19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 32

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 32
32 3. TBL.1993 Nordisk Forum Hvaða erindi áttu 800 íslenskar konur til Oslóborgar árið 1988? jú, pær voru að taka pátt í Nordisk Forum - norrænu kvennapingi um jafnréttismál. Konurnar áttu par ógleymanlegar stundir; fróðlegar og ótnilega skemmtilegar. Og nú hafa pær - og aðrar íslehskar konur - tækifæri til að upplifa pessar stundir á ný, pví 1.-6. ágúst 1994 verður Nordisk Forum haldið öðru sinni og nú í Abo í Finnlandi. Það er Norræna ráðherranefndin sem býður til þessa kvenna- þings — sem allir eru reyndar velkomnir á. í oktbóberbyrjun hélt íslenska undirbúnings- nefndin fund með blaðakonum til að kynna Nordisk Forum. Formaður nefndar- innar, Valgerður Gunnarsdóttir, sagði að nú skipti miklu máli að kynna sem flestum konum hvað fram fer á ráðstefnunni og hvetja þær til að skrá sig sem allra fyrst. Hún sagði að meginmark- mið væri að efla norræna sam- vinnu um jafnréttismál og vekja áhuga sem flestra kvenna, og karla, á því að stuða að þjóðfélagi jafnréttis. Þátttakendur árið 1988 voru um 10.000 frá öllum Norð- urlöndum og hlutur íslands hefur því verið býsna stór, miðaði við höfðatölu, en vonast er til að þátttakan á næsta ári verði síst minni. En hvað er það sem fer fram á Nordisk For- um 1994? Texti: Bryndís Kristjánsdóttir ur hann lagður undir menningu og listir kvenna frá öllum Norðurlöndunum. Opnunarhátíðin verður sérlega glæsileg en hún fer að mestu fram á pramma sem verður úti á miðri ánni Aura sem rennur í gegnum borgina. Konurnar' fylgjast með hátíðarhöldunum af árbakkanum. Kórar munu syngja- Ótrúlega fjölbreytt dagskrá Á skristofu nefnd- arinnar, Laugavegi 13, er hægt að fá allar upplýsingar og um sóknareyðublöð. Búið að prenta góða upplýsinga- pésa þar sem það helsta varð- andi dagskrána kemur fram. í fyrsta lagi verða fjölmargar ráð- stefnur, fundir og vinnuhópar um jafnréttismál og málefni kvenna al- mennt. Þar verður áhersla lögð á atvinnu- og fjöl- CL skyldumálefni, fjallað um þátttöku karla í jafnréttisbar- áttunni og síðast en ekki síst er lögð áhersla á að ungar konur taki þarna sem mestan þátt. Þessi þáttur fer að mestu fram í háskólunum í borginni. Steinsnar þar frá er miðbærinn og verð- Efht var til samkeppni veggspjald fyri r Nordisk Forum. an, sem vann jyrstu verðlaun, er eftir Maivor Persson frá Svíþjóð. væntanlega verður íslenskur kór þeirra á meðal. Á meðan ráðstefnan stendur munu listakonur, jafnt lærðar sem leikar, sýna verk sín, tónlistarkonur munu halda tón- leika, myndir kvikmyndagerðarkvenna verða sýndar, íþróttakeppnir fara fram á íþróttavöllum borgarinnar og alls konar uppákomur, skipulagðar sem óvæntar, verða í gangi allan daginn og fram á nótt. Á markaðstorgi og meðfram ánni verða sölubásar þar sem konur munu selja handavinnu sína og listmuni. íslensk listakona í þriöja sæti Efnt var til sam- keppni um vegg- spjald fyrir Nord- isk Forum og bárust alls 261 spjöld í keppn- ina. Myndin hér á síðunni er af veggspjaldinu sem vann en það gerði Maivor Pers- son frá Svíþjóð — en í þriðja sæti var íslensk lista- Það var Sara Vilbergs- dóttir og það sem dómnefndin setti út á hennar útfærslu var að myndin hent- aði ekki til að nota t.d. á hnappa, sem bréfhaus eða til að prenta á boli. En þriðja sæti er mjög gott - til hamingju Sara! Stefni strax á Ábo Margar konur eða kvennahópar hafa þeg- ar ákveðið þátttöku, en aðrar sem hafa áhuga á að vera með framlag á Nordisk Forum, hvort sem um er að ræða fræðslu- eða menningarefni, þurfa að tilkynna sig fýrir 1. febrúar 1994. Þær sem ætla að fara á þingið þurfa að tilkynna þátttöku fyrir 1. maí 1994 - en hafið það í huga að þær sem eru fyrstar hafa úr mestu að velja hvað varðar gistingu. Fargjaldið verður tæpar 25 þúsund krónur fyrir beint flug til Ábo. Mörg stéttarfélag- anna í landinu styrktu konur til að fara til Osló 1983 og er ekki úr vegi að konur kanni hvernig staðan er í því máli hjá þeirra stéttarfélagi. 19. júnt hvetur allar konur til að mæta og ef stefnt er að því strax, þá komast allar sem vilja!

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.