19. júní


19. júní - 01.10.1993, Page 4

19. júní - 01.10.1993, Page 4
4 ERLENDAR KONUR Á ÍSLANDI 3. TBL.1993 HEIMURINN KOMINN TIL ÍSLANDS Steinunn Jóhannesdóttir: A liðnu sumri spunnust töluverðar umræður um stóðu erlendra kvenna á Islandi í kjölfar sjónvarps- þáttar sem bar yfirskrift- ina Óttinn við útlend- inga. JJng kona frá Sómalíu, Amal Qa~ se, hóf umræðuna með grein í Morg- unblaðinu. Hún taldi að þátttak- endur í sjónvarps- þættinum hefðu verið of jákvæðir og gert of lítið úr fordómum Is- lendinga í garð útlendinga sem setjast að í landinu. Og hún taldi sömuleiðis að stjórnvöld gerðu ekki nægar kröfur um kunnáttu í ís- lensku við veitingu ríkisborgararéttar. En það sem olli mestu tilfinninga- róti var fullyrðing hennar um að nokkuð væri um að konur frá Asíu kæmu hingað til lands með óeðlilegum hætti. Til væru íslenskir karl- menn sem „keyptu“ sér konur frá lönd- um Suðaustur-Asíu og kæmu fram við þær eins og ambáttir. Þeir héldu þeim í ein- angrun og meinuðu þeim samskipti við aðra landsmenn. Þessar konur gætu svo orðið íslenskir ríkisborgarar án þess að kunna stakt orð í íslensku.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.