem eru síður til þess fallin að
vera meðal forsíðufrétta dagblaðanna. Að vísu
koma ferðalög mjög við sögu jarðfræðinga, en þau
eru yfirleitt ekki erfiðari en svo, að hverjum sæmi-
lega hraustum manni, karli eða konu, séu bjóðandi.
Ég hef átt þess kost að ferðast töluvert bæði í námi
og starfi, og ætla ég að freista þess að segja nokk-
uð frá einni slíkri ferð.
Haustið 1962 efndi Bergfræðideild (Mineralo-
giska Institutet) háskólans i Stokkliólmi, þar sem
ég hef stundað nám, til fræðsluferðar um Italíu.
Aðalmarkmið ferðarinnar var að kynna sér ítölsk
eldfjöll og hverasvæði og aðrar jarðeldamyndanir.
Við vorum 17 þátttakendur í þessari ferð, ýmist
fullfjaðraðir jarðfræðingar eða jarðfræðinemar,
en aðeins þrjú okkar höfðu áður komizt í kynni
við eldfjöll, enda eru engar ungar jarðeldaminjar
í Svíþjóð eða nálægum löndum.
Það má ef til vill spyrja, hvað Islendingur sé
að vilja í önnur lönd til þess að skoða eldfjöll, þar
sem af nógu er að taka hér heima í þeim efnum,
en þá er því til að svara, að fátt er betur til þess
fallið að auka skilning manns á náttúrunni en
samanburður á henni við sjálfa sig. Það er margt
líkt með ítölskum og íslenzkum jarðeldamyndun-
um, en einnig margt ólíkt, og mætti skrifa um
það langt mál, en það verður ekki gert í þessari
ritsmíð, heldur hef ég kosið að segja nokkuð frá
kynnum mínum af mesta eldfjalli Italíu, Etnu á
Sikiley.
Við komum til Sikileyjar siðla dags í september-
lok í þrumuveðri og stórrigningu og héldum til
Kataníu, sem er litil borg, er stendur við rætur
Etnu að sunnanverðu út við Jóníska hafið. Við
gerðum ráð fyrir vikudvöl á Sikiley, og ætluðum
að freista þess að komast á Etnutind á því tíma-
bili. En það getur verið stórviðrasamt í háhlíðum
Etnu, þótt logn og blíða sé við ströndina, og gát-
um við vænzt þess, að bið yrði á gæftum. Við
völdum Kataníu að dvalarstað, vegna þess að hún
er sú borg, er beinast liggur við samgöngum til
Etnu. Auk þess er þar við háskólann alþjóðleg eld-
fjallarannsóknardeild, og veitir henni forstöðu einn
þekktasti eldfjallafræðingur sem nú er uppi, pró-
fessor Rittmann. (Á sinum yngri árum vann hann
að eldfjallarannsóknum hér á landi, einkum i
Mývatnssveit). Hugsuðum við okkur gott til glóð-
arinnar að njóta fræðslu og leiðsögu þessa merka
vísindamanns og samstarfsmanna lians, meðan við
dveldumst á Sikiley.
Er við vöknuðum okkar fyrsta morgun í Kat-
aníu, var óveðrinu slotað og komin sól og blíða, en
okkur var sagt, að allt of hvasst væri í Etnuhlíð-
um, til þess að ráðlegt væri að leita uppgöngu.
19. JÚNl
9