19. júní


19. júní - 01.10.1993, Page 25

19. júní - 01.10.1993, Page 25
3. TBL. 1993 25 STJÓRNMÁLIN Þörf á nýjum leiðum? Frummælendur um stöðu kvenna í stjórnmálum voru Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi, og Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi. Einnig fluttu ávörp Ólafur R. Grimsson, for- maður Alþýðubandalagsins, og Eyjólfur Sveinsson, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra. Siv Friðleifsdóttir rakti í erindi sínu þann árangur sem kynjakvóti hefur haft þar sem honum hefur verið beitt. Slíkur kvóti er t.d. varðandi stöður í stofnunum Alþýðubandalagsins og skil- ar hæsta hlutfalli kvenna í þeim stöð- um hjá íslenskum stjórnmálaflokkum. Kynjakvóti hefur einnig verið viö lýði í norska Verkamannaflokknum og varö til þess að auka hlut kvenna á norska þinginu úr tæþum 20% 1973 í 50% 1989. Siv nefndi einnig breytt kosninga- fyrirkomulag sem aðferö til aö koma fleiri konum að en reglan virðist vera sú að eftir því sem framboðslistar eru lengri þess fleiri konur komast að. Ef landið væri t.d. eitt kjördæmi væri lík- legt að konum myndi fjölga á þingi. í þriðja lagi nefndi Siv jafnréttisherferðir sem möguleika en sú aðferð hefur ver- iö notuð á Noröurlöndum með góöum árangri. Ólína Þorvarðardóttir fjallaði í sínu er- indi um tvær sterkar konur úr íslenskri sögu, þær Hallgerði langbrók og Látra- Björgu sem hefðu verið nógu sterkar til aö láta ekki ytri þrýsting þuga sig. Þaö má líkja því við nornaveiðar hvernig tal- aö er um konur ef þær fara fram á eðli- legan rétt og fer baráttan þá aö beinast að þeim sjálfum. Konur sem segja hug sinn eru sagðar sýna ábyrgðarleysi og kunna ekki „real" pólitík. Ólína nefndi einnig rannsóknir Susan Faludi á þvf ómeðvitaða andófi gegn frelsi kvenna sem kemur víða fram og ýtir konum aftur í gamla hlutverkið inni á heimilunum. Þvingandi tíska, erfiðar mataruppskriftir og ímyndir I kvikmynd- um vinna gegn sterkri sjálfsmynd kvenna. Það á að koma þeim aftur inn á heimilin þar sem kökuilmur og hreinar svuntur bíða þeirra. „Vitum við hvers við leitum?" spurði Ólína og benti á hina földu sjálfsmynd íslensku konunn- ar sem á sér m.a. annars rætur í heiðn- um gyðjum eins og frjósemisgyðjunni Freyju. Ólafur Ragnar sagöi hægfara breyting- ar T jafnréttisátt ekki vera nægjanlegar og benti á hindranir sem hægt væri aö víkja úr vegi. Með því að breyta kjör- ÁLYKTLN: Jafnréttisþing skorar á Alþingi að fram fari endurskoöun á ákvæðum laga er varða kjördæmaskipan og kosningareglur með það að mark- miði að fjölga konum á Alþingi. í tengslum við þá endurskoðun verði konum tryggður tímabundinn kvóti á framboðslistum í samræmi viö 3. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla frá 1991 og þannig flýtt fýrir að fyrrgreint mark- mið náist. Jafnréttisþing skorar á Jafnréttisráð að hafa frumkvæði að og sjá um framkvæmd á sérstöku átaksverk- efni sem hefur það að markmiði aö auka hlut kvenna I öruggum sætum á framboðslistum allra stjórnmála- flokka sem bjóða fram til Alþingis ár- ið 1995 með markvissri kynningu og áróöri. • „Það særir réttlætiskenndina að helmingur þjóðarinnar sé flokkaöur sem minnihlutahóþur eða þrýstihópur og sé talinn 2. flokks." Lára V. Júlíus- dóttir, formaður Jafnréttisráðs. • “Stjómvöld stefna að því að hlutur kvenna í nefndum og ráðum á vegum ríkisins verði 30% 1995 en hann er nú 17%" Össur Skarphéðinsson, starf- andi félagsmálaráðherra. dæmaskipan og flokkakerfinu myndi meiri árangur nást að hans mati. Með einum öflugum demókrataflokki, sem mynda mætti úr núverandi stjórnarand- stööuflokkunum þremur, væri hægt að koma fleiri konum á þing. Eyjólfur Sveinsson vitnaði í bók Deboru Tanner, „Youjust don’t understand" og vildi gera hana að skyldulesningu fyrir karla í stjórnmálum. Sagði hann margt ógert í jafnréttismálum og benti á hiö tvöfalda og oft þrefalda vinnuálag á konum sem kæmi í veg fyrir stjórnmála- þátttöku þeirra en algengt væri að kon- ur gæfu aðeins kost á sér í eitt kjör- tímabil. Það er ekki nóg með að konur þurfi aö sinna heimili og börnum heldur eiginmanni líka eins og fram kom í áróðurskvikmynd um Margréti Thatcher þar sem hún var sýnd staulast niður á morgunslopþnum klukkan sex að spæla egg og beikon fyrir Dennis. Þaö var mynd sem Bretar vildu hafa af konu í stjórnmálum. Fjörugar umræöur spunnust að fram- söguerindum loknum og komu ýmsar uppástungur fram um hvaö gera mætti til að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Mætti t.d. bjóða fram sér kvenna- og karlalista hjá flokkunum? Hvor listi Al- þýðuflokksins hefði þá fengið meira fylgi síöast, listi Jóhönnu eða Jóns Baldvins? var sþurt. Frummælendur voru beðnir um ráð til þeirra sem langaði að hasla sér völl í stjórnmálum. „Ekki gefast uþp," sagði Siv Friðleifs- dóttir, „þótt stundum finnist ykkur streðið tilgangslaust og þið hefðuð nóg annað við tímann að gera." „Þetta getur veriö erfitt ef ekki er virk- ur hópur T kringum mann sem hægt er að sækja til kraft og þor. Mitt ráð er að brynja sig fyrir skítkastinu og treysta á sjálfa sig, - ekki aðra," sagði Ólína Þor- varðardóttir. Ólína Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.