19. júní


19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1964, Blaðsíða 32
Védís Jónsdóttir frá Litluströnd var fædd að Arnarvatni í Mývatnssveit 12. janúar 1885, dáin 7. júní 1963. Foreldrar hennar voru hjónin Jakob- ína Pétursdóttir frá Reykjahlíð og Jón Stefánsson af Skútustaðaætt. Komu þar saman merkir ætt- stofnar, sem um langt skeið hafa verið miklir ætt- stuðlar merkilegra ætta á landi hér. Faðir Védísar var alþjóð kunnur undir rithöfundarnafninu Þor- gils gjallandi. Samband hans við þessa gáfuðu dótt- ur má að nokkru skynja í grein, sem birtist í „19. júní“ 1958 og nefnist Bréf til Védísar. Hún var ein af þeim fáu manneskjum, sem ég hef þekkt á langri ævi, sem manni þótti ósjálfrátt vænt um við fyrstu kynni. Hún var svo hrein og björt, að manni fannst, að ekkert dimmt eða skuggalegt gæti þróazt í návist hennar. Ung að árum var Védís sett til mennta, bæði utan lands og innan, og stund- aði hún kennslu í hússtjórn og fleiri fræðum í sveitum Suður-Þingeyjarsýslu. Hún var í marga áratugi formaður Kvenfélags Mývetninga og í stjóm Sambands þingeyskra kvenna. Beitti sér fyr- ir stofnun Alþýðuskólans á Laugum, og að því er ég bezt veit, sótti hún landsfundi K.R.F.Í. frá byrjun, og lagði þar jafnan gott til mála. Árið 1922 giftist Védís Jóni Sigurðssyni af Skútu- staðaætt og eignuðust þau eina dóttur, Jónu, er giftist frænda sinum, Stefáni Sigurðssyni, og búa þau að Vogum í Mývatnssveit. Þar dvaldist Védís jafnan á sumrin, á meðan henni entist heilsa. Að- eins einu sinni auðnaðist mér að hitta Védísi á heimili dóttur hennar í Vogum. Þá flugu mér í hug Ijóðlínur Guðmundar Friðjónssonar: ,.Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett,“ og þó. — Ég er viss um, að Védís elskaði landið allt, en eng- um, sem ah’nn er upp í Mývatnssveit, er hægt að leggja það til lasts, þó að þeir elski „þennan blett“ umfram allt annað. Hún var svo geislandi björt og kát í þetta sinn, að ég minnist ekki að hafa séð hana slíka öðru sinni. Til æviloka mun ég vera þakklát fyrir að hafa kynnzt Védísi frá Litluströnd. Á 50 ára afmæli K.R.F.I. var Védís kjörin heið- ursfélagi i þakkar skyni fyrir störf hennar að fé- lagsmálum. GuSrún Reykholt var f. 8. apríl 1885, d. 7. júní 1963. Foreldrar hennar vom síra Guðmundur Helgason, prófastur í Reykholti, og kona hans Þóra Ásmundsdóttir prests í Odda. Ung fór hún utan og nam tónlist og tungumál í Kaupmanna- höfn. Síðar stundaði hún skrifstofustörf í Berlín. Þegar Ríkisútvarpið tók til starfa árið 1930 var Guðrún ráðin þangað og falin störf í tónlistar- deildinni, og þar vann hún til ársins 1957, er hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Um hana látna skrifaði samstarfskona hennar í 23 ár á þessa leið: „Guðrún var sérstakur persónuleiki og ein af þeim minnisstæðustu samferðamönnum, sem ég hef átt leið með. Hún var mjög gáfuð og hámenntuð, heil- steypt og sönn, sú, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. Umhyggja hennar og samvizkusemi gagn- vart starfinu var með eindæmum. Starf hennar við Ríkisútvarpið verður seint metið, en svo mun fara um flesta þá, sem vinna störf sín í kyrrþey. . . . Hún hafði yndi af því að ræða um dýpstu rök tilverunnar, og minnist ég þeirra stunda með þakk- læti. Þá ekki síður, er hún tók gítarinn í vinahópi og söng með okkur. Hún hafði fallega sópranrödd, og vil ég segja, að hún var hrókur alls fagnaðar, þegar því var að skipta.“ HallfriSur Brynjólfsdóttir hjúkrunarkona var f. 29. febr. 1892 i Broddanesi i Strandasýslu, d. 18. júní 1963. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Jóns- dóttir og Brynjólfur Jónsson bóndi á Broddadalsá. Maður hennar var Jón Grímsson bankafulltrúi, og eignuðust þau tvö börn. Hallfríður fór til Kaup- mannahafnar árið 1917 til að nema hjúkrunarstörf, og er það haft á orði, að hún eftir eins árs nám bauðst til að taka næturvaktir á Kommune-sjúkra- húsinu, þar sem hún stundaði nám, þegar spánska veikin geisaði í Kaupmannahöfn árið 1918. En þessar næturvaktir hliðruðu flestir sér við að taka, 30 19. JÍTNl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.