19. júní


19. júní - 19.06.1964, Side 30

19. júní - 19.06.1964, Side 30
vél er aðeins hægt að taka eitt til tvö eintök í einu og háði því sífelld vöntun bóka mjög starf- semi skólans. Það var ekki fyrr en árið 195/ að blindrafélög- in eignuðust fjölritarann, en hann er gjöf frá Lyons-klúhbunum í Reykjavik. Við það ger- breyttust öll viðhorf til bókagerðar. Frá sama tíma hefur ríkisstjómin einnig veitt nokkurn styrk til þessarar starfsemi. Nú eru hér ritaðar allar bækur fyrir blindra- skólann og auk þess alls konar bækur um fjöl- breytt efni, svo sem kvæðabækur, skáldsögur, fræðirit o. fl. Lesið er inn á segulband og síðan fjölritað eftir þeim upplestri. Hraðinn við ritun blindraletursins er álíka og meðal vélritunarhraði. Þegar minnzt er á segulband, kemur manni í hug, hvort ekki muni segulbandsupptökur útrýma blindraletursbókum í náinni framtíð. Við fáum að vita, að reynslan hefur þegar sýnt, að þótt hljóðritaðar bækur séu að mörgu leyti auðveldar í notkun og handhægar, þá útrými þær ekki rituðu máli, þær gefa aðeins fleiri blindum kost á því að njóta bóka. Margur nýtur þess bet- ur að lesa sína bók í einrúmi en láta lesa fyrir sig af segulbandi og auk þess hefur þekking á blindraletrinu og æfing í notkun þess þann ómet- anlega kost í för með sér, að hinn blindi getur lesið, það sem hann sjálfur hefur skrifað. Þannig getur hver, sem á blindraleturs-ritvél, skrifað sér til minnis, hvað sem er, og flett því upp, þegar hann þarf á því að halda. Er þá ekki erfitt að læra letrið? — Reynslan sýnir, að því yngri sem börn hefja lærdóminn, þeim mun léttara veitist þeim það. Aukinn les- hraði kemur með æfingunni, og getur sá, sem vanur er letrinu, lesið álíka hratt og meðal-les- hraði sjáandi manns á bók. En það geta fleiri lært að lesa blindraletrið en böm og unglingar, og Rósa sýnir okkur bréf frá Aðalheiði Albertsdóttur, kennara á Akureyri, sem lærði blindraletrið eftir að hún var komin á áttræðis aldur. Þykir okkur frásögn hennar svo merkileg, að við fáum leyfi til að birta hana hér: „Fyrir fimm árum missti ég lessjón. ÞáS var mér mikiS áfall, því aS góSar bœkur hafa frá því ég var barn og hafSi lœrt aS lesa, veriS mínir beztu vinir. I nœr tvö ár gat ég ekkert lesiS. Af og til var aS brjótast upp í huga mínum, hvort ég œtti aS reyna aS lœra blindraletur, en var hrœdd um, aS ég vœri orSin of gömul. Loks afréS ég aS reyna þaS, fór til Reykjavíkur, lalaSi viS Þór- stein Bjarnason og sagSi honum, aS ég hefSi áhuga á aS lœra blindraletur. Einnig sagSi ég honum, hve gömul ég voeri. Þá var ég 72 ára. Hann hvatti mig eindregiS til aS hefjast handa, og sagSist skyldi koma mér í samband viS Einar Halldórsson blindrakennara. Ég byrjaSi aS lœra í janúar 1962. ÞaS gekk nokkuS erfiSlega fyrst, fingurnir voru ekki nógu nœmir. En smátt og smátt þjálfuSust þeir og letriS varS mér skýrara. Eftir þrjá mán- uS var ég orSin sjálfbjarga. Ekki hraSlœs í fyrstu, en meS œfingunni hefur hraSinn aukizt. Nú hef ég alltaf nóg aS lesa. Bækurnar fæ ég frá bókasöfnum Blindrafélagsins og Blindravina- félagsins. Eg vil eindregiS ráSa þeim, sem hafa orSiS fyrir því aS missa lessjón, aS lœra blindraletur. ÞaS mun enginn sjá eftir því, þótt hann þurfi aS leggja á sig dálítiS erfiSi í tvo til þrjá mánuSi.“ Með þessum orðum hinnar öldruðu konu ljúk- um við þessari kynningu á blindraletrinu og þvi merkilega starfi, sem Rósa Guðmundsdóttir vinn- ur við gerð blindraletursbóka. _ , NÓTT Á ETNU Framhald af bls. 12 að ræða. Hérna geisa oft þrumuveður, en mér finnst það afsakanlegt, þótt mér detti ýmislegt i hug á slíkum stað. Þegar við komum á fætur næsta morgun, var jörð alhvít langt niður eftir hlíðunum. Hafði snjó- að um nóttina í ósköpunum. Þoka hvíldi enn á toppinum, og var talsvert hvassara en daginn áður og ekki talið ráðlegt að freista uppgöngu á nýjan leik. Lögðum við því af stað niður, og kusu allir fremur að ganga. Kannski hefur fleirum orðið órótt í lyftunni en mér. Snjórinn breyttist fljótlega í krap, og brátt var hann horfinn. Við fundum, hvemig hlýnaði við hvert skref, sem við þokuð- umst neðar. Fyrr en varði vorum við komin niður í hita- svækjuna í Kataníu og skoluðum af okkur ferða- rykið í svalandi Miðjarðarhafinu, sem aftur var orðið blátt. Yfir okkur drottnaði sem fyrr Etna, en nú var hún ekki lengur ókunnugt fjall í fram- andi landi, heldur hluti af okkur sjálfum, því að enginn verður samur maður aftur, sem Etnu gistir. 28 19. JtJNl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.