19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 14

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 14
einhverjar fjölskyldur flóttamanna hefðu orðið fyrir svo grófum árásum að þær hefðu fengið hótunarbréf með hakakrossi, en svo opin andúð væri fátíð. Aftur á móti værum við íslendingar ekkert sérlega góðir við útlendinga. Við værum heldur af- skiptalitlir. Ingibjörg Hafstað, verkefnis- stjóri í málefnum nýbúabarna, greip þessa setningu Guðrúnar á lofti og vildi leggja ríka áherslu á að það þyrfti ekki bullandi nasisma eða rasisma til þess að rétt væri að tala um fordóma. Fordómar væru líka skortur á umburðarlyndi sem stafaði af vanþekkingu og áhugaleysi á högum ann- arra. Hún sagði að íslendingar lokuðu á nýbúa og vissi um ótal börn sem væru úti- lokuð og einangruð af því þau væru ekki tekin inn í hóp þeirra sem fyrir eru. Það væri óhemju erfitt að vera útlendingur á ís- landi. Ef útlendingur talar ekki fullkomna íslensku þá nennum við ekki að ræða við hann. Hún sagði að ekki væru í gildi nein- ar reglur um rétt nýbúabarna til að læra ís- lensku. Þó væri í fyrsta sinn verið að skipu- leggja móttökubekki í örfáum skólum, þar sem íslensk börn væru undirbúin í því að taka við erlendum börnum og styðja þau í stað þess að láta sér á sama standa eða hrinda þeim frá. Guðný Helgadóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði að í ráðu- neyti hennar væri skilningur á tungumála- vandanum. Það væri rétt að hvorki væru til lög né reglur um rétt nýbúa til náms í ís- lensku, en nefnd hefði unnið tillögur að reglum þar að lútandi. Þar væri lagt til að fullorðnum nýbúum væru tryggðar 240 kennslustundir í íslensku að lágmarki og ótrúlegt væri að börnum yrðu ætlaðar færri stundir. Og hún skýrði frá því að 10 millj- ón kr. aukafjárveidng hefði fengist í ár til þess að sinna þessu nýja verkefni, íslensku- kennslu nýbúa, undirbúningi þess og framkvæmd. Asta Kristjánsdóttir sem hefur kennt nýbúabörnum upplýsti fundinn um það til samanburðar að í Noregi væru flótta- mönnum ætlaðar 1500 kennslustundir í norsku að lágmarki. En færri stundir kæmu í hlut annarra nýbúa. Tungan er lykill Tungumálið sem lykill að íslensku sam- félagi kom aftur og aftur upp í umræð- unni, og um það tjáðu sig nokkrar hinna erlendu kvenna. Irene Bang Möller frá Danmörku sagði að íslendingar legðu svo mikið upp úr rétt talaðri íslensku að það mætti halda því fram að tungumálið væri notað sem kúgunartæki gegn útlendingum. Margo Renner frá Bandríkjunum tók að vissu leyti í sama streng og sömuleiðis Sandra Remigis frá Kanada. Báðar höfðu þá sögu að segja að opinberir starfsmenn hefðu hvatt þær til þess að hætta að tala móðurmál sitt, ensku, við börn sín heima. Þær ættu að tala við þau íslensku til þess að auðvelda þeim íslenskunámið í skólanum. Þær sögðust báðar hafa tekið þessu mjög illa því réttur hverrar móður væri að tjá sig við börn sín á móðurmáli sínu. Guðrún Halldórsdóttir sagði rétt að nokkuð skorti á skilning íslendinga á því að barn yrði að hafa traust móðurmál, hvaða tungumál sem það væri. Aftur á móti ættu Islending- Kveðjuorð Magdalena Schrant Þann 19. júnl s.l., á kvennadaginn, var mikilfengleg kona og jafnréttissinni, Magdalena Schram, eða Malla, jarðsung- in frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Fráfall Möllu markar stórt skarð í raðir ís- lenskra kvenna en mestur er þó missir eiginmanns hennar, Harðar, dætranna, föður og systkina. Malla starfaði á mörg- um sviðum innan jafnréttishreyfingar- innar og gengdi fjölmörgum trúnaðar- störfum. Hún var m.a. ritstjóri tímarits Kvenréttindafélags íslands, 19. júní, og sat í ritstjórn þess um árabil. Henni eru þökkuð vel unnin störf og hún kvödd með þakklæti og virðingu. Ellen Ingvadóttir ritstjóri PUNKTA- FRÉTTIR Skattstjórinn heitir NÝr skattstjóri hefur Elíll til starfa í Vest- fjarðaumdæmi með aðsetur á ísafirði. Nýi skattstjórinn heitir Elín Arnadóttir, er 32 ára lögfræðingur og hefur unnið hjá embætti ríkisskattstjóra undanfarin fjögur ár. Áður hefur kona verið sett skattstjóri um hríð þegar skattstjóraskipti urðu en Elín er fyrst kvenna til að taka við skattstjóraembætti til frambúðar. Frú Arafat heimtar ..Ég hcf gcn n’ann' jafnrétti mlnum bað ijóst að ef hann fellst ekki á jafnréttiskröfur kvenna mun ég sjálf leiða andóf gegn honum,“ segir Suha, eiginkona PLO leið- togans Yassir Arafats, í viðtali við danslca blaðið Politiken. Suha hefur til þessa ekki verið gjörn á póli- tískar yfirlýsingar og hafa ýmsir jafnvel haldið að hún kæri sig ekki um afskipti af opinberum málum. Nú þykjast hinir sömu sjá að frúin hef- ur bein í nefinu og því eins gott fyrir harðjaxl- inn Arafat að hafa sig hægan þegar kemur að þessu áhugamáli hennar. Baktjaldamakk „Bretar áttu engan karlanna lokað íhHtrúa tan gat tekið zz . pátt í baktjaldamakki, Onnu pnnsessu fyrið með karlmönn- unum í reykfylltum bakherbergjum og gert réttu hrossakaupin,“ segir einn margra óánægðra Breta sem sárnar að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Sydney í Ástralíu árið 2000 en ekki í Manchest- Anna Bretaprinsessa er annar fulltrúa Breta í Alþjóðaólympíunefndinni og er hún nú sökuð um að hafa ekki fylgt máli Breta nógu fast eftir og eigi því nokkra sök á því að Ólympíuleikarn- ir verða ekki haldnir í Brctlandi á þessari öld. „Konan með stál- ..Konunni með stál- brosið" brosir enn brosif faHn st'órnar myndun, var yfir- skrift fréttar af þeim sigri Tansu Ciller að verða fyrir valinu sem leiðtogi flokks síns, Sannleiks- stígsins í Tyrklandi. Tansu Ciller tók við forsætisráðherraembætt- inu í Tyrldandi sl. sumar og er hún fyrst kvenna til að skipa það embætti í Tyrklandi en þriðja konan scm gegnir forsætisráðherraembætti í múslimalandi. í Kanada tók líka kona við forsætisráðherra- embætti sl. sumar þegar Brian Mulroney forsætisráðherra sagði af sér sem formaður íhaldsflokksins. Kim Campbell er fyrsta konan sem gegnir forsætisráðherraembættinu í Kanada en vissi þegar í upphafi að hún hefði ekki lang- an tíma til stefnu þar sem kosningar urðu að fara fram þegar í haust. „Jámmadonnan“ var orðið sem notað var um forsætisráðherra Kanada strax í byrjun. „Konan með stálbrosið“, þannig var tyrkneska forsætis- ráðherranum lýst. Hvcr eru uppnefnin og lýs- ingarorðin sem notuð cru um starfsbræður þeirra?

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.