19. júní


19. júní - 01.10.1993, Qupperneq 2

19. júní - 01.10.1993, Qupperneq 2
2 3. TBL.1993 RITSTJÓRASPJALL: Fordómar eða ekki fordómar? Eins og fram kemur í blaðinu hélt Kvenréttindafélag íslands ráðstefnu í Iok september s.l. um málefni erlendra kvenna á íslandi. Ráðstefnan, sem var vel sótt, var ákaflega fróðleg og vakti ýmsar spurningar í hugum manna. Anægjulegt var að sjá allar erlendu konurnar sem komu á ráðstefnuna en þær og erlendir karlmenn sem hafa sest að á íslandi eru kallaðir nýbúar. Eins og gefur að skilja komu ýmis sjón- armið fram í máli frummælenda og fyrir- spyrjenda úti í sal. Ein var sú spurning sem brann á vörum höfundar þessa spjalls en það er spurningin um það hvort þeir aðil- ar, t.d. Rauði krossinn og Námsflokkarnir, hafi heyrt umbjóðendur sína, þ.e. nýbúana, tala um að þeir hafi mætt for- dómum hér á landi. Svör fulltrúa fyrr- greindra samtaka voru á þá leið að sjaldan, ef nokkurn tíma, hefðu kvartanir um for- dóma komið fram! Ég tók eftir því að margir viðstaddra urðu undrandi að heyra þetta enda ýmsir þeirrar skoðunar að þrátt fyrir svokallað umburðarlyndi íslensku þjóðarinnar sé nokk grunnt á fordómum, ekki síst gagnvart fólki sem hefur annan húðlit en við. Lítum aðeins nánar á málið. Stundum koma fréttir af því í fjölmiðl- um, sérstaldega dagblöðum og tímaritum, að einstaklingar, svartir eða gulir, sæti áreiti, t.d. á skemmtistöðum. Fyrir nokkr- um árum sagði ungur íslenskur karlmaður frá því að honum hafi verið boðnir pening- ar ef hann vildi leigja eiginkonu sína næt- urlangt þeim er þetta „freistandi“ tilboð gerði. Að sögn eiginmannsins var þetta til- boð engan veginn einstætt. Erlendar konur með öðruvísi litarhátt en við hafa sagt frá svipuðum tilboðum og einnig hefur komið fram að konur frá Tælandi, en þeim hefur fjölgað hér á landi, sæti stundum aðkasti t.d. í verslunum. Dæmi veit ég um fjöl- skyldu sem í var hent smápeningum er hún hvíldist við gosbrunninn í Kringlunni. Eiginkonan er asísk en eiginmaðurinn ís- lendingur. Hvað kallast svona hegðun annað en fordómar? Hvaða einkunn er hægt að gefa blaðagreinum sem stundum birtast en í þeim ræðst bóndi nokkur fyrir austan fjall, eins og það er kallað, með nokkru offorsi á litað fólk og krefst þess að yfirvöld verndi hinn „hreina íslenska stofn“ og vísar þá til aukins fjölda nýbúa hér á landi? Auðvitað er þetta ekkert annað en fordómar og síð- ast nefnda dæmið lýsir ótrúlegri fávísi og skammsýni. Ef höfundur þessara greina ætti að skilgreina hinn hreina íslenska stofn myndi hann lenda í vandræðum án tafar. Slíkur „stofn“ er hreinlega ekki til! Þröngsýni og fordómar hafa alltaf verið til staðar og munu sennilega vera það lengi. í stað þess að taka á móti nýju ís- lendingunum með varúð er áríðandi að þeir finni að þeir séu velkomnir og að menning okkar og þeirra geti bætt hver aðra upp. Við ætlumst til þess að okkur sé vel tekið þegar við búum um stundarsakir erlendis. Því ætti hið sama ekki að gilda um útlendinga sem búa hér? Erum við kannski eitthvað öðruvísi og betri en þcir? Spyr sá sem ekki veit. 19. júní 3. tbl. 43. árgangur 1993 Utgefandi: Kvenréttindafélag íslands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ellen Ingvadóttir Ritnefnd 19. júní: Bryndís Kristjánsdóttir, Kristín Leifs- dótdr, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Valgerð- ur K. Jónsdóttir, Ellen Ingva- dóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Ragnheiður Harðardóttir Prófarkalesari: Þórdís Kristleifsdóttir Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir og fl. Auglýsingar: Sigrún Gissurardóttir Utlit, setning, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi EFNISYFIRLIT: 2 Ritstjóraspjall: Fordómar eða ekki for- dómar? Heimurinn kominn til íslands. Grein eftir Steinunni Jóhannesdóttur um ný- afstaðinn fund KRFÍ um málefni er- lendra kvenna á íslandi. í þessari fróð- legu úttekt koma fram ýmsar hliðar þess að vera nýbúi á íslandi. 12 Líf byggt á sandi. í þessari dapurlegu frá- sögn „Huldu“ kynnast lesendur lídllega örlögum erlendrar konu scm taldi sig höndla hamingjuna með því að koma til íslands að áeggjan íslensks karlmanns. . . „Vertu ekki með þessa dellu“ er fyrir- sögn hugleiðingar efdr Valgerði K. Jóns- dóttur um það hvort konur geti beitt börn s(n kynferðislegu ofbeldi. Bókmenntasýn. Að þessu sinni stingur Guðrún Helgadótdr, rithöfundur og al- þingismaður, niður penna og svarar gestapenna 19. júní í 2. tbl., Elínu Odd- geirsdóttur. 20 Verðum að leggja harðar að okkur en nokkur karl, segir Patricia Foster en hún var framkvæmdastjóri íslensku sjávarút- vegssýningarinnar 1993. Vog Skrifstofu jafnréttísmála. Að þessu sinni fjallar Vogin um fyrsta jafnréttis- þingið, sem haldið var 14. til 15. októ- ber sl. Fréttir úr starfi Kvenréttindafélags ís- lands. Nordisk Forum er heiti greinar eftir Bryndísi Kristjánsdóttur um norræna kvennaþingið í Finnlandi á næsta ári. íslenskt já takk. . . „Kvennabaráttan hefur staðið alla þessa öld,“ segir Sigríður Th. Erlendsdóttir sagnfræðingur en hún skráði sögu KRFÍ, Veröld sem ég vil, sem er nýkomin út. Punktafréttir.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.