19. júní


19. júní - 19.06.1964, Síða 38

19. júní - 19.06.1964, Síða 38
vinnu eða námi. Það liggur því í augum uppi, að um sjálfsval er að ræða — unglingurinn tekur það, sem hugurinn girnist. Nú ber öllum hugsandi mönnum saman um það, að tómstundir eru mikil- vægur þáttur í lífi manna, og þá sérstaklega æsku- fólks, það skiptir því miklu máli, hvernig þeim er varið. Reynslan hefur sýnt, að þar er ekki allt hægt að láta afskiptalauSt. Hvað gera ungling- arnir í frístundum sínum? „Svo læra börnin, að fyrir þeim er haft“, segir gamalt máltæki. Því miður fer mörg frístund ung- lingsins í það að reyna að látast vera fullorðinn — sýnast þetta eða hitt -— temja sér venjur fullorð- inna áður en barnsskónum er slitið, og aðeins nebbinn hefur brotið af sér skurninn. Það eru tvö megináhrifaöfl, sem alltaf verður að taka til greina í öllu uppeldi, en það eru heim- ilisandinn og tíðarandinn. Þessu tvennu er ekki hægt að ganga fram hjá. Alltof margir láta stjórn- ast af fjöldanum, tizkunni, hefðinni, tíðarandan- um, á þessu eða hinu sviði, og mætti nefna mörg dæmi um það. Ef það er t. d. talið fínt að reykja vindla með munnstykki, vissar tegundir pípu, sígarettur, eða drekka sérstaka vínblöndu — þá er í augum alls fjöldans alveg sjálfsagt að gera það — þótt ekki sé nema til þess „að vera með“. Hve margir þora að segja nei við fyrstu sígarettunni eða fyrsta vín- glasinu, svo tekið sé það, sem nú er stærsta vanda- málið. Hvaða afleiðingar getur það haft, og hefur allt of oft í för með sér að þora ekki, en taka glas- ið og „vera með“, af því að það er svo „púkalegt“ að „skera sig úr“. Svona er það á öllum sviðum í tízkuheiminum, hvort heldur það eru fötin, hárið, skórnir, húsgögn, híbýli, veizlusiðir eða annað. Ef almenningsálitið segir „allt í lagi“, þá er það sjálf- sagt. Fyrir nokkrum árum skapaði fullorðna fólkið tíð- arandann, en nú liggur við, að unglingarnir séu þar að taka völdin, eða þeir mynda sinn eigin. Sem betur fer eru ekki allir með þessu marki brenndir, því hvar stæðum við þá? En of margir snúa ranghverfunni út, ef svo mætti segja. Hver er svo orsökin fyrir þessum ófögnuði? Hrein og bein fjárgræðgi einstakra manna, sem einskis svíf- ast, en nota sér aðstæðurnar og veikleika mann- anna til þess að græða á því peninga. Og varnar- garðurinn, þ. e. a. s. heimilin hafa ekki séð við hætt- unni, athuga ekki, að hættan á þessum misjafna söluvarningi liggur ekki mest í krónunum, sem hann kostar, heldur í því ósýnilega eitri, sem staf- ar frá áhrifum þess. Á ég þar við kvikmyndir, blöð og nektarmyndir, tóbak, áfengi, gosdrykkja- og sæl- gætissölu úr hófi fram, of mikla vasapeninga margra unglinga og of mikið sjálfræði og frjáls- ræði. Til þess að skapa sjálfstæða persónuleika þarf þjálfun, ekki á einu sviði, heldur á öllum. Það verður að þjálfa vilja, dómgreind, ábyrgðartilfinn- ingu, hjálpsemi, tillitssemi, orðheldni, trúmennsku, siðfágun, sjálfsvirðingu — svo nokkuð sé nefnt. Hvernig gerist svo þetta? Jú, í gegnum gott upp- eldi — vissulega —. En þá verða allir að gera sér grein fyrir því, að það eru fleiri en foreldrarnir, sem ala upp bömin, þótt þau eigi fyrsta og sterk- asta þáttinn i því. Þjóðfélagið — kirkjan, skólarnir —- félagsstarfið — Samtíðarmennirnir í daglegu lífi — allt umhverfið hefur sín áhrif. Hvert er svo hlutverk tómstundanna? Á hvern hátt koma þær við sögu i uppeldi æskunnar? Er ekki fyrirhafnarminnst að segja við barnið eða unglinginn- „Farðu út að leika þér, hér eru pen- ingar — farðu í bíó — kauptu þér eitthvað — farðu og lofaðu mér að vera í friði.“ Ég kom einu sinni í heimsókn til fjölskyldu á sunnudegi. Ég spurði strax, hvar börnin væru. Móðirin varð fyrir svör- um: „Við sendum þau alltaf í bíó á sunnudögum — það er svo dásamlegt að vera laus við þau.“ Þetta eru eflaust engin óvanaleg ummæli, þótt sem betur fer séu mörg dæmi um hið gagnstæða. Fleiri og fleiri öðlast nú skilning á því hve holl tóm- stundastörf em nauðsynleg. En tómstundastörfin eiga ekki að vera eitthvað, sem reynt er að láta unglinginn taka þátt í, þegar heimilið ræður ekki við hann lengur. Þau eiga að hefjast heima strax og barnið fer eitthvað að geta. Heimilið ætti helzt að hafa fastan tómstundaþátt einu sinni í viku. Það þarf ekki að kosta mikið fé né fyrirhöfn, en þótt svo væri, mundi það gefa ríkuleg laun í bættu og vaxandi heimilislífi. Uppskriftin, ef svo mætti segja, er ofur einföld — dálítið af góðum vilja, lipurð, natni, nokkrar hugmyndir, einföld tæki. Aðalatriðið er, að börnin venjist því frá fyrstu tíð, að það er gaman að föndra með mömmu og pabba, og inn í það er hægt að flétta alls konar sögur og frásagnir. Með þessu móti byrjar barnið að læra að nota tómstundirnar til hollra leikja og starfs. Næsta stigið er svo skólinn, en tómstundastarfið heldur áfram heima. Barnið eldist og leitar út — það er 36 19. JtJNl

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.