19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 37

19. júní - 19.06.1964, Qupperneq 37
Kristín Jóhannesdóttir 1 2. gr. félagslaga K.F.U.K. stendur: „K.F.U.K. leitast við að safna saman ungum konum og stúlk- um, sem vilja trúa á Jesúm Rrist sem Guð sinn og frelsara, samkvæmt heilagri ritningu, og vilja þjóna honum af öllu hjarta og starfa í sameiningu að út- breiðslu ríkis hans meðal ungra kvenna.“ í 3. gr. stendur: „K.F.U.K. leitast við að efla trú- arlegt og siðferðilegt líf meðal ungra kvenna og hlynna að andlegum og líkamlegum þroska þeirra.“ Þessu takmarki sínu reynir K.F.U.K. að ná með vikulegum fundahöldum, þar sem Guðs orð er haft um hönd og fræðandi fyrirlestrar fluttir, og með því, eftir ástæðum, að veita tilsögn í ýmsum grein- um þeim konum, er þess æskja, leggja þeim ráð og leiðbeina þeim.“ í þessum tveim lagagreinum er í stuttu máli sagt það, sem K.F.U.K. leggur aðaláherzlu á með starfi sínu og telur bezta veganesti fyrir hverja unga stúlku. „Með hverju getur ungur maður hald- ið vegi sínum hreinum? Með þvi að gefa gaum að orði þinu (Drottinn)“ segir í 119. sálmi Davíðs. 1 hverri viku býður K.F.U.K. ungum stúlkum að verja tómstundum sínum innan veggja félagsins. Þessir unglingafundir eru á fjórum stöðum hér í bænum og eru einkum ætlaðir stúlkum 13—17 ára. Er reynt að sniða þá við hæfi ungra stúlkna. Þátturinn Lœrið aS matbúa hefur verið bæði til gagns og gamans. Fer þá fram sýnikennsla, hvern- ig búa skuli til einhvern ábætisrétt eða baka vöffl- ur, svo að eitthvað sé nefnt. Stúlkurnar fá svo upp- skriftina og smakka á réttinum í lok fundarins. MeSferS ungbarna hefur sömuleiðis verið vin- sæll þáttur. Þá kemur einhver ung móðir í heim- sókn og kennir þeim að baða ungbörn og gefur ýmsar góðar reglur um meðferð ungbarna og dreg- ur gjarna fram þá ábyrgð, sem fylgir því að vera móðir og eiga að annast lítið barn. Á sumum fundunum fer fram nokkurs konar starfsfræðsla. T. d. kemur hjúkrunarkona í heim- sókn og kennir að binda um sár eða beinbrot, ýmis- legt, sem heyrir undir „hjálp í viðlögum“. Eða hún kennir þeim að búa um sjúklinga og meðferð á þeim eftir uppskurð. Kennari kemur í heimsókn og segir frá, hvernig kennslustund fer fram hjá yngstu börnunum. Þátt- ur, sem hefur yfirskriftina: ÞaS er leikur aS lcera. Eitt kvöldið kemur fóstra í heimsókn og segir frá, hvernig dagurinn líður á barnaheimilinu. Ef til vill gefur hún smáupplýsingar um Fóstruskól- ann. Músikþœttirnir setja sinn svip á fundakvöldin. Stúlkumar fá þá að heyra um undrabarnið Mo- zart eða um ævi Schuberts. Eru þá leikin lög eftir tónskáldin. Ave Maria hljómar fallega, sungið með góðri sópranrödd. Svo eru það ferSaþœttirnir. Eru þá sýndar lit- myndir og ferðasagan sögð um leið. Er þá farið yfir þvert og endilangt Island. Ættjarðarsöngvar eru þá sungnir með lífi og fjöri. Eða þá að farið er út fyrir landsteinana, til Italíu og jafnvel til annarra heimsálfa. Fáum við þá að kynnast alveg nýjum heimi. Hér hefur verið talið upp nokkuð af því, sem fram fer á fundunum til fræðslu. En eins og sagt var í upphafi, er aðaláherzlan lögð á uppfræðslu í Guðs orði. Mikið er sungið á þessum samveru- stundum og þá einkum æskulýðssöngvar séra Frið- riks Friðrikssonar. Það er ósk stúlknanna, sem starfa við unglinga- deildirnar, að stúlkurnar, sem koma á fundina, mættu verða góðir, kristnir borgarar í þjóðfélagi okkar, hvort sem þær verða húsmæður, kennarar, hjúkrunarkonur eða þær velja sér einhverja aðra stöðu. Þegar rætt er um tómstundaverkefni barna og unglinga, fer ekki hjá því, að þar er um tvö megin- sjónarmið að ræða. í fyrsta lagi sjónarmið uppal- andans og hinna fullorðnu, og í öðru lagi sjónar- mið unglinganna sjálfra. Þetta tvennt fer ekki ævinlega saman. Tómstundastarf er eins og nafnið bendir til það viðfangsefni, sem viðkomandi kýs að eyða fri- stundum sínum við — þ. e. a. s. frístundum frá 19. JÚNf 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.