19. júní


19. júní - 19.06.1994, Page 2

19. júní - 19.06.1994, Page 2
RITSTJÓRASPJALL: Til hatningju Ingibjörg Sólrún Hjörtu jafnréttissinna glöddust á kosninganótt þegar úrslit sveitarstjórnarkosninganna gáfu til kynna að næsti borgarstjóri í höfuðborginni yrði kona, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, sein bæði hefur setið í borg- arstjórn og á alþingi íslendinga. Víða um land hafa konur setið sem formenn sveitar- og bæjarstjórna en í Reykjavík hefur aðeins ein kona áður gegnt embætti borgarstjóra en það er Auður Auðuns, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, en hún var borgarstjóri frá 1959 til loka árs 1960 eftir margra ára veru í borgarstjórn. Framboð Ingibjargar Sólrúnar til borgarstjóra bar brátt að og kjósendur í Reykjavík brugðust við og ljáðu henni liðsinni með ógleymanlegum hætti. Anægjulegt er einnig til þess að vita að nýr forseti borgarstjórnar er kona, Guðrún Agústsdóttir. Tvær konur í efstu stöðum borgarstjórnar marka þáttaskil í sögu kvenréttinda á Islandi. Athyglisvert er að nú eru konur í fyrsta sinn í meirihluta í borgarstjórn. Margir áratugir hafa liðið frá að íslenskar konur fengu kosn- ingarétt og áhrif þeirra í stjórnmálum hafa aukist jafnt og þétt, þótt mörgum finnist sá róður oft þungur og bera seint árangur. Einstakir sigrar jafnréttissinna gleðja að sjálfsögðu en engu að síð- ur má spyrja hvort örlítil aukning kvenna í stjórnmálum, á fjög- urra ára fresti, hvort heldur er um að ræða sveitarstjórnar- eða al- þingiskosningar, sé viðunandi? (Niðurstöður sveitarstjórnarkosn- inganna nú gefa til kynna að konur hafi aðeins aukið hlut sinn en þegar þetta er skrifað eru ekki fyrirliggjandi endanlegar tölur þar að lútandi). Svarið við spurningunni hlýtur að vera nei, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að stjórnmálaflokkarnir telja sér það til góða að tala um jafnrétti kynjanna fyrir kosningar en svo þegar upp er staðið eftir prófkjör og forval fyrir kosningar kemur oftast í ljós að konur eiga enn sem fyrr á brattann að sækja. Þessu verður að breyta — tækifæri til þess er í næstu alþingiskosningum! I tilefni 50 ára lýðveldisafmælis íslands er grein í þessu tölublaði 19. júní þar sem fjallað er um sögu kvenréttindabaráttunnar og spurt hvort kvennahreyfingin sé á breytingaskeiði. Ymsir halda því fram að svo sé og tala jafnvel um skref afturábak. Leiðarahöf- undur tekur undir það að kvenréttindabaráttan sé á breytinga- skeiði, en efast um að það sé af neikvæðum toga. Eins og öll bar- átta, tekur jafnréttisbaráttan breytingum, hún er það sem þjóðfé- lagið, kynslóðirnar, er hverju sinni. Baráttan lagar sig að breyttum áherslum og jafnréttissinnar verða að svara kalli tímans. Bættur hlutur kvenna um aðeins 1-2%, sem líkur benda til nú, er jafn- réttissinnum áminning um enn frekari baráttu og kröfur um aukna viðurkenningu þjóðarinnar á því að við verðum að skila landinu til komandi kynslóða með fullu jafnrétti innanborðs. Slík er skylda okkar. 19. júní og útgefandi þess, Kvenréttindafélag íslands, ítreka hamingjuóskir til Ingibjargar Sólrúnar og íslenskra kvenna með nýjan borgarstjóra í Reykjavík. EFNISYFIRLIT: 3 4 9 10 12 14 Ritstjóraspjall: Til hamingju Ingibjörg Sólrún! Kvennahreyfing á breytingaskeiði: Fróðleg umfjöllun Lilju Ólafsdóttur um jafnréttisbaráttuna á íslandi og er- lendis. Launamisrétti aldrei eins mikið, segir kvenréttindakonan Bjarnfríður Leós- dóttir. Konur máttu ekki skara framúr, segir Else Mia Einarsdóttir kvenréttinda- kona. Ungar fjölskyldur þurfa verulegan stuðning, segir séra Þorvaldur K. Helgason hjá Fjölskylduþjónustu kirkjunnar í athyglisverðu viðtali við Steinunni Jóhannesdóttur. Reykingakona - hver ert þú? Aðkall- andi spurning frá Bryndísi Kristjáns- dóttur sem fjallar um reykingar og af- leiðingar þeirra. 17 18 21 28 30 32 íslenskar konur íjölmenna til Finn- lands á Nordiskt Forum 1994. Bókmenntasýn: Að þessu sinni er penni bókmenntasýnar Guðbergur Bergsson rithöfundur. Vog skrifstofu jafnréttismála Með hendur í hári. . . Valgerður Katr- ín Jónsdóttir veltir upp ýmsum hliðum höfuðprýðinnar. Fréttir úr starfí KRFÍ. Málstaður lcvenna hefur fengið byr, segir Jónína M. Guðnadóttir, íyrrver- andi ritstjóri 19. júní, stjórnarmaður og varaformaður KRFÍ, í viðtali við Sigrúnu Sigurðardóttur. 19. júní 2. tbl. 44. árgangur 1994 Utgefandi: Kvenréttindafélag íslands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ellen Ingvadóttir Ritstjórnarfulltrúi: Valgerður K. Jónsdóttir Aðrir í ritnefnd: Bryndís Kristjánsdóttir, Kristín Leifsdóttir, Inga D. Sigfúsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Stefanía Traustadóttir. Prófarkalesari: Þórdís Kristleifsdóttir Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir o. fl. Auglýsingar: Sigrún Gissurardóttir Utlit, setning, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi Forsíða: Forsíðumynd af Ragnheiði Harðardóttur Ljósmyndari: Rut Hallgrímsdóttir 2

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.