19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 23

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 23
3. TBL. 1993 23 SKRIFSTOFU JAFNRÉTTISMÁLA Ábyrgðarmaðiir: Elsa S. Þorkelsdóttir Texti: Elísabet Þorgeirsdóttir Eru lconur eklii nógu reiðar? - fréttir af fyrsta Jafnréttisþinginu, sem haldið var 14. og 15. október. Jafnréttisþing var haldiö í fyrsta sinn dagana 14. og 15. október sl. Þingiö var haldiö á Hótel Sögu en samkvæmt jafnréttislögum frá 1991 skal Jafn- réttisráö halda slíkt þing þriðja hvert ár og á þing- ið að vera stjórnvöldum og Jafnréttisráði til ráö- gjafar og umsagnar á sviöi jafnréttismála. Þingiö var ágætlega sótt og þar komu fram ýmsar tilgát- ur og skýringar á þeirri lægð sem margir telja jafn- réttismálin vera í. „Eru konur ekki nógu reiöar?" var spurt og lögð fram tilgáta um að eftir aö sam- þykkt var af stjórnvöldum aö vinna þyrfti aö jafn- réttismálum hefði glóðin dofnað og lítið gerst. Vogin er aö þessu sinni helguð Jafnréttisþing- inu og verður stiklað á stóru í umræðum sem áttu sér þar stað. Aðalumræðuefnin voru fjögur: Staða kvenna á vinnumarkaði, í stjórnmálum, innan fjöl- skyldunnar og að síðustu nýjar leiðir í jafnréttis- baráttunni. Finnum nýjar leiðir „Þegar allir uröu sammála þá dó bar- áttan og eftir stóð vinnan," sagöi Elsa S. Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Skrif- stofu janfréttismála, m.a. T erindi sínu og vitnaði til orða Drude Dahlerup frá Danmörku sem segir aö eftir að jafn- réttismálin hafi verið viöurkennd af stjórnvöldum sem sérstakur málaflokk- ur hafi lítið gerst, bitiö verið tekið úr. „Þegar viö bendum á leiðir til úrbóta fá- um við jákvæð svör og falleg bros en svo gerist ekki neitt." Elsa skýrði jafnframt frá því að hug- myndir um að breyta skipan Jafnréttis- ráðs þannig að þar sætu fulltrúar stjórnmálaflokka í staö fulltrúa hags- munasamtaka og kvennasamtaka, eins og nú er, hafi ekki fengist inn í nýju jafn- réttislögin 1991. Sagöi Elsa margt mæla með slíkri breytingu, hún væri lík- legri til að skila meiri baráttukrafti en núverandi skiþan. „Kerfisleiðin er leiö sem getur skilaö okkur mun meiri ár- angri en hún gerir í dag,“ sagöi Elsa. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Kven- réttindafélags íslands, geröi lægðina einnig að umræðuefni og taldi veika sjálfsmynd kvenna hluta af skýringunni. Mörgu megi breyta í viðhorfum kvenna til sjálfra sín og annarra kvenna. „Við- höldum við tvöföldu vinnuálagi með eig- in viöhorfi?" spurði Inga Jóna. „Við verðum aö kunna að velta ábyrgðinni yf- ir á aðra, t.d. eiginmenn." Inga Jóna spáði því að lokaáfangi jafnréttisbaráttunnar yröi erfiðastur og nefndi atriði sem vinna þyrfti að: Upp- eldi í kynskiptum leikskóla; fá karlmenn til aö vinna með okkur; sýna forystukon- um siðferðilegan stuðning; efla já- kvæöa sjálfsmynd og jákvæða kvenna- baráttu og endurskoða starfshætti kvennasamtaka. Þorsteinn Antonsson rithöfundur flutti síöan erindi sem hann kallaði „Að eiga rétt á eigin skapgerð". Benti hanh á þann mismun sem er á persónuieika kynjanna og taldi konur dylja eigin skaplyndi með ýmsu móti, létu tísku- strauma og önnur leikræn fýrirbæri stjórna sér of mikið og væru margar haldnar fullkomnunaráráttu. í erindi Þorsteins kom fram nýr tónn og annað sjónarhorn á stöðu kvenna en almennt hefur komið fram. Að lokum talaði Telma Tómasson fréttamaður og lýsti viðhorfi ungu kon- unnar sem ekki hefur tekið þátt í kvennabaráttu. „Hlutverk gagnrýnand- ans er auðveldara en leikritaskálds- ins," sagði hún og taldi að konur í kvennabaráttu hefðu verið of uppteknar af neikvæðum málum og verið bundnar við of fáa málaflokka. í máli Telmu kom fram viðhorf ungrar konu sem telur jafn- réttið sjálfsagt og að við lifum á tímum einstaklingshyggjunnar. „Konur þurfa að skipta um gír og tileinka sér meira sjálfstraust og kæruleysi," sagði Telma.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.