19. júní


19. júní - 19.06.1964, Síða 18

19. júní - 19.06.1964, Síða 18
1 skjalasafni Skálholtsbiskupsdæmis frá árinu 1625 má finna heimildir fyrir því, að þessi vott- orð eru þá enn til, er það staðfest af Oddi biskupi Einarssyni, en hann segir: „Þessi þr/ú bréf eru skrifuS á bókfell með gam- alli skrift, þó órasuráða (óskemmd) og öll saman- slungin og meS fjórum hangandi innsiglum, en firnmta var bráikáS, þá vér lásum þau í Skálholti 20.ágúst anno 1625, hver bréf þá voru hjá Árna Oddssyni, sem þái var Skálholts ráSsmaSur. Oddur Einarsson meS eigin hendi.“ Sagan, sem svo duttlungafullt og stopult segir frá hinu víðfræga brúðkaupi Þorsteins og örlögum síð- ar, gefur okkur þó vísbendingu um samband milli hans og hvítabjarnarins í skjaldarmerki Grœn- lands. Árið 1427 hafði Eiríkur kóngur af Pommern gert Þorstein að hirðstjóra yfir Islandi ásamt um- boðsmanni konungs á norður- og vesturlandi. 1 annálum er þess getið, að árið 1432 hafi hann enn haft á hendi lögmannsembættið. Böm hans og Sigríðar fengu orð fyrir að vera fríð sýnum, stórlát og vel gefin. Ein af dætrum þeirra, Kristín, kölluð Akra-Kristín, giftist Torfa Arasyni, sem var af Kristjáni I. skipaður hirðstjóri yfir fslandi. Þegar þetta gerist hefur Þorsteinn sennilega ver- ið genginn til feðra sinna, en þó engan veginn gleymdur. Er konungur óskaði að aðla Torfa Arason og til orða kom valið á skjaldarmerki hans, hefur þeim vafalaust orðið hugsað til brúðkaups Þorsteins á Grænlandi. — Skinn hvítabjarnarins, sem jafnan hafði verið álitin verðmætasta útflutningsvara Grænlands og hefur án efa prýtt bekkina i skál- anum á ökrum — en mynd hvítabjarnarins varð fyrir valinu á skjaldarmerki hinnar nýbökuðu að- alsættar — og þar heyrir maður í fyrsta sinn get- ið um hvítan bjöm á bláum feldi, sem nú prýðir skjaldarmerki Grænlands. — Aldir liðu, þar til Grænland gerði þetta skjaldarmerki að sínu. Anna GuSmundsdóttir þýddi. Vor í heiðardalnum Nú er breytt um svip og sviS, sólskin heitt og margt aS vinna. Blómaskreytta brekku viS bezt er þreyttum hvíld aS finna. Morgunsólin gyllir grund, glitrar um hóla döggin tœra. Eg vil róla úti um stund, eiga skjól í dalnum kæra. ASrir sofa sœtt og rótt, í sínum stofum drauma bíSa. Fer ég ofan undur hljótt, árdags lofa skartiS fríSa. Árla stend ég út í hlíS. unaSskenndir hugann vekja. Geisla sendir sólin blíS, sárar lendur gröSri þekja. Enn þó liggi í fjöllum fönn, fuglar tryggir dalsins leita, hreiSur byggja í óSaönn, ungum tryggan bústáS veita. Vetrarkífi vaknar af vorsins líf um IslandsbyggSir, fuglar svífa salt um haf, sérhvern hrífa þeirra tryggSir. Eg hef bundiS ást og tryggS alla stund viS heiSardalinn, enga fundiS fegri byggS þó frjórri grund sé víSa talin. SigríSur Beinteinsdóttir, HávarsstöSum. Þorsteinn Ólafsson var lögmaður sunnan og austan 1421 —1435. 1 Isl. æviskrám, V. b. bls. 224, er Þorsteinn sagður sonur Ólafs helmings Þorsteinssonar lögmanns, en kona hans, Sigríður, dóttir Björns Brynjólfssonar, er átti Akra í Skagafirði. Þorsteinn hefur því eignazt jörðina í gegnum tengdir, en ekki erfðir, eins og gert er ráð fyrir í greininni. Einnig er þess getið á sama stað, að hann hafi 31,des. 1419 verið tilnefndur ásamt fleirum af Jóni Hólabiskupi til að dæma um Vallholt í Skagafirði, sem Ástríður Jörundardóttir hafi gefið að Hólum í próventu með sér (Dipl. Isl. Safn II, bls. 809). — Aths. þýS. 16 19. JÚNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.