19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 27

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 27
3. TBL. 1993 27 Steinunn L. Aðalsteinsdóttir, Neskaupstað: Vítamínsprauta fyrir okkur „Mér finnst hafa verið afturkippur í al- mennri umræöu meðal kvenna um jafn- réttismál," sagði Steinunn L. Aðal- steinsdóttir, formaður Jafnréttisnefndar Neskaupstaðar. „En ég hef fengið nýja vídd með því að sitja þetta þing og það mun verða vítamínsprauta fyrir okkur tvær úr Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar sem höfum verið hér. Við erum kannski ekki alveg inni í þeim umræðuefnum sem hér hafa veriö mest rædd en við höfum fengið jákvæða punkta sem viö munum nýta okkur." Jafnréttisnefnd Neskaupstaðar er ein elsta jafnréttisnefnd landsins og þar var unnið merkilegt starf á fyrstu árun- um, undir forystu Gerðar Óskarsdóttur. Steinunn, sem er sérkennari og aðstoðarskólastjóri þarnaskólans, hef- ur setið í nefndinni I átta ár en nefndin er skipuö fimm manns, þar af einum karlmanni. Nefndin hefur samið jafn- réttisáætlun fyrir bæinn og kynnt jafn- réttisnámsefni fyrir skólunum, m.a. kynskiþta stærðfræðikennslu sem kennd var á Akureyri, en Steinunn segir að áhugi skólayfirvalda sé lítill á slíkri kennslu. „Á fyrstu árum nefndarinnar var unn- ið merkilegt starf t samvinnu við Kópa- vog og Garöabæ, m.a. gefiö út frétta- bréf og 1976 var gerð skoðanakönnun á viðhorfi fólks í þessum sveitarfélög- um til jafnréttismála. Við höfum áhuga á að endurtaka þetta og gera saman- burð á viðhorfunum þá og nú. Við höfum einu sinni gefið út frétta- bréf, sem dreift var inn á hvert heimili í bænum, og erum aö undirbúa annað slíkt fyrir næstu sveitarstjórnarkosning- ar. Ég hef fengið margar hugmyndir hér á þinginu sem ég gæti komið á fram- færi þar. Það kom t.d. fram ný sýn t máli Telmu Tómasson um ungar konur sem hafa valið sér jafnréttið sem Itfsstíl. Ég hef einmitt orðiö vör viö það hjá ungum konum, þær taka eigin ákvarðanir og gera ýmislegt fyrir sig og sjálfsmynd sína sem við gerðum ekki. Þetta er auð- vitaö árangur baráttunnar. Mér fannst Itka merkilegt þaö sem kom fram hjá Guðbjörgu Lindu um það hvernig talað er um kröfur kvenna í samningum t verkalýðsfélögum. Kröfun- um er ýtt út af boröinu og stðan sagt að konur geri aldrei neitt. Hins vegar er aldrei efast um hvað karlarnir gera,“ sagði Steinunn. Hugrún Sigmundsdóttir, Akureyri: Jafnréttisáætlun Akureyrar markar tímamót Hugrún Sigmundsdóttir, forstöðukona á skóladagheimili og formaður Jafnréttis- nefndar Akureyrar, sat aðeins seinni dag Jafnréttisþingsins. Fyrri daginn dvaldi hún í leikskólanum Hjalla í Hafn- arfirði og kynnti sér af eigin raun starf Margrétar Pálu Ólafsdóttur sem taliö er eitt af stóru skerfunum til jafnréttisupp- eldis. Hugrún hefur tekið upp sumar þessara aðferöa á skóladagheimilinu og hefur áhuga á að þróa starfið enn frekar. „Eitt helsta verkefni okkar í Jafnrétt- isnefnd Akureyrar er endurskoðun jafn- réttisáætlunar sem samþykkt var til fjögurra ára 1989. Nýja áætlunin er gjörbreytt og eru teknir inn margir nýir þættir sem gera hana framsækna og nýja af nálinni hér á landi. Áhersla er lögð á að unnið sé jafnt að atvinnulífi, menntamálum og fjölskyldulífi til að auðvelda bæjarbúum aö samþætta alla þessa þætti sem spinnast um Itf þeirra. Önnur nýjung er að í stað þess aö jafnréttisfulltrúi bæjarins reyni að finna verkefni til að vinna að t jafnréttisátt er ábyrgðin færð út t deildir bæjarins og eiga þær að búa til jafnréttisáætlanir fýrir starfsemi sína og starfsmanna- stefnu. Nefndin auglýsir og veitir einnig styrki til fyrirtækja og stofnana sem vilja vinna að þróunarverkefni til að koma á meira jafnrétti. Viö höfum haft 400.000 krónur til þess verkefnis." Valgerður Bjarnadóttir er jafnréttis- fulltrúi Akureyrar t 50% starfi og fræðslufulltrúi t 50%. Hún hefur haldið fimm sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur sem öll hafa verið fullsetin og í vetur verður haldið námskeið um sveitarstjórnarmál til að fá konur til að taka meiri þátt í komandi kosningum. „Erindin, sem ég hef hlustað á hér á þinginu, hafa verið mjög fjölbreytt og áhugaverð og hafa vakið mig til um- hugsunar um þróunina og hvert við stefnum. Ég finn ekki fyrir ládeyðu t jafnréttisstarfi á Akureyri innan kerfis- ins. Hinn almenni áhugi er Itka til stað- ar þótt fólk viti kannski ekki hvaða aö- ferðir á aö nota. Þaö er eins og bar- áttuandinn sé horfinn. En það þarf að vinna aö leikskóla-, skóla- og launamál- um þar til þau leysast þótt sumum finn- ist það gömul tugga. Við þurfum líka aö benda körlum á að það eru ekki síður þeirra hagsmunir að þessi mál séu leyst í heild. Það eru til tölulegar uþplýsingar um fjölda karla t fangelsum, á geðdeildum og sem fremja sjálfsmorð. Ég kalla það fórnar- kostnað karlmennskunnar," sagði Hugrún.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.