19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 5

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 5
3. TBL. 1993 5 Grein Amal Qase vakti mikla at- hygli almennings og reiði meðal þeirra sem fannst að sér vegið, bæði karla sem í hlut eiga og margra kvenna frá Asíu sem fannst þær fá á sig óréttmætan stimpil og bylgju fordóma og andúðar gegn sér sem hóp. Blöðin fylgdu máliriu eftir með ýmsum hætti og a.m.k. einn stjórnmálamaður lét það til sín taka, Björn Bjarnason alþingis- maður, sem velti fyrir sér í grein í Morg- unblaðinu hvort hægt væri að gera ís- lenskukunnáttu að skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Niðurstaða hans var sú að varla væri stætt á því. Samfara umræðunni um þessi mál gerð- ist það að sérhannað námskeið í íslensku fyrir nýbúa á vegum menntamálaráðuneyt- isins og Reykjavíkurborgar var haldið í fyrsta sinn, í samvinnu við Námsflokka Reykjavíkur. Námskeiðinu veittu forstöðu Ingibjörg Hafstað, verkefnisstjóri í málefn- um nýbúabarna á íslandi, og Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, sem stóð að fræðslu fyrir mæður barnanna. Ráðstefna KRFÍ Laugardaginn 25. september gekkst Kvenréttindafélag íslands fyrir ráðstefnu um stöðu erlendra kvenna á íslandi. Stefn- an var haldin í Rúgbrauðsgerðinni og var vel sótt bæði af íslenskum og erlendum konum. Fundinn sóttu líka noldtrir eigin- menn kvenna frá Asíu. Fundarstjóri var Lára V. Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, en frummælendur voru eftirtaldar konur: Ingibjörg Þorsteinsdóttir, lögfræð- ingur, María Pricilla Zanoria, verltfræðing- ur frá Filipseyjum, Hólmfríður Gísladóttir frá Rauða krossi íslands, Guðrún Halldórs- dóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavík- ur, og Salvör Nordal, heimspekingur og framkvæmdastjóri íslenska dansflokksins. Að framsöguerindum loknum spunnust líflegar umræður og margar hinna erlendu kvenna sem voru á fundinum tóku til máls. Það gerðu einnig hérlendar konur. Niðurstaða fundarins var sú að ýmislegt já- kvætt sé að segja um samskipti íslendinga og innfluttra útlendinga og nýbúa, en margt megi líka betur fara. Að sumu leyti stafa vandræði af því að stjórnvöld hafa ekki markað nægilega skýra stefnu í því hvernig taka beri á móti erlendu fólki sem vill eða neyðist til að setjast hér að. Ekki er nægilega ljóst hvaða kröfur samfélagið ger- lr til þeirra sem hingað flytja né hverjar skyldur samfélagsins eru gagnvart nýbúum. En fordómar og andúð sem rekja má til fá- fi'æði og skorts á umburðarlyndi eru einnig vandamál hér sem annars staðar þar sem fólk af ólíkum uppruna, ólíkum kynþátt- I Ung kona frá Sómalíu, Amal Qase, hóf umraðuna um málefni erlendra kvenna á Islandi með mjög umdeildri blaðagrein. Irene Bang Möller frá Danmörku kvartaði undan því að stundum virðist sem íslensk tunga sé notuð sem kiígunartœki gagnvart útlendingum. í máli Margo Renner frá Bandaríkjunum kom fram að það sé réttur hverrar móður að tjá sig við börn sín á móðurmálinu. um og með ólíkan menningararf í fartesk- inu þarf að búa saman. Lagaleg staða Ingibjörg Þorsteinsdóttir, lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu, var fyrsti málshefj- andi og ræddi um lagalega stöðu erlendra kvenna á íslandi. (Sömu lög gilda að sjálf- sögðu um karla.) Hún rakti með hvaða hætti útlendingar öðluðust dvalarleyfi, at- vinnuleyfi og ríkisborgararétt hér á landi. Hún tók fram í upphafi máls síns að þær reglur sem hún greindi frá giltu um alla aðra en Norðurlandabúa og að sérreglur giltu um pólitíska flóttamenn. Lögin um eftirlit með útlendingum eru nr. 45 frá ár- inu 1965 og það er útlendingaeftirlitið sem afgreiðir umsóknir um dvalarleyfi. Skilyrði fyrir veitingu þess eru: 1) gilt vegabréf, 2) vegabréfsáritun í þeim tilfellum sem þess er krafist, 3) sýnt sé fram á að umsækjandi hafi nægilegt fé til að framfleyta sér áætlað- an dvalartíma. í þeim tilfellum þar sem umsækjandi hefur hvorki atvinnuleyfi né nægilegt fé til að framfleyta sér á dvalar- tímanum er hægt að uppfylla þetta síðast- talda skilyrði með því að væntanlegur maki eða sambýlismaður ábyrgist framfærslu umsækjanda. Dvalarleyfi eru venjulega veitt til eins árs í senn og síðan er sótt um árlega fram- lengingu með sömu skilyrðum. Eftir tveggja ára búsetu getur kona (karl) sem þá er í sambúð eða hjónabandi sótt um ótímabundið dvalarleyfi sem gildir þangað til hún (hann) sjálf(ur) kýs að yfirgefa landið. Greiður aðgangur, cn. . . Ingibjörg lýsti þcirri skoðun sinni að þessar reglur veittu útlendingum tiltölulega greið- an aðgang að landinu. En hún gat þess jafnframt að útlendingaeftirlitið hefði tekið upp þá vinnureglu að krefjast þess þegar sótt væri um dvalarleyfi fyrir konur frá As- íu að væntanlegur eiginmaður eða sambýl- ismaður sýni fram á að hann hafi áður hitt konuna. Þetta sé gert í þeirn tilgangi að koma í veg fyrir að konur komi hingað til lands án þess að vita hvað bíður þeirra. Lögin um atvinnuréttindi útlendinga eru nr. 26 frá árinu 1982. Ingibjörg gat þess að það gæti verið nokkuð erfiðara að fá atvinnuleyfi en dvalarleyfi hérlendis. At- vinnuleyfi er veitt af félagsmálaráðuneytinu og um þau er annað hvort sótt af atvinnu- rekanda sem óskar af sérstökum ástæðum eftir erlendu vinnuafli eða af einstakling- unum sjálfum. En það er ekki fyrr en eftir 3 — 5 ára búsetu sem einstaklingur á möguleika á að fá sjálfstætt atvinnuleyfi. Ingibjörg sagði það stefnu stjórnvalda á síðustu árum að gefa fremur út sjálfstæð

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.