19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 21

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 21
taka með mér af einhverjum réttinum og færa Guðmundi og Halldóri, bróður mínum, en þeir bjuggu þá saman og höfðu fæði hjá sjálfum sér, svo það kom sér aldeilis vel að fá svona kræsing- ar, enda biðu þeir ævinlega með að borða kvöld- matinn, þangað til ég kom. Eldhússvuntur okkar voru ósniðnar, aðeins af- langt stykki úr hör, eins og breitt handklæði, og hnýtt að aftan. Ég fékk nýtt Stykki á hverjum morgni, en ef ég óhreinkaði þær lítið, fékk Nóra þær næsta dag. Nóra var búin að vera þarna lengi. Hún hafði það starf að þvo alla potta og pönnur, sleifar og önnur áhöld. Hún var krypplingur og var orðin roskin. önnur stúlka ung var líka við matreiðsluna, kölluð jómfrúin. Ég tel mig ákaflega heppna að hafa notið til- sagnar Þóru Pálsdóttur; hún var trú og vönduð og bar virðingu fyrir starfi sínu og kenndi öðrum það líka. Ég hef húið að því alla mína ævi að vera und- ir handleiðslu hennar þennan tíma og ég lield ekki, að henni hafi fallið neitt sérlega illa við mig heldur. Hún lét þá ósk í ljós, að hana langaði til að fá að deyja heima á Islandi, en ekki fékk hún þá ósk uppfyllta. Síðustu árin var hún alveg farin að heilsu. Það var víst ekki meining hennar, þegar hún fór unglingur til Jóns Sigurðssonar, að kveðja landið fyrir fullt og allt, þótt sú yrði raunin á. Sumir fara alfarnir, þótt þeir ætli sér það ekki. Og svo var með Þóru mína Pálsdóttur. Hún var mæt kona. Blessuð sé hennar minning.“ Fífusund Ógn er hún falleg fífan fannahvít, létt og mjúk. Sundið er allt á iði við allra minnsta fjúk. 1 blævindi sveigir og beygir hún bjarthœrða kollinn sinn eins og stúlka í Austurstrœti uppgreidd méS bros um kinn. En fáir gefa henni gætur nú gleSur hún engan meir í fyllingu tímans hún fölnar fellur aS moldu og deyr. Einu sinni átti þó margur erindi í sundiS hér hvert barn sem af bæ gat komizt bar hana í höndum sér. Jafnrétti - misrétti Framhald af bls. 8 látna, en börn % hluta. Ef engir niðjar eru á lifi, tekur maki % hluta arfs, en foreldrar j/3. Hjónin liafa sama rétt til að ráðstafa allt að 1/3 hluta eigna sinna með erfðaskrá, og hefur laga- legur umráðaréttur eiginkonu (maka) í lifanda lífi ekki áhrif á þann rétt. Erfðalögin líta þannig al- veg framhjá því misrétti, sem hjónum er búið með öðrum lögum, sem grípa inn i fjármál þeirra. Jafnrétti erfðalaganna, sem gilt hefur í megin- atriðum í meira en hundrað ár og þykir sjálf- sagður hlutur, ætti að verða fyrirmyndin við breytingar á lögum um fjármál hjóna, lögum um tekju- og eignarskatt, svo og lögum um útsvör. Þá yrði stigið stórt spor frá misrétti til jafnréttis. Er hún amma sig lagSi ömmunni sinni hjá fátt var eins mjúkt og fífu- koddi aS sofna á og beint mátti bágindi kalla í búi undir veturinn ef enginn var fífukveikur í kotinu, drottinn minn! Þegar flest sem lifSi, undir fargi fanna og skammdegis lá þáS var IjósiS hennar sem lýsti landinu okkar þá. Ögn er hún falleg fifan. Petra Pétursdóttír. 19. JÚNl 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.