19. júní


19. júní - 01.10.1993, Page 26

19. júní - 01.10.1993, Page 26
26 3. TBL.1993 FRA ÞIMGFLLLTRFUIVI Vilborg Guðnadóttir, Reykhólum: Látum framkvæmdirnar tala „Konur þurfa að koma sér saman um leiðir og láta til skarar skriða," sagði Vilborg Guðnadóttir, stjórnandi átaks- verkefnis í atvinnumálum kvenna í Reykhólahreppi og Dalasýslu, þegar hún fór í ræðustól og gagnrýndi hvað margir karlar væru á dagskrá Jafnréttis- þings í staö þess að konur miöluðu hver annarri reynslu sinni og ræddu T al- vöru um hvaö brýnast væri til bragðs að taka. „Það þarf að breyta viðhorfi ráða- manna til félagslegrar þjónustu. Léleg félagsleg þjónusta er ein mesta hindr- un á vegi kvenna til þátttöku í atvinnu- lífinu," sagði Vilborg. Vilborg er með B.A. próf í stjórnmála- og fjölmiðlafræðum og hefur búið í fjög- ur ár í Reykhólahreppi. Hún situr í hreppsnefnd en nýlega voru fimm hreppar á svæðinu sameinaðir og sitja þrjár konur í hreppsnefndinni sem skip- uö er sjö manns. Átaksverkefniö, sem Vilborg stjómar, hófst fyrir tveimur árum og miðaðist þá við ferðamál og var I því sambandi stofnaö feröamálafélag fyrir Dalasýslu og Reykhólahrepp. Átak í at- vinnumálum kvenna fylgdi í kjölfarið en þar sem svæðið er landbúnaðarsvæði hefur samdráttur átt sér stað og vilja margar konur skapa sér atvinnu meö- fram búskap. Hefur Vilborg unnið aö því að konurnar skapi sér eigin atvinnu viö handverk og voru settir upp markaöir á þremur stöðum sl. sumar þar sem framleiðslan var seld og gekk það ágætlega. „Við sóttum um styrk úr svonefndum Jóhönnusjóði en þróunarstarfiö tekur tíma, þaö geta liðið 3 til 5 ár áöur en starfiö skilar hagnaði," sagði Vilborg. Vilborg gat aðeins setið fyrri dag Jafn- réttisþingsins því hún þurfti að mæta á hrepþsnefndarfund. „Konur eiga að hætta að tala sífellt um hvað karlar gera. Viö verðum að koma okkur sam- an um hvað við viljum, þá verður hlust- að á okkur. Við eigum að þrýsta á að aðilar vinnumarkaðarins taki þátt í því meö stjórnvöldum aö laga það starfs- umhverfi sem íslenskar fjölskyldur búa viö. Hreppsnefnd Reykhólahrepps legg- ur t.d. fram fjármagn svo hægt sé aö hafa samfelldan skóladag með máltíð- um fyrir 6 til 16 ára börn. Það var vilji fyrir hendi og máliö þvt leyst en ekki far- ið út í eitthvert hálfkák eins og í Reykja- vík og foreldrar látnir borga," sagði Vil- borg hin ákveðnasta. Ragna Erlendsdóttir, Þorlákshöfn: Stundum hafa konur verið of reiðar „Viö sækjum Jafnréttisþing til aö finna hvað viö getum gert í jafnréttismálum hjá okkur. Það hefur verið gagnlegt að hlusta og kynnast því sem er efst á baugi og við förum heim ríkari af hug- myndum og opnari fyrir því sem er aö gerast í þjóöfélaginu," sagði Ragna Er- lendsdóttir, formaður Jafnréttisnefndar Ölfushreþps sem í eiga sæti tvær kon- ur frá Þorlákshöfn og ein úr Ölfus- hreppi. Ragna vinnur í apóteki hálfan daginn en vann áður í fiski en það er sú at- vinnugrein sem konum stendur helst til boða í Þorlákshöfn. Hún var formaður kvenfélags staöarins í sex ár og hefur setiö T skólanefnd í átta ár. „Jafnréttisnefnd Ölfushrepps var stofnuð fyrir þremur árum og við erum enn að fikra okkur áfram með starfsem- ina," segir Ragna. „Mér finnst starf að jafnréttismálum eiga að vera jafnt starf karla og kvenna. Margt af því sem rætt hefur veriö á ráðstefnunni og brennur á konum á höfuðborgarsvæðinu, t.d. barnagæsla, eru ekki eins mikil vanda- mál í okkar litla samfélagi. Við höfum góöa leikskóla þar sem ekki eru langir biðlistar og viljum halda samfélaginu eins og þaö er. Ég er sem sé á móti sameiningu sveitarfélaga og óttast að ef af henni yrði gætum við misst ýmsa þjónustu, t.d. lækni og heilsugæslu, og verið látin sækja hana á Selfoss." Um jafnréttismálin sagði Ragna aö oft eigi konur sjálfar sök á því hve fáar konur eru T ábyrgðarstöðum, þær treysti körlum betur til þeirra starfa en konum. Þegar hún vann I frystihúsinu voru kon- urnar mun gagnrýnni á konu í verk- stjórastarfi en karl. „Það var nefnt hér á þinginu að konur hefðu ekki treyst sér til að bjóða í ræst- ingar þegar þær voru boðnar út. Þessu verðum við að breyta. Ég held að tíminn vinni með konum og vil að konur og karlar starfi saman. Ég vil ekki stríð á hendur körlum, að ég fari aö gera viö bílinn og maðurinn minn viö saurn- sprettur. Mér hefur stundum þótt konur vera of reiöar. Það er ekki minn stTII. Það tekur tíma að breyta hugsunar- hætti. Við ölum syni okkar öðru vísi upp en feöur þeirra voru aldir upp. Þannig skilar þetta sér smátt og smátt," sagöi Ragna aö lokum.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.