19. júní


19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 24

19. júní - 01.10.1993, Blaðsíða 24
24 3. TBL.1993 VINNIMARKAÐURINN Velja önnur Umræöur um stööu kvenna á vinnu- markaönum hófust með ávörpum frá formönnum ASÍ og VSÍ. Benedikt Davíðs- son benti á atriði sem hamla framgangi kvenna og taldi það misrétti einnig bitna á körlum og börnum, þ.e. ófremdarástandiö sem rikir í leikskóla- og grunnskólamálum. Hann benti jafn- framt á að í samþykktum ASÍ-þinga væru verkalýösfélög hvött til að koma ákvæðum sem stuðla að jafnrétti inn í samninga sína. Magnús Gunnarsson sagði það vera hag fyrirtækja að fá sem hæfast starfsfólk og kæmu fjölskyldu- hagir oft í veg fyrir að konur gætu tekið að sér krefjandi störf því þeim fylgi mikil yfirvinna og ábyrgö. Konur veldu einhæf störf, gjarnan við umönnun og þjón- ustu, og verði launaþróun því hæg hjá þeim þar sem framleiðni ráði yfirleitt launum. Eina leiðin til að hafa áhrif á laun sé því aö konur sæki í karlastörf og karlar í kvennastörf. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræð- ingur hélt erindi undir yfirskriftinni „Kynskipt verkalýðsfélög - árangursrík leiö fyrir konur?" og byggði það á rann- sókn sinni á vkv.fél. Framsókn í Reykja- vík og viðtölum við félagskonur þess og félaga T Dagsbrún. í samtölum við störf til að fá verkafólkið kom í Ijós að samspil milli atvinnu og fjölskyldulífs skipti konurnar mun meira máli en karlana og sinntu þær uppeldi barna sinna oft í gegnum síma. Þær töldu því að samfelldur skóladagur yrði mjög til bóta. Guðbjörg taldi það ekki vera aðalatriði hvort fé- lögin væru blönduð eða kynskipt hvaö varðar árangur í jafnréttismálum. Þar skipti mestu að markmiöin væru skýr og leiðirnar að þeim en samkvæmt rannsókn hennar á Framsókn hefur kynskiptinging ekki skilað betri árangri í jafnréttismálum. Elínbjörg Magnúsdóttir, formaður fisk- vinnsludeildar Verkalýðsfélags Akraness, sagöi blönduö verkalýðsfélög skila góö- um árangri og taldi deildaskiptingu já- kvæða lausn. Ættu stóru verkalýðsfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu að byrja á því að sameina þjónustu sína og sam- eina félögin síðan í kjölfariö. „Við meg- um þó passa að láta strákana ekki eina um þetta," sagði Elínbjörg. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona sagði að konur væru varanlegt vinnuafl en ekki varavinnuafl og þyrftu að haga baráttu sinni eftir því. „Við erum að falla á tíma," sagði hún og nefndi stöð- una undanfarna áratugi kyrr kjör kvenna. hærri laun? Sagan, hefðin og menningin vinna með körlum og konum hættir til að kenna sjálfum sér um ástandið og fyllast sorg í stað reiði. Konur eiga að berjast fyrir þátttöku í litlum og meðalstórum fyrir- tækjum. Þær hafa nægar hugmyndir, eins og fram kom í 150 umsóknum um 300 milljón króna framlag til atvinnu- sköpunar kvenna. En það er ósamræmi í sjóðamálum kvenna og karla. Karlar með stórar hugmyndir sækja T stóra sjóði en fyrir konur eru aðeins litlir sjóð- ir fyrir litlar hugmyndir. Á sama tíma hefur þurft að afskrifa 7 milljarða vegna gjaldþrota fyrirtækja karla. Fjörugar umræður spunnust að fram- söguerindum loknum og voru konur í Framsókn varaðar við að tapa áhrifum ef þær sameinuöust Dagsbrún. Sagði Ragna Bergmann Formaöur félagsins aö ef til sameiningar kæmi yrði það á jafn- réttisgrunni og stofnað yrði nýtt félag með nýju nafni. Var bent á ýmis teikn á lofti T atvinnumálum þar sem verkafólk gæti oröið sterkara meö því að starfa saman T félögum en þá mættu konur ekki láta sinn hlut eins og reyndin hafi orðið I Bretlandi þegar kvenna- og karla- félög sameinuðust. ÁLYKTLN: Jafnréttisþingið skorar á stjórnvöld að aðstoða markvisst þær konur sem eru T fyrirtækjarekstri og þær sem hafa áhuga á því að hrinda at- vinnuskapandi hugmyndum T fram- kvæmd. í þessu tilliti beiti stjórnvöld sér fyrir því að komið verði upp upp- lýsingamiðstöð fyrir konur þar sem hægt verður aö veita upplýsingar, hvatningu og faglega ráögjöf í tengslum við smærri atvinnurekstur. • „Ýmis tregðulögmál vinna gegn fram- förum kvenna á vinnumarkaði, t.d. dagvistar-, mennta- og skólamál." Benedikt Davíðsson forseti ASÍ. • „Við viljum gjarnan fá fleiri konur til aö vinna með samtökum atvinnurek- enda," Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ. • Skv. síöustu samningum átti ríkis- sjóður aö setja 1 milljarö í atvinnu- skapandi verkefni. 60 milljónum var varið til að skapa störf fyrir konur - hinum 940 í störf fyrir karla. Benedikt Davíðsson forseti ASÍ, Össur Skarphéðinsson starfandi félagsmála- ráðherra, Lára V. Júlíusdóttir formaður Jafnréttisráðs, Hrafnhildur Stefánsdóttir lögfræðingur VSÍ og Magnús Gunnarsson formaður VSÍ.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.