19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 15

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 15
3. TBL. 1993 15 ar bágt með að líta á tungu sína sem kúg- unartæki, íslenskan hefði reynst þjóðinni dýrmætt tæki í sjálfstæðisbaráttunni, hún væri okkar dýrasti fjársjóður. Margo, sem býr í Vestmannaeyjum, benti líka á það að aðstaða erlendra kvenna sem byggju úti á landi til náms í íslensku væri mun lakari en þeirra sem búa í Reykjavík. Atvinnumál Atvinnumál erlendra kvenna á Islandi bar einnig á góma og sú staðreynd að verkalýðshreyfingin hefði tilhneigingu til að beita sér gegn útlendingum í störf. I því sambandi benti ein kvennanna á að í Morgunblaðinu hefði birst frétt um að 1800 útlendingar hefðu fengið dvalarleyfi hér á landi og jafnmargir íslendingar væru atvinnulausir. Fréttaflutningur af þessu tagi væri til þess að ýta undir andúð á út- lendingum. Margar fleiri konur blönduðu sér í um- ræðuna með ýmsum hætti, Guðrún Helga- dóttir, alþingismaður, Gerður Steinþórs- dóttir, Lilja Ólafsdóttir, Sigurlaug Gunn- laugsdóttir, Amal Qase, Inga Jóna Þórðardóttir formaður KRFÍ, Anja Karin Mýrdal o.fl Ólært og ógert Ráðstefna Kvenréttindafélagsins var áreiðanlega gagnleg fyrir alla fundargesti. A henni komu fram margvíslegar upplýsingar um stöðu erlendra kvenna, barna þeirra og nýbúa almennt á íslandi. Það er ekki auð- velt fyrir neinn sem hingað kemur að að- lagast íslensku samfélagi og glíman við tungumálið er því erfiðari sem einstakling- arnir koma frá ólíkara málsvæði. Það er ljóst að íslendingar eiga margt ólært í sam- skiptum sínum við nýbúa og ennþá fleira ógert í því skyni að auðvelda þeim búsetu hér. Og það ber að undirstrika að íslensk útlendingalöggjöf uppfyllir ekki skilyrði Sameinuðu Þjóðanna til aðila að Mann- réttindasáttmálanum sem Islendingar hafa þó skrifað undir. I okkar löggjöf vantar ákvæði um réttaröryggi þeirra sem hingað leita hælis sem pólitískir flóttamenn. Ýmsir líta svo á að þessi brestur í lögunum end- urspegli andúð íslendinga á útlendingum og þeir vilji þá ekki til landsins. Hinu ber ekki að leyna að fordómarnir eru ekki bara okkar vandamál, það getur líka borið á andúð milli ólíkra hópa nýbúa. Um það bera viðbrögð kvenna frá Asíu við fullyrð- ingum hinnar sómölsku Amal Qase glöggt vitni. Þeim finnst að ósekju bent á sig og eiginmenn sína sem hóp. Og Leoncie Martin, sem er bókmenntafræðingur og tónlistarmaður frá Indlandi, gekk svo langt að benda á að það varðaði við íslensk hegningarlög að hæða eða rægja hóp manna opinberlega vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar eða trúarbragða. Vonandi berum við íslendingar, inn- fæddir jafnt og nýbúar, gæfu til að ræða samskiptamál okkar af stillingu og ljóst er að mikið verk er framundan í aðlögun okkar allra að breyttri heimsmynd. Við lif- um á tímum mestu þjóðflutninga sögunn- ar. Erlendar konur eru komnar hingað til að vera. Fólk af ótal þjóðernum mun taka hér bólfestu. Heimurinn er sestur að á Is- landi. Gerðuberg - eitthvað fyrir þig! .ASBJÖRN ÓLAFSSON HF. ^ COMMISSION AGENTS & WHOLESALE MERCHANTS P.O. BOX 4250 -124 REYKJAVlK - ICELAND y Borgarbókasafn Reykjavíkur - safn fyrir alla Landssamband lífeyrissjóöa PUNKTA- FRÉTTIR Gullfiskaminni Svo scm kunnugt er var mikið fjallað um mat í fréttum á undanförnum mánuðum, mat- væli af ýmsu tagi, og var óspart beitt í pólit- ískum tilgangi. Atgangurinn vegna skinku og kalkúnalappa var mikill, hávær og óvæginn, svo að almennum fróttalesendum var farið að þykja nóg um enda tæpast að þeir skildu hvað var rétt og hvað var rangt, hvar voru brotin lög og hvar ekki voru brotin lög eða yfirleitt hvaða lög voru til í þessu sambandi. En kannski dró Einar örn Benediktsson skemmtilegustu niðurstöðuna af allri þessari matarumræðu. „Ég held ég fari að éta gullfiska. Þeir eru bara með þriggja sekúndna minni. Guð minn hvað mér yrði þá skemmt yfir fréttum af kalkúnalærum,11 var hans hugmynd um matar- æði! Filippus drottning- Víða barf að spara og armaður sparar þr er,FiliPPus Ediu' borgarhertogi, maður Elísabetar Bretadrottningar, engin undantekning enda þurfa þau hjón helst að gefa þegnunum gott fordæmi. Hertoginn fór þó heldur óvenju- lega leið þegar hann vildi skera niður kostnað- inn við að komast leiðar sinnar í umferðar- öngþveitinu á strætum Lundúnaborgar. Hann lagði að mestu af notkun límósína og ekur þess í stað um á leigubíl! Reyndar á hertoginn leigubílinn sjálfur, dökk- grænan Metrocab sem hann keypti á rúmar tvær milljónir kr. Fyrsta ferð hertogans um götur London vakti mikla athygli. Fólk tók þó ekkert eftir prinsinum, sem sat aftur í, heldur varð því starsýnt á „leigubílstjórann“, sem var í fullum skrúða með upptypptan hatt. Konur og pennar útgáfe bóka fyrir jól- in er komin í fullan gang og meðal bóka sem nýbúið er að gefa út er leikrit Steinunnar Jóhannesdóttur Ferðalok en það er einmitt á fjölum Þjóðleikhússins um þessar mundir. Eftir áramótin mun síðan bók Valgerðar K. Jónsdóttur í biíðu og stríðu koma út en hún fjallar um hjónabandið. Þess má geta að báðir fyrrgreindir höfundar eru í ritnefnd 19. júni! Vatnsdalshólar eru Löngum hefur því enn ótaldir! verið haldið frani að þrennt væri það á ls- landi sem óteljandi væri: Eyjarnar á Breiðafirði, vötnin á Arnarvatnsheiði og hólarnir í Vatnsdal. í sumar stóðu til þess vonir á tímabili að senn yrði hulunni svipt af því hversu margir Vatns- dalshólarnir eru. Ung listakona, Finna Birna Steinsson, tók sér fyrir hendur að reka 1000 hæla með appelsínugulri veiíu í hólana, einn í hvern hól, þar til annað hvort kláraðist hólarnir eða hælarnir. Þá myndi trúlega upplýsast hversu margir hólarnir cru. En svo fór að ekki tókst að kasta tölu á hól- ana þrátt fyrir fyrirhöfnina. Vatnsdalshólarnir eru því ótaldir og óteljandi scm fyrr.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.