19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 6

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 6
6 3. TBL.1993 * Ráðstefnan um málefni erlendra kvenna á Islandi var mjög vel sótt af konum víða að úr heiminum. atvinnuleyfi en leyfi til atvinnurekenda í þeim tilvikum sem ljóst er að útlendingur- inn er kominn til að vera. Umsagnar stétt- arfélaga er alltaf Ieitað áður en atvinnuleyfi er veitt en í þeim tilvikum þar sem ein- SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA j Stinga ekki júr fínustu merinóull ->Mjög slitsterk j Má þvo viö 60°C Skátabúöin, Útillf, Hestamaðurinn, öll helstu kaupfélög, veiöafæraversl., sportvöruversl. Eyfjörð o.fl. staklingurinn er greinilega sestur hér að kann atvinnuleyfi að vera gefið út þrátt fyrir neikvæða umsögn stéttarfélags. Ríkisborgararéttur Útlendingar sem hér hafa dvalarleyfi en ekki ríkisborgararétt njóta í flestum tilfell- um sömu félagslegu réttinda og íslenskir ríkisborgarar. Ríkisborgararéttur er veittur með lögum tvisvar á ári samkvæmt lögum nr. 100 frá árinu 1952. Dómsmálaráðu- neytið fer yfir umsóknirnar og útbýr laga- frumvarpið að fengnum umsögnum lög- reglustjóra og sveitarstjóra um umsækjend- ur á hverjum stað. Þeir einstaklingar sem giftir eru Islendingum geta fengið íslensk- an ríkisborgararétt eftir þriggja ára búsetu hér á landi frá giftingu en þeir sem eru í óvígðri sambúð geta öðlast hann hafi sam- búðin staðið í 5 ár og vikomandi haft sama lögheimili þann tíma. Að öðru leyti eru skilyrðin fýrir íslensku ríkisfangi þau að 1) umsækjandi hafi óflekkað mannorð, 2) umsækjandi sé að áliti tveggja valinkunnra manna starfhæfur og vel kynntur. Ilver er vilji sljónivalda? Ingibjörg sagði það athygli vert að þær reglur sem giltu um dvöl útlendinga á fs- landi væru mjög takmarkaðar. í lögunum birtist sú afstaða að mestu varði að útlend- ingar séu rétt skráðir inn og út úr landinu en henni fannst skorta á að Alþingi mótaði stefnu í málefnum innflytjenda og segði til um hver bæri ábyrgð á framkvæmd slíkrar stefnu. Hún taldi það t.d. skyldu stjórn- valda að sjá til þess að allir útlendingar sem veitt séu dvalarleyfi hérlendis fái jafnframt lágmarksupplýsingar um íslenskt samfélag og þau réttindi og skyldur sem fylgja því að búa hér. Á því væri mikill misbrestur. Næsti frummælandi var Maria Pricilla Zanoria, verkfræðingur frá Filipseyjum, sem lýsti því hvernig það er að vera asísk kona búsett á íslandi. Hún kom hingað fyrir fjórtán árum og sagði að sér hefði ver- ið tekið af mikilli kurteisi í bland við for- vitni, því þá hafi aðeins mjög fáar konur frá Asíu verið búsettar hér. Hún hafi ekki orðið vör við neina sérstaka fordóma í byrjun en eftir að konum frá Asíulöndum fjölgaði hafi fordómarnir aukist í þeirra garð og sá orðrómur að einhverjar konur væru keyptar í gegnum pöntunarlista hefði haft áhrif á viðhorf til allra asískra kvenna. Sjálf sagðist hún ekki þekkja nein dæmi unt slíkt en jafnvel þótt slíkt væri satt í ein- hverjum tilfellum taldi hún það ekki skipta máli hvernig fólk kynntist, ef því tækist að lifa saman í góðu hjónabandi. Hún sagðist aftur á móti vita að konur kæmu hingað af ýmsum ástæðum, flestar kæmu af ást til manna sem þær hefðu kynnst ýmist á Frá Asíu lil íslunds

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.