19. júní


19. júní - 19.06.1964, Síða 35

19. júní - 19.06.1964, Síða 35
Ei var þér á æskudögum ofan sökkt í fenið dökkva, er þú svanna ungan tældir, og í heljardjúpið sökktir, niðri í hafsins dimmu dölum dauða kvalafullan beið hún!“ Af Virokannas vatni ausinn var nú ungur sveinn og krýndur konungs til í Karjalana, konungs til og alvalds drottins. Aldni væni Vainámöinen varð þá reiði og harmi sleginn, reikaði einn til auðrar strandar úthafs, þar sem bylgjur hrannast, settist niður kvæði að kveða, kveðjusöng að lokinni göngu. Ljóðafley úr gulli gerði, gerði úr eiri skipið trausta, stóð þar beinn við stjórnarvölinn, stýrði sínum dýra knerri, hratt frá landi og hljóma lætur hörpusláttinn — lokaþáttinn: „Dagar rísa, renna að kveldi, röðull skín og máni lýsir. Lýðir minna söngva sakna. Sampo endurfundinn verði, nýir hörpustrengir stilltir, strengir mínir hljómi lengur. Upp skal máni aftur renna, aftur sól að morgni rísa — hverfi sól og hnígi máni, hverfur gleði fólks í geði.“ Aldni væni Váinamöinen votar slóðir sigldi hljóður, gegnum öldur úthafs kaldar ýrðum drifsjó lcnerri stýrði. För var gerð til fjarra stranda, för var gerð til Utgarðslanda. Yzt við sjónbaug sást hann hverfa, sökkva í heljardjúpið nökkva. týndist meður rá og reiða roðin eiri trausta gnoðin. Eftir genginn óðmæringinn, eftir ljóðaþulinn góða, heyrast löngum hörpustrengja- hljómar gjalla í Suomí. Undrizt ei þótt kveði ég kvæði, kyrjað söng minn hef ég löngum. Nam ég fátt og frama smáan fékk í æsku, því kenndi græsku. Spakleg orð ég ungur lærði öll af vörum fólks og svörum, frá þeim lærðu litt ég heyrði, léttur er malur heimaalins. Kennt var öðrum ungum drengjum, einn var ég kögursveinninn heima, sat hjá móður minni er þráður mjúkur rann úr greip, er spann hún, þegar snerist snælda að kveldi, sneri ég orðum í bragarskorður. Bróðir minn á meðan tegldi mjúkar tágar i spæni smáa. Samt ég heiðar varðaði víða, viði hjó úr troðning skóga, sparn við hrönnum, sporaði fannir, í spor mín senn á eftir renna skáldin ung, er síðar syngja Sólarljóðum fegri óðinn. Götu rudda er gott að rata, greiðfær verður eftirreiðin. Ungar stjörnur upp munu renna, eldar sólar loftið spenna. Sigríður Einars frá MunaSarnesi þýddi. 19. JtTNÍ 33

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.