19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 30

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 30
30 3. TBL.1993 Fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppninni er vikuferð í paradísina í Kerlingarfjöllum. Verðlaunin, sem eru í boði, eru heldur en ekki glæsileg: Fyrstu verðlaun eru vikunámskeið í Skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum næsta vor. Það er Skíðaskólinn sem gefur þessi rausnarlegu verðlaun. Önnur verðlaun eru Canon Prima TWN-S ljósmyndavél með tösku, sem verslunin Hans Petersen hf. hefur gefið. Þriðju verðlaun eru nýjasta útgáfa af Times World Atlas, gefinn af Máli og menningu. Vetrarstarfið Sveitarsljórnarkosningar Næstkomandi vor verða sveitarstjórnar- kosningar og nú er verið að vinna að sameiningu sveitarfélaga í stórum stíl. Hlutur kvenna í íslenskum stjórnmál- um hefur löngum verið rýr, þótt nokkuð hafi þokast á síðustu árum. Sameining sveitarfélaga hlýtur að þýða nokkra upp- stokkun í röðum sveitarstjórnarmanna. Spurning er hvaða áhrif það hefur á stöðu kvenna á því sviði og möguleika þeirra til áhrifa. Stjórn KRFÍ er á einu máli um að beita þurfi starfskröftum félagsins sem mest að því að styðja við bakið á þeim konum sem nú þegar eru virkar í sveitar- stjórnarmálum og stuðla að þátttöku langtum fleiri kvenna á þeim vettvangi. Starfið í vetur mun því helgað þessu máli að miklu leyti. M.a. er fundur nú í nóvember þar sem umfjöllun fjölmiðla um stjórnmálakonur er tekin til meðferð- ar og í janúar er fýrirhugað að halda fund með sveitarstjórnarkonum. Frá fundum er nánar sagt í fréttabréfinu. Stofnaður hefur verið starfshópur til að vinna að málinu. í honum eru konur úr öllum stjórnmálaflokkum. Það er von stjórnar KRFÍ að hið þverpólitíska sam- starf kvenna í félaginu veiti konum stuðn- ing til að styrkja stöðu sína í innra starfi stjórnmálaflokka og meðal kjósenda. Jólafundurinn verður 7. desember. Þar verður lesið úr nýútkomnum bókum um og eftir konur og margt annað verður gert til hátíða- brigða, sem nánar verður skýrt frá í frétta- bréfi félagsins. Starfshópar Fleiri hópar en áðurnefndur stjórnmála- hópur starfa í vetur. Þinghápurinn tekur fyrir þau niál á Al- þingi sem félagið lætur sig sérstaklega varða. Leshópur starfar af mikilli atorku. Þar eru teknar fyrir bókmenntir af ýmsu tagi og hin leyndustu málefni ltvenna krufin til mergjar af djúpri íhygli. Nordisk forum er heiti á samnorrænni ráðstefnu sem haldin verður í Ábo í Finn- landi í ágústbyrjun n.k. Starfshópur vinn- ur að undirbúningi fyrir framlag og þátt- töku félagsins í ráðstefnunni auk þess sem félagið á fulltrúa í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar. í fréttabréfinu hefur verið sagt nánar frá þessu. Ár fjölskyldunnar Starfshópur undirbýr atburði í tilefni af ári fjölskyldunnar, en Sameinuðu þjóðirn- ar hafa úthlutað árinu 1994 það þema. Félagið á einnig aðila að hérlendri undir- búningsnefnd fyrir fjölskylduárið.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.