19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 28

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 28
28 3. TBL.1993 FJÖLSKYLDAN Að þegja, þrauka og þola Erindi frummælandans, Dr. Sigrúnar Júlíusdóttur lektors, um fjölskylduna og stööu kvenna bar heitið „Hagsmunir og hollustubönd". Að því loknu fluttu Árni Sigfússon borgarfulltrúi og Steinunn Jó- hannesdóttir rithöfundur hugleiðingar. Erindi Sigrúnar Júlíusdóttur byggði á merkilegri rannsókn sem hún hefur gert á íslenskum fjölskyldum þar sem stað- fest er með vísindalegum aðferöum ým- islegt sem fólk hefur vitað um sérkenni íslensku fjölskyldunnar. í rannsókn sinni komst Sigrún að því að ástandið er mjög slæmt í samanþurði við önnur Norðurlönd en á íslandi er framlag ein- staklinga til aldraöra, til húsbygginga og til vinnu hæst á Norðurlöndum en framlag hins opinberra til félagslegrar þjónustu lægst. ímynd hinnar sterku íslensku konu er dugnaður og viss klókindi en árið 1990 eru íslenskar konur valdalitlar þótt þær séu stoltar. Þærgifta sig yngri en konur á hinum Norðurlöndunum, vinna meira, eiga börn yngri, gæta barna í meira mæli, sjá um aldraða og uppkomin börn í meira mæli en konur á hinum Norðurlöndunum. „Er styrkurinn orðinn goðsögn?" spurði Sigrún. „Er æðruleys- ið orðið að dyggö?“ Arfleiföin kennir ís- lenskum konum hlýðni við ytri aðstæð- ur. Þær eiga að bíta á jaxlinn og hopa hvergi. „Það er ekki lengur dyggð að fórna sér - það er tímaskekkja," hélt Sigrún áfram en hin rótgróna tryggð íslensku fjölskyldunnar við fornar dyggðir hefur búið til á hana hlekki, ekki aðeins kon- una heldur líka karlinn sem á, sam- kvæmt hefðinni, aö vinna langan vinnu- dag en það hindrar hann verulega í því að nálgast börn sín. Foreldrar þurfa svo sjálfir að smíða sér félagslegar lausnir sem enda oft í uppgjöf og upplausn þar sem gremjan þeinist inn á við. „Ef áhrif þegja, þrauka, þola-mynstursins halda áfram til næstu kynslóðar mun það tefja verulega fyrir jafnrétti," sagði Sig- rún. „Spenna og streita myndast þegar Ályktun: Jafnréttisþing skorar á menntamála- ráðherra að sjá til þess að mennta- málaráðuneytið framkvæmi ákvæði laga um samfelldan skóladag og einsetinn skóla fyrir börn á grunn- skólaaldri. Framkvæmdin verði með þeim hætti að öll börn landsins sitji við sama borð. fólk er ekki að gera það sem það vill gera,“ sagði Árni Sigfússon í sinni hug- leiðingu. Þetta skapar togstreitu og lausnin er aukin tillitssemi umhverfis- ins þar sem skilningur er á því að heim- ilið hafi forgang. Atvinnulífiö á að bregð- ast við þessu með sveigjanlegum vinnutíma, fólk fái t.d. 15 mínútur auka- lega í hádeginu ef það þarf aö koma börnum á milli staða. Árni greindi síðan frá starfi Reykjavíkurborgar að því að koma á heilsdagsskóla en hér á landi er skólaárið aðeins 165 dagar í saman- burði við 200 daga í Kanada og 220 í Japan. í haust kusu foreldrar 1500 bama á aldrinum 6 til 9 ára, eða um þriðjungur, aö greiða aukalega til þess að börnin gætu veriö í skólanum frá kl. 7.45 til 17.15. Stefna borgaryfirvalda er síðan að koma á einsetnum heilsdag- skóla. Steinunn Jóhannesdóttir bætti við yfir- skrift umræðunnar orðunum „Eða frels- isdraumur kvenna" og lýsti bjartsýni ungrar barnafjölskyldu fyrir 25 árum sem trúði á mátt frelsisbaráttunnar í ýmsum myndum. Þessi trú hefur beöið ýmsa hnekki og í dag er Steinunn enn að berjast fyrir jafn sjálfsögðum réttind- um og heilsdagsvist fyrir barn sitt og barnabarn á leikskóla. Steinunn hefur reynslu af því að vera meö börn bæði á íslandi og í Svíþjóð og telur sænska þjóðfélagið mun vinveittara. Það er ekki bara á stefnuskrá í Svíþjóð aö leysa málin heldur líka á framkvæmdaáætlun og þar er matsalur skólabarna jafn sjálfsagður á teikningunni og kennara- stofan. Steinunn lýsti samstarfi mæðra á leikskóla dóttur sinnar þegar þær skiþtast á um að passa börnin hverfyrir aðra þegar leikskólanum lýkur, klukkan tvö á daginn, til þess eins að geta sinnt hugðarefnum sínum eða tekiö þátt I at- vinnulífinu eins og ætti að vera réttur hverrar manneskju. í umræðum á eftir var mikið rætt um það kerfi sem nú er verið aö koma á I grunnskólum Reykjavíkur og sýndist sitt hverjum um ágæti þess. Var m.a. bent á að stjórnvöld þyrftu aö líta á framlag til dagvistarmála sem leið til aö styrkja atvinnultfið. „Þetta er sþurning um for- gangsröð," var setning sem oft heyrðist I umræðunum og staðhæfði Árni Sig- fússon að hann myndi gera allt sem hann gæti til að bæta ástandið I skóia- málum borgarinnar. Dr. Sigrún Júlíusdóttir lektor, Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og Árni Sigfús- son borgarfulltrúi.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.