19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 36

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 36
Tómstundaverkefni barna og ungmenna Ad beidni 19. júní gera þrjár konur hér grein fyrir því hvaÖa tómstundastörf þœr telji œskilegust fyrir börn og ungmenni Gudrún Stephensen Þegar talað er um tóm- stundastarf barna, geri ég ráð fyrir, að þar sé átt við börn á skólaaldri, stálpuð böm og unglinga, verkefni þeirra og áhugamál utan skólatíma. Tómstundastarf er orðið mikilvægur þáttur í lífi fjöldans og gott að ung- menni temji sér þau í æsku af ýmsum ástæðum. M. a. getur verið gott að grípa til þess seinna í líf- inu, þegar skyldustörfin fara að léttast. Fólk get- ur haft ánægju af að safna t. d. eldspýtustokkum eða skeljum í æsku og fræðzt um þá staði, sem hlutirimar koma frá, lagt safnið til hliðar um árabil og endurvakið söfnunina hvenær sem er. Barninu er eðlileg sterk athafnaþörf og löngun til að fást við verkefni fullorðna fólksins. Ætlazt er til, að það læri að umgangast eignir þess með virðingu og þeim oft fyrirmunuð afnot af hlut- unum af hræðslu við að þeir skemmist. Við upp- alendur eigum eftir föngum að láta börnum í té efni og áhöld, sem örva sköpunarþrá þeirra, jafnframt því að kenna þeim að virða gildi efn- anna og þess, sem hægt er að vinna úr þeim. Börn sem búa við eilíf bönn og hafa litla mögu- leika til uppbyggilegra starfa, venjast á iðjuleysi og geta leiðzt út í skemmdarverk einungis vegna skorts á handleiðslu. Við verðum að reyna að veita þessum unglingum, sem eru að alast upp í asa borgarlífsins, möguleika, þótt smáir séu, til að una við verkefni heima og hvetja þá til að leggja rækt við þau verkefni, sem þeir sýna áhuga á og beina kröftum sínum að þeim. Þau geta verið fjölbreytt, söfnun og flokkun á ýmsum hlut- um, myndataka, reiðhjólaviðgerðir, teikning eða hljóðfæraleikur, mótun úr leir. Efnin láta ekki undan til að gefa hugmyndunum form fyrr en unglingurinn hefur þjálfað sig í þeirri tækni, sem ber árangur. Hann sigrast jafnt á sjálfum sér og efninu. Aðalatriðið er, að bömin finni sjálf sig í starfinu og kanni hæfileika sína. Ég hef átt því láni að fagna, að börn mín hafa oftast sjálf verkefni og félaga til leikja og fönd- urs. Meiri hlutinn af frítíma þeirra fer í lestur, aðallega sögubóka. Þau stunda útiíþróttir eftir því sem veður og aðstæður leyfa — sund, skauta- og skíðaferðir. Einnig iðka þau körfubolta og hand- knattleik og útreiðar þegar tækifæri gefst. Inni er spilað á spil, teflt, ráðnar krossgátur og leikið að brúðum og á hljóðfæri. Talsverður tími fer í það að hlusta á dægurlög, og er mér farið eins og senni- lega fjölda annarra foreldra að þykja það full- mikið. Áhugi fyrir dansi er allmikill og em dans- skemmtanir skólanna vel sóttar, og er ekki nema gott um það að segja. Þá er að minnast á tómstundastörfin við söfn- un eða að búa eitthvað til. Frímerkjum og serví- ettum hefur verið safnað, gerðar perlufestar, smíð- uð leikföng, málaðar myndir, skreytt með skelj- um — allt með litlum tilkostnaði. I sambandi við leikstarfsemi eða grimudansleiki geta böm haft mikla ánægju af að vinna sjálf að búningunum. Okkar ánægjulegustu stundir saman höfum við mæðgurnar átt við að sauma á brúðurnar, og sé ég eftir að hafa ekki haft nægan tíma til að sinna þessu áhugamáli þeirra eins og við vildum. Æskulýðsráð hefur unnið gott starf við að leið- beina ungmennum við tómstundastörfin, einnig Jón Pálsson í útvarpsþáttum sínum fyrir bömin, en það þarf að vinna að því að fá fleiri tóm- stundaheimili í úthverfunum og líka stað, þar sem börn innan fermingaraldurs geta komið sam- an undir handleiðslu góðra leiðbeinenda. 34 19. JtJNl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.