19. júní


19. júní - 19.06.1964, Side 28

19. júní - 19.06.1964, Side 28
inn á prikið. Þá var gengið vel frá endanum og þyrillinn fullgerður. Þegar litil mjólk var á bæjum, einkum á vetr- um, var þyrillinn óspart notaður. Að mjöltum loknum var kýmytinni hellt í kollu, meðan hægt var að „festa í“ seitlinum, þ. e. meðan unnt var að hreyfa þyrilinn í, væta hann í lögginni. Þá var þyrlinum dýft í og snúið sem hraðast fram og aft- ur, án afláts milli lófanna. Við þetta þeyttist ný- mjólkin í þétta, stífa froðu, sem skipt var út á ask- ana í stað mjólkur. Skyrhræran í askinum hefur óneitanlega verið lystugri með flautunum en alveg útálátslaus, en ekki þóttu flautirnar vera undirstöðumatur, enda var þess ekki að vænta. f því sambandi mætti rifja upp gömlu vísuna hans sr. Jóns á Bægisá: Margur fengi mettan kvið, má því nærri geta, yrði fólkið vanið við vind og snjó að éta. Fóstra mín sagði mér, að amma mín hefði lengst allra húsmæðra þar um slóðir hrært flautir. Hún var fátæk, en hagkvæm og lagin á að gera gott úr litlu, enda ólu þau afi og amma upp mörg börn án þess að þiggja af sveit. Afi og amma bjuggu á harðbalakoti, Skjögrastöðum í Skógum. Fóstra mín ólst upp á Brekku í Fljótsdal, og sagði hún mér, að fólkið frá Brekku hefði farið yfir í Skjögrastaði til að sjá hrærðar flautir og bragða þær. Ég heyrði hana segja, að skilvindufroða væri mjög lík flaut- um. Þegar ég kom inn til móður minnar með mjög kaldar hendur, sagði hún: ,:,Ég skal hræra flaut- ir.“ Sagði hún mér þá að rétta upp aðra höndina, teygja þumalfingur fram og láta hina finguma mnlykja hann, gera höndina sem sívalasta. Tók hún þá mína sárköldu hönd milli sinna beggja og sneri henni eins og þyrli um stund. Leið þá ekki á löngu að líf færðist í fingurna. Svo gerði hún hinni sömu skil. Fylgdi svo venjulega brýning um, að ég ætti að harka af mér, en ekki hlaupa inn, þótt mér kólnaði á fingrunum. Kenndi hún mér þá að berja mér, svo ég gæti bjargað mér sjálf, ef mér yrði kalt. Hef ég nú kynnt þyrilinn fyrir unglingunum, sem kaupa nú rjómaís fyrir alla þá aura, sem þau geta leynt fyrir foreldrum sínum að þeim hafi áskotnazt, ekki samt af þeim ástæðum, að þau þurfi að fá „mettan kvið“, heldur sér til sælgætis. Þvcgillinn. Þvegillinn var stuttur spaði úr góðri spýtu, stundum hertur og svertur í sortulyngslit. Hann var tegldur til að ofan eins og hvert annað spaða- skaft, en breiði endinn var boraður með fjórum gataröðum. I götin var dregið gróft hrosshár, helzt taglhár, og skúfunum þrýst sem fastast inn í götin. Þannig var þvegillinn þakinn hári líkt og bursti. Þá var hann klipptur til og hafður til að þvo með ílát, bakka, trog, strokk, kollur og kirnur. Viðjan. Viðjunni var ætlað sérstakt hlutverk. Viðjan var blátt áfram limaprúð fjalldrapahrísla, sem höfð var til að hræra sundur mjöl og grjónahveiti með, sem þá var sáldað þurru út á pottana. Var mjöl- inu dreift úr vinstri hendi, en dablað í með viðj- unni. Þetta var þeytari gömlu húsmæðranna, sótt- ur rakleitt út í móana, og kostaði ekki annað en að sækja hann. Oft bað matseljan smalann að rífa sér í vönd, eða sjá sér út snotra og handhæga viðju. Var sá greiði launaður með góðum spæni eða bita, því að fátt kom smalanum betur en eitthvað ætt. Vandaragi. Frá ómunatíð, allt fram á daga afa okkar, sem nú lifum, fór fram hirtingarathöfn i hlóðaeldhús- unum gömlu, sem stundum var pynding. Þetta var hinn illræmda hýðing, meiri háttar hýðing, sem beitt var einkum, ef mikils þótti við þurfa, eða kannski sannara sagt, ef hirtandinn reiddist svo, að honum þótti ekki venjuleg flenging nægja og leitaði bræði sinni svölunar á þennan hátt. — Sá seki var þá hrakinn fram í hlóðaeldhús, fram að keytukerinu. Þar næst var hann strýktur með eldhúsvendinum, sem við og við var dýft i keyt- una. Seinna hvarf svo þessi ribbaldaháttur smátt og smátt, sem einu gilti, því engan mun vandaraginn hafa betrað. Gamalt máltæki sýnir, að foreldrum hafi þá verið talið skylt að aga börn sín með vendi. Að öðrum kosti þóttu menn ekki sómasamlegir uppalendur, ekki þeim vanda vaxnir, að skila þjóð- félaginu siðprúðum þegnum. Þetta er rétt að hafa í huga, áður en við dæmum strangt áa okkar og ömmur, frá kyni til kyns. Þeim var innrætt, að „enginn yrði óbarinn biskup“, og talið skylt að hegða sér samkvæmt því. GuSfinna Þorsteinsdóttir. 26 19. JtJNl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.