19. júní


19. júní - 19.06.1964, Page 34

19. júní - 19.06.1964, Page 34
SigríSur Einars frá MunaSarnesi. Maríatta, hin siðprúðasta allra meyja, hefur gleypt ber (marja), orðið þunguð og alið svein- harn í hesthúsjötu, þar sem hún leitaði athvarfs, eftir að vera hrakin úr foreldrahúsum sakir meintr- ar ósiðsemi. Sveinbarnið hverfur svo frá henni, en finnst aftur í feni einu. öldungurinn Virokannas er fenginn til að skíra hamið, en færist undan: „Ei vil ég skíra arman króga, eða vígja tötrabarnið, fyrst skal prófa pilt að lögum, prófa og síðan fella dóminn.“ Þeir munu vera færri, sem vita það, að þegar Karl ísfeld andaðist frá ólokinni þýðingu sinni á Kalevalaljóðum, kom það í hlut konu að ljúka verkinu. Það var Sigríður Einars frá Munaðar- nesi, sem þýddi hluta af seinna bindi Kalevala. Fórst henni það vel úr hendi. Ritdómari einn lét svo um mælt, að ekki yrði séð, hvar hún tók við. Kafli sá, sem hér fylgir, er úr Kalevalaþýðingu Sigriðar' H. B. B. -K-K-K-»c-K-K->cK-K-K-»(-K-K-K-*(-K-K-K-K-K-K-K-»(-K-K->e-K-K-*t-K->c-*c-K-K.K-K-K-K-K En hver skal dæma dreng svo smáan, dóminn fella og prófið halda? Aldni væni Vainamöinen, vitringurinn eðalborni, hann skal koma og halda prófið, hann skal síðan dæma sveininn. Aldni vitri Vainamöinen viðbragðsfljótur kvað upp dóminn: „Sé í forarsíki fundinn sveinn og getinn af jarðarberi, skal hann orpinn sverði svörtum, settur undir berjalyngið, eða sökkt i fúafenið, fleini kljúfa höfuðbeinið.“ Fjórtán nátta sveinninn svarar, svarar fullum rómi þungum. „Gamalmenni grár og lotinn, gulur, ellihrumur þulur, harður er þinn dauðadómur, dæmdur mér án neinna saka. Sauri varst þú eigi ausinn eða sökkt í fenið dökkva, höfuðkúpa ei klofin sundur né kylfu slegið höfuðbeinið, þótt hin verstu verk þú ynnir, varst ei heldur sekur dæmdur, er burt þú flæmdir barn frá móður, barnið þinnar móður ginntir eigin höfði að halda mættir, höfuðlausnin þín var barnið. 32 19. JfjNÍ

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.