19. júní - 19.06.1964, Síða 20
bömunum, sem oftast var aðeins mjólkurvellingur.
Bömin vom tvö ung, piltur og stúlka; þau komu
aldrei í eldhúsið til okkar, en lágu oft á gluggan-
um og horfðu inn, þegar þau voru að leika sér
fyrir utan, því eldhúsið var í kjallaranum í höll-
inni. Sonurinn varð seinna óðalseigandi.
Við þurftum aldrei að sjá um morgunkaffi eða
kvöldkaffi handa fyrirfólkinu; það gerðu aðrir í
eldhúsi, sem var á hæðinni fyrir ofan. Þar var
einnig þveginn upp borðbúnaðurinn og geymdur
milli máltíða.
Hofmeistarinn kom á hverjum morgni fyrir há-
degi og skrifaði upp í bók matseðil dagsins, eftir
fyrirsögn Þóm Pálsdóttur; fór síðan og sýndi hann
Maríu prinsessu, ef hún skyldi vilja gera einhverj-
ar breytingar, en það gerði hún aldrei, nema ef
hún bætti einhverjum aukarétti inn í vegna gesta.
Hún treysti matráðskonu sinni fullkomlega. Sem
dæmi um það, að Þóra Pálsdóttir var þess trausts
verðug, má geta þess, að prinsessan var katólsk og
mátti því ekki borða kjöt á föstunni. Þóra Páls-
dóttir lagði ríkt á við mig að setja ekkert, sem kjöt-
bragð væri að, í mat hennar þennan tíma. „Ég
má ekki bregðast henni með það, sagði Þóra Páls-
dóttir, því hún treystir mér mjög vel.“
Við þurftum að sjá um tvær máltíðir á dag, kl.
hálfeitt var aðeins óbreyttur matur, en kl. hálfsjö
var aðalmaturinn, þá var fjórréttað: súpa, fiskur,
kjöt og eftirmatur. Allur bakstur fór lika fram í
eldhúsinu niðri. Ég varð að sjá um, að alltaf væri
til smjördeig, en með kaffinu var aðeins bökuð
ein tegund; það voru smákökur, kallaðar sírenu-
kökur, og er uppskriftin þessi: Jafnt af sykri, smjöri
og hveiti, deigt með eggi og hnoðað í lengjur, skor-
ið í þykkar sneiðar og hálfri möndlu þrýst á
hverja köku.
Um fjögur-leytið dag hvern átti Þóra Pálsdóttir
nokkra frístund, annars var hún óslitið að störfum
í eldhúsinu. Þá drukkum við saman kaffið í henn-
ar stofu, en hún hafði tvö herbergi fyrir sig inn
af eldhúsinu. Það var ósvikið kaffi — og þar var
ekki rótin í!
Þarna sat ég líka, þegar tóm gafst, og skrifaði
uppskriftir að öllum réttum, sem ég lærði að búa
til, en þvi miður glataði ég bókinni, þegar hús
okkar brann í Borgarnesi; það var margt, sem
þá fór.
Aðeins einu sinni fékk ég að koma upp á efri
hæðina, en Þóra Pálsdóttir vildi, að ég fengi að
sjá, hvernig lagt væri á borðið í matsal fyrirfólks-
ins. Þegar ekki voru gestir, var aðeins lagt á borð
fyrir fjóra: Hjónin, elzta son þeirra, Áka, og einn
æskuvin Valdimars prins, er var þar heimilis-
maður.
Á borðinu var hvítur hördúkur, postulínið hvítt
með rauðri rönd, og ekki annað borðskraut en
bleikur borði, sem slöngvaðist eftir endilöngu borð-
inu utan um blómakörfu og kertastjaka, en einu
blómi stungið í hvert brot á borðanum.
Ég get ekki sagt, ég sæi nokkurn tíma Valdemar
prins. En það var föst regla, að á hverjum degi
milli þrjú og fjögur gekk hann út með föður sín-
um, Kristjáni IX., og þá sáum við þá svona upp
að miðju, en lengra ekki, þegar þeir gengu fyrir
kjallaragluggann. Ég vissi ekki, hvernig hann var
í sjón.
Uppáhaldsmatur Valdemars var baunir, einnig
þótti honum ákaflega góður mergur. Voru keypt-
ar handa honum merghnútur úr nautgripum. Þær
voru soðnar, og góðgætið borið fyrir hann í hnút-
unni og vafið um hana servíettu. Það segi ég satt,
að ég öfundaði hann af margri hnútunni, sem
hann fékk.
María prinsessa, kona Valdemars, var af frönsk-
um ættum. Hún var ákaflega greiðug kona og
hjartagóð, mátti ekkert aumt sjá. Margir notuðu
sér af því og betluðu í höllinni; einkum voru sum
bömin í nágrenninu ágeng og komu oft. Þau voru
jafnan send niður í eldhús til okkar að fá eitthvað
í svanginn, og urðu stundum nokkuð mörg yfir
daginn. Ef þau sáu Maríu úti á gangi, voru þau
vön að ganga til hennar og segjast vera svöng. Var
nafna mín stundum hálfleið yfir þessum átroðn-
ingi, þvi hún sagði, að þetta væru alls ekki fátæku
bömin, sem komu að sníkja, heldur þau freku.
Faðir Maríu sendi henni jafnan eitthvert eyðslu-
fé, og varði hún þvi mikið til gjafa. Fyrir hver jól
sendi hann henni meðal annars sextíu gæsir og
var henni uppálagt, að láta allt þjónustufólkið fá
sína gæsina hvert, og voru þá ekki margar eftir.
Þóra Pálsdóttir hafði þama þau fríðindi að mega
taka ungar stúlkur og kenna þeim matreiðslu. Vildi
hún gjarnan fá íslenzkar stúlkur, ef hún átti þess
kost. kennslan kostaði 75 kr. á mánuði, og átti
hún það sjálf. Hún mátti einnig ráðstafa matar-
leifum, sem afgangs urðu á kvöldin. Þannig fæddi
hún einn drykkfelldan frænda sinn, Nikulás að
nafni. Einnig sendi hún á hverju hausti mat í
sekkjatali til Magnúsar í Pálsbæ, er mun hafa
verið bróðir hennar. Mér leyfði hún líka alltaf að
18
19. JÚNl