19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 12

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 12
Ákváðum við því að eyða tímanum til þess að kynna okkur sögu Etnu og nánasta umhverfis. Saga Etnu hófst fyrir tæpum milljón árum, í upphafi kvartera tímabilsins. Þá var sjávarbotn, þar sem hún rís nú, og urðu þar gos neðansjávar í líkingu við Surtsgos. Einnig varð landris, og fyrir samspil eldgosa og jarðhræringa reis landið úr sæ. Gosin héldu áfram nú Sem landgos, og landið hélt einnig áfram að rísa, og merki um hinn forna sjávarbotn finnast í um það bil 800 metra hæð yfir sjó. Nú getur að líta þessa mikilvirku sam- vinnu náttúruaflanna, þar sem Etna rís 3290 metra yfir sjávarmál. Hekla þolir engan samanburð hvað hæð snertir. Hún er „ekki nema“ 1491 metri á hæð, en báðar eru stöllur þessar gæddar í ríkum mæli hinni síungu fegurð virkra eldfjalla. Báðar hafa þjarmað að því lífi, sem dirfzt hefur að festa rætur í námunda við þær, en við hljótum að fyrir- gefa þeim misgerðir þeirra, þegar við lítum þær augum. Svo sterkur er áhrifamáttur fegurðar þeirra. Italir hafa ekki síður en íslendingar orðið fyrir margs konar tjóni og óþægindum af völdum eld- gosa. Frægasta og stórkostlegasta dæmið er eyðing Pompeji árið 79 e. Kr. af völdum mikils ösku- og vikurgoss úr Vesúvíusi. Gos í Etnu hafa einnig gert mikinn usla á ýmsum tímum. Geigvænlegar eldsprungur hafa opnazt í hlíðum fjallsins og hafa runnið þaðan glóandi hraunflóð yfir þorp og akra. Gosin verða ýmist í toppi fjallsins eða sprungum, sem opnast í hlíðunum, og eru hlíðarnar þaktar röðum smágíga, sem Italir kalla botteniera, og merkir það hnapparöð á íslenzku. Mesta gos í Etnu, sem sögur fara af, varð árið 1669, og hófst það á jarðskjálfta, sem átti upptök sín í um það bil 600 metra hæð nálægt þorpinu Nicolosi í sunnanverð- um Etnuhlíðum. Opnaðist þar 5—6 km löng sprunga eftir endilangri fjallshlíðinni og hófst mikið gos úr sprungu þessari. Vall þaðan glóandi hraunstraumur, sem færði í kaf á skömmum tíma 8000 manna þorp, en íbúarnir flýðu. Hraunið vall úr sprungunni á mörgum stöðum, og urðu úr þvi þrjár hraunkvíslar, sem æddu áfram niður fjalls- hliðina og kaffærðu á leið sinni tylft þorpa til viðbótar. Hraunflóðið stefndi á Kataníu og náði fljótt borgarmúrunum. Þar var það hindrað í fram- rás sinni um skeið, en múrarnir brustu fyrr en varði undan ofurþunganum, og hluti borgarinnar grófst í hraunflóðinu, sem stöðvaðist ekki fyrr en úti í hafi 300 metra frá ströndinni. Þegar ibúar Kataníu sáu, að hraunflóðið stefndi á borgina, tóku sig til nokkrir framtakssamir borgarar og reyndu að breyta rennsli þess með því að grafa skurð og veita því frá, en þegar íbúum nágrannaborgarinn- ar Paternó varð ljós fyrirætlun Kataníumanna, ótt- uðust þeir, að hraunflóðið myndi kaffæra þeirra borg, ef áformið heppnaðist, og söfnuðu liði og hröktu Kataníumenn á flótta frá skurðgreftinum. Þessi tilraun Kataníubúa er sú fyrsta, sem vitað er um, að gerð hafi verið til þess að hafa áhrif á hraunrennsli, og er það leitt, að Paternóbúum skyldi takast að eyðileggja hana, en hver er sjálf- um sér næstur. Sikileyingar sýna mikla þraut- seigju og þolinmæði í glímu sinni við Etnu. Enda þótt hún eyði þorpum þeirra og ökrum og þeir verði að láta undan síga um stundarsakir, koma þeir alltaf aftur strax og þess er nokkur kostur og hefja nýtt landnám, því að nýr og frjósamur jarð- vegur myndast á skömmum tíma á Etnuhraunum. Etna er ennþá í fullu fjöri, þrátt fyrir þau milljón ár, sem hún hefur að baki, en það er jafnlangur tími og talið er, að maðurinn hafi verið að þróast sem vitsmunavera. Ef til vill á Etna eftir að „lifa“ það, að jafnaldri hennar, maðurinn, sem hún hef- ur drottnað yfir í milljón ár og leikið sér að eins og köttur að mús, nái það langt tæknilega og vits- munalega, að honum takist að beizla krafta henn- ar og neyði hana til að lúta vilja sínum. Hver veit. Gos í Etnu hafa verið tíð og langvinn. T. d. hófst gos í toppi hennar árið 1955, og stendur það enn. Það var meðal annars erindi okkar að skoða þetta gos. Dagarnir liðu hver af öðrum, og á hverjum morgni fengum við þær fréttir, að ekki blési byr- lega þann daginn, og vorum við farin að gerast vondauf um að komast á tindinn, en loksins, að morgni hins fimmta dags dvalar okkar á Sikiley komu boð um, að veður leyfði uppgöngu. Við tók- um í skyndi fram peysumar og anorakana, sem við höfðum verið að rogast með um Italíu þvera og endilanga í steikjandi hitunum vegna þessarar fyrirhuguðu ferðar, nestuðum okkur til tveggja daga og héldum af stað. Ferðin hófst ósköp þægi- lega í stórum og nýtízkulegum rútubíl, og fómm við fljótlega að sækja á brattann. Vegurinn liðað- ist upp fjallshlíðina af einum hraunstraumnum á annan. Ekið var gegnum fjölmörg sveitaþorp og sniglazt milli vínakranna, því að undirhlíðar Etnu eru ræktaðar í allt að 1000 metra hæð. Við sáum fjöldann allan af gígaröðum, sem myndazt hafa við gos á ýmsum timum, þar á meðal gígana frá 10 19. J 0 N1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.