19. júní - 19.06.1964, Page 16
hafa átt jörð og bú á Grænlandi, a. m. k. er það
vitað, að hann varð kyrr á Grænlandi, eftir að
ungu hjónin fluttust þaðan ásamt sínu föruneyti.
Þorsteinn og Sigríður munu hafa farið til Is-
lands á næsta vori eftir brúðkaupið.
Meðal þeirra verðmæta, sem ungu hjónin fluttu
með sér til íslands, var hjúskaparvottorð þeirra. —
Hinn ungi Þorsteinn virðist hafa verið íhugull
maður.
Hann hafði kvænzt erlendis og hefur sjálfsagt
vitað sem var, að ókunn brúður var ekki ævinlega
vel séð í íslenzkum höfðingjaættum. Kannski hef-
ur hann verið minnugur þess, hverjar móttökur
Guðríður kona Þorfinns Karlsefnis fékk hjá tengda-
móður sinni, er Þorfinnur kom með hana heim,
en móðir hans tók tengdadótturinni með miklum
kulda í fyrstu, svo sem kunnugt er. Þorsteini hef-
ur a. m. k. þótt öruggara að hafa öll sín skilriki
í lagi.
Hann hefur því beðið æðsta embættismann
grænlenzku kirkjunnar, staðgengil biskupsins, að
vottfesta giftinguna.
Þetta hefur hinn fúslega gjört.
Vottorðið hljóðar þannig:
„Þess kennumst eg, séra Indriði Andrésson offis-
sialis á Grœnlandi og eg séra Páll Hallvarðsson,
áð við höfum lýst hjúskaparbandi millum þeirra
Þorsteins Ólafssonar og Sigríðar Björnsdóttur í
heilagri kirkju þrjá sunnudaga, mörgum danne-
mönnum áheyrandi, bœði útlenzkum og innlenzk-
um, var sá engi þar, að nokkura meinbugi vissi
þar uppá, og að það mætti eigi með guðs lögum
saman binda. Og til sannindis hér um settum við
okkar innsigli fyrir þetta bréf, sem gjört var i
Görðum frjádaginn nœsta eftir Magnúsarmessu,
þá er liðið var frá burði vors herra Jesú Kristi,
eitt þúsund fjögur hundrúð og níu ár.“
Það sýnir hyggindi Þorsteins að tryggja sér
skriflegar sannanir fyrir því, að hann hefði kvænzt
að lögum.
Að vísu er ekki kunnugt, að hann hafi átt í nein-
um erfiðleikum fyrst eftir heimkomu sína til ís-
lands. Ekki verður annað séð, en hann hafi hindr-
unarlaust getað setzt að á ökrum. Mjög fljótlega
sér maður einnig, að hann hefur tekizt á hendur
ýmis mannaforráð í sínu héraði, og vegna þess,
hvað tiltölulega lítið er á þau minnzt fyrstu fimm
árin eftir heimkomuna, mun óhætt að álykta, að
þau hafi verið þeim friðsöm og ánægjuleg.
En kringum árið 1413—14 virðist sem farið hafi
að ókyrrast í umhverfi Akra-höfðingjanna. Ástæð-
an er óþekkt. Hvort systkini Þorsteins hafa gert
erfðakröfu á hendur honum, eða — og það er öllu
trúlegra — að þau hafi neitað að viðurkenna börn
Þorsteins og Sigríðar sem réttmæta erfingja þeirra,
þar sem þau hafi verið gefin saman erlendis og
enginn af ættingjum Þorsteins hafi verið viðstaddir
— en um þetta verður ekkert sagt með vissu. Að
síðustu gæti manni dottið í hug, að þau hafi hrein-
lega dregið í efa réttmæti hins grænlenzka hjú-
skaparvottorðs.
Hvað sem valdið hefur, er eitt víst, að Þorsteinn
hefur fundið sig knúðan til að stefna til Akra þeim
íslendingum, sem viðstaddir voru lýsingar og brúð-
kaup hans og Sigríðar á Hvalsey forðum.
Þeir staðfesta það með eftirfarandi yfirlýsingu:
„öllum mönnum þeim er þetta bréf sjá éður
heyra, senda Brandur Halldórsson, Þórður Jör-
undsson, t>orbjörn Bárðarson og Jón Jónsson,
kveðju guðs og sína, kunnugl gerandi þá er var
frá hingaðburð vors herra Jesú Kristí eitt þúsund
fjögur hundrúð og átta ár, vorum vér hjá, sáum
og heyrðum í Hvalsey á Grænlandi, sunnudaginn
næstan eftir krossmessu um haustið, að Sigríður
Björnsdóttir giftist Þorsteini Ölafssyni, með ráði
og samþykki Sæmundar Oddssonar frænda síns,
svo og eigi síður vorum vér fyrrnefndir menn
nœr í sama stað og dag, að áðurnefndur Þorsteinn
Ólafsson festi fyrrgreinda Sigríði Björnsdóttur sér
til eiginkonu að guðs lögum og heilagrar kirkju.
Og til sanninda hér settum vér fyrrnefndir menn
vor innsigli fyrir þetta bréf, gjört að ökrum í
Skagafirði, frjádaginn næstan fyrir Hallvarðs-
messu anno domini 1414“ (15.maí).
Að sjálfsögðu er gerður greinarmunur á festum
og brúðkaupi, en þó virðist, sem þessar tvær at-
hafnir hafi fram farið „í sama stað og dag“. Stund-
um gátu festarsamningar dregizt á langinn. Það
þurfti jafnan að hafa gát á öllum formsatriðum
og samningarnir gengu kannski ekki ævinlega eins
og í sögu. 1 vitnisburði Indriða Andréssonar er
látið í það skína, að hin „mörgu, bæði útlenzku
og innlenzku“ vitni, sem gáfu yfirlýsinguna um
að þeim væru ekki kunnir neinir þeir meinbugir,
er hindrað gætu ráðahaginn, hafi verið yfirheyrð-
ir og aðspurðir, áður en samningar voru gerðir.
Ekkert hefur því reynzt því til fyrirstöðu, að fest-
ar og vígsla gætu farið fram samtímis.
Á Ökrum líða aftur nokkur ár. Enginn virðist
ónáða fjölskyldulíf höfðingjans, sem þar situr.
14
19. JÚNl