19. júní


19. júní - 01.10.1993, Síða 33

19. júní - 01.10.1993, Síða 33
3. TBL. 1993 33 ÍSLENSKT JÁ TAKK! Hafið er myndarlegt átak til þess að kynna íslenska fiamleiðslu undir kjörorðinu ÍS- LENSKT JÁ TAKK. Að átakinu standa Samtök iðnaðarins, ASÍ, VSÍ, BSRB og ís- lenskur landbúnaður og mun það standa til jóla. Að sögn aðstandenda átaksins er tilgangur þess að hvetja neytendur til þess að kaupa íslenska framleiðslu og að vekja athygli á því að um leið og það er gert eru neytendur ekki aðeins að styrkja íslenskan iðnað heldur einnig að skapa atvinnutæki- færi. í tengslum við ÍSLENSKT JÁ TAKK verða alls konar uppákomur til þess að minna á átakið og gildi þess að neytendur láti íslenskar framleiðsluvörur njóta sann- mælis við erlendar vörur. Þess má geta að forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, er verndari einnar viku átaksins sem gefið hefur verið nafnið Islensk vika. fslenskir Aðalverktakar sf. C LANDSMKJUN i Látið ekki • / 7 7 • / • P osin •7 • / hámilmu BRUNAMALASTOFNUN PUNKTA- FRÉTTIR Ónotuð skattkort fram- Vissir þú að úg er haldsskólanema ergja skattpmda foreldra spurning kom fram . viðræðum fráskilinnar móður þriggja barna og vinkonu hennar. Börnin þrjú eru átta ára telpa og tveir strákar að hefja háskólanám. Móðirin cr komin um miðjan aldur, háskólagengin og vinn- ur hjá ríkinu á þeim taxta sem þar gildir, um 90 þús. kr. á mánuði. Hún býr í eigin íbúð, ágætri, á gamian Fiat-bíi, og hefur lagt allt kapp á að reyna að borga skuldir sínar jafnóðum. „Mér er refsað með því að leggja á mig „sértækan eigna- skatt“ af því ég skuida ekki nóg í íbúðinni, sem er nú bara rétt mátuleg fyrir fjögurra manna fjölskyldu,“ segir konan. Par er komin skýringin á „þjóðarbókhlöðuskattinum“ sem konan vfsar til hér að framan. Það sem fer mest fyrir brjóstið á þessari konu, og öðrum í sömu aðstöðu, er að vita af skatt- kortum sonanna með ónýttum persónuafslætti uppi f skáp. Sumarvinnan var iítil og stopul, svo að kortin safna ryki heima því sem næst allt ár- ið. Á meðan sveitist móðirin blóðinu við það að framfleyta heimilinu á rúmlega 66 þús. kr. út- borguðu kaupi. Hennar eigin persónuafsláttur nær ekkí lengra. En væri annar sonanna skráður sambýlismað- ur konunnar en ekki sonur, fengi hún að nýta 80% skattkortsins hans meðan hann væri tekju- laus. Pess vegna spyr konan hvort eitthvað sé til ráða. Vinkonan kemur að vísu auga á ráð sem verið gæti að óprúttnir myndu nota sér en stríðir gegn siðferðisvitund fráskildu móðurinnar tilvitnuðu. Ráðið er að komast í samband við annað ein- stætt foreldri sem eins er ástatt um og „skiptast á afkvæmum“, þ.e. skrá sig í sambúð með barni hvort annars. Þar með fengist 80% nýtingin á skattkordnu. Fyrirsögn blaðagreinar um þetta mál er „Sið- laust ráð?“ Sumar deildir HÍ Spamaður er í háveg- kunna að spara! h;,fður (Háskóla Islands cins og annars staðar og hafa sumar deildir farið frumlegar leið- ir til að ná settum markmiðum. Stundum hefur sparnaðarviðleitnin vaidið taugatitringi á milli deilda þegar menn hafa stigið á tærnar hver á öðrum eftir að þeirra eigin tær eru farnar að skaga út úr götóttum skónum. EÍtt lítið dæmi sem gefur innsýn í vandann er þegar forráðamenn íslenskuskorar ákváðu að hætta að kenna áfangann „Meðferð talaðs máls“. Ástæðan var sú að það var tómahljóð í budd- * unni og íslenskunemar sýndu faginu lítinn áhuga. Þetta olli Sigrúnu Stefánsdóttur miklum óþægindum því kúrsinn er undirstöðuáfangi fyr- ir nemendur í hagnýtri fjölmiðlun. Hún fékk því námskeiðið fært yfir á reikning Fclagsvís- indadeildar. Stuttu eftir að námskeiðið var kom- ið á fjárlagareikning hennar, hringdu forráða- menn íslenskunnar í Sigrúnu og spurðu hvort þeirra nemcndur mættu ekki fara í kúrsinn, það væru ncfnilega svo margir íslenskunemar sem sýndu honum áliuga!

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.