19. júní - 19.06.1994, Side 6
Þrem árum síðar, 31. des. 1919, skrifar Brí-
et brýningu til ungra kvenna í Kvenna-
blaðið:
„Þær mcga ckki halda, að nú sc öllu óhætt, að allt sé
nú fengið, scm konur hafi óskað eftir, og ávextirnir
komi af sjálfu scr. Þær skulu vita það, að til þcss að
þcssi rcttindi vcrði að tilætluðum notum, vcrða þær
að standa á vcrði fyrir þeim, hafa ábyrgð á því, hvcrn-
ig konur nota þau, og að þær skilji almennt, að þeirra
hlutverk sc að gcra sig alls staðar ómissandi, og fylla
mcð sæmd allar þær stöður, sem þær taka að sér,
hvort sem það cr á heimilunum eða utan heimilis.“
Konur höfðu nú einnig öðlast réttindi til
æðra náms og til embætta til jafns við karla
og flest hróplegustu misréttismálin því af-
numin. Eftir var að læra að nýta sér fengið
frelsi eins og Bríet brýnir konur svo vel á í
ofangreindum tilvitnunum, sem eiga er-
indi við okkur enn í dag.
IVIcö kjörgcngi og
kosningarélt aö vopni
Framsæknar konur tóku nú til óspilltra
málanna við endurbætur í ýmsum þeim
málum sem nú á dögum eru stundum
kölluð „mjúku málin“ og hafa, a.m.k. fram
undir þetta vor, þótt svolítið hallærisleg og
til hliðar við það sem „skiptir raunverulegu
máli“. Af nógu var að taka því fáir höfðu
sinnt þeim fyrir. Konurnar beittu sér í
heilbrigðismálum, réttindamálum barna,
hækkun meðlagsgjalda, skólamálum og
fræðslustarfi fyrir konur, nt.a. lestrarfélagi í
Reykjavík. Barist var fyrir byggingu Land-
spítala, nýrri sifjalöggjöf, heilsueftirliti
skólabarna, matgjöfum til barna, sund-
kennslu stúlkna, auknunt hreinlætiskröf-
um og betra skipulagi með dreifingu
mjólkur, svo eitthvað sé nefnt.
Samt gekk afskaplega hægt að koma
konum á Alþingi og í sveitarstjórnir og er
það varla fyrr en á síðustu tveim áratugum
að eitthvað kveður að konum í forystu-
sveitum stjórmála.
Eftirstríösárin
Á eftirstríðsárunum áttu kvenréttinda-
mál nokkuð erfitt uppdráttar. Um Vestur-
lönd voru menn uppteknir við að ná fjöl-
skyldum saman og endurvekja stöðugleika
eftir stríðshrellingar. Koma þurfti konun-
um aftur inn á heimilin svo karlarnir sem
sneru heim úr hernaði gætu tekið við fyrri
störfum. Kvenlegar dyggðir að hefðbundn-
um hætti voru lofsungnar. Athyglisvert er
að skoða stöðluðu manngerðirnar úr amer-
ískum kvikmyndum þessa tíma. Karlarnir
eru rosalegir harðjaxlar sem vita allt og gefa
skipanir á báða bóga. Konurnar eru barna-
legar, tala hálfgerða tæpitungu og virðast
ekki hafa fullan andlegan þroska. Þá var í
tísku að konur væru ósjálfbjarga og krafta-
lausar. Vei þeirri stelpu sem varð uppvís að
því að geta skipt um peru eða skrúfað lok
af dós. Sú gat átt það víst að pipra, sem
þýddi hálfgert að fara í hundana þegar
kona átti í hlut.
Samt voru sumar konur eitthvað að
nudda í jafnréttismálum, eins skelfilega
hallærislegt og það þótti. Seint á sjöunda
áratugnum voru loksins lögleidd sörnu
laun fyrir konur og karla á Islandi. Þá var
liðin rúmlega hálf öld frá stofnun fýrsta
verkalýðsfélags kvenna á landinu.
Raiiðsokkurnar
Með stúdentauppreisnum, blómabörn-
um, vinstri bylgju og endurmad lífsgilda
’68 kynslóðarinnar risu konur upp á aftur-
fæturna sem aldrei fyrr. Þær bitu í skjaldar-
rendur og geistust fram með kröfur um
fullt jafnrétti við karla, skilyrðislaust. Pillan
gaf þeim frelsi til að skipuleggja líf sitt.
Menntun gaf þeim möguleika á störfum á
þeim áhugasviðunt sem þær kusu og veitti
þeim víðsýni og sjálfstraust til tala sínu
máli og færa rök fyrir því. Margir sigrar
unnust á skömmum tíma: llýmkuð fóstur-
eyðingarlöggjöf, fæðingarorlof fýrir alla,
jafnrétdslög, víðtæk samstaða kvenna í
allsherjarvinnustöðvun 24.
október 1975. Fyrsti
kvenpresturinn vígð-
ur. Vigdís Finn-
bogadóttir
kosin for- ><'/' setí.
Svona /1 r má lengi
telja. Á tíu
ára afmæli kvenna-
frídagsins héldu konur
upp á daginn í Reykja-
vík meðal annars nteð því
að kynna störf sín. Kom þá
í Ijós að fáar starfsgreinar á
landinu voru kvenmannslausar.
Jatnrétliö nálgasl
Á undanförnum misserum heyrast mis-
háværar raddir um að bakslag sé hlaupið í
framrás kvenna. Launamisrétdð er enn við
lýði og konur finna fýrir andstöðu á ýms-
um sviðum. Nú er erfitt tímabil í atvinnu-
málum og konur eru í meirihluta þeirra at-
vinnulausu. En er þetta nokkurt bakslag í
jafnrétdsmálum? Ég held þvert á móti að
þetta séu síðustu dreggjar gamals viðhorfs.
Með tilliti til alls þess sem upp var rifjað
hér á undan er staða kvenna alltaf að lag-
ast. Konur eru nú að verða áberandi í ís-
lensku þjóðlífi, hvort sem litið er á stjórn-
unarstöður eða pólitík þótt enn séu þær í
miklum minnihluta. Ég held að nú hafi
konur náð að verða sá „krítíski massi“ í at-
hafnalífi og áhrifastöðum sem nauðsynleg-
ur er til að ekki verði aftur snúið.
I dag er því yfirleitt tekið sem eðlilegum
hlut að kona sé í forsvari. Þær okkar sem
þekkja fýrri tíma geta borið saman viðmót-
ið sent konur í stjórnunarstöðu mættu í
byrjun áttunda áratugarins við nútímann.
Nú gefa kannanir til kynna að fleiri vilji
hafa konur sem yfirmenn en karla. Um-
ræða um stöðu kvenna mætti þá ódulinni
andstöðu alls þorra karla og því miður
einnig ntargra kvenna. Álit Jóns landritara
á hæfileikum kvenna lifði enn. Þegar rökin
þraut klykktu menn út með því að segja að
svo væru þessar rauðsokkur svo ljótar.
Nú er þetta allt að koma. Það er vara-
samt að fýllast svartsýni því svartsýnin rífur
niður í stað þess að byggja upp. Þetta mega
lesendur alls ekki skilja svo að við eigum
að hægja á sókninni. Nú er þvert á mód
svo góð undirstaða fengin að engin kona
hefur afsökun fýrir því að láta bjóða sér
misrétti.
Karlmenn eru nú loks að taka við sér
líka. Þeir eru farnir að átta sig á því mis-
rétti sem felst í því að fá ekki að taka fullan
þátt í uppeldi barna sinna og vera
virkir til jafns við eig- - inkon-
una í heim- ilislíf-
inu. Nýj-
ustu athugan-
ir sýna að ungir
karlar á Vesturlönd-
um eru ekki lengur dlbúnir
til að taka framabraut í viðskiptalíf-
inu fram yfir börn og heimili. Þeir eru sem
sagt að ná sér á strik og eru nú flestir orðn-
liðtækir við brauðgerð og matseld og
farnir að skiptast á eldhúsráðum um
kryddtegundir og kássumall.
Bclri gcöhcilsa barna
litivinnaiHli mæöra
I grein í Morgunblaðinu 15. maí sl.
kemur fram að kannanir sýna að geðheilsa
barna útivinnandi kvenna er betri en barna
þeirra heimavinnandi. Guðfinna Eydal,
sérfræðingur í klínískri sálarfræði, komst
að þessari niðurstöðu í könnun 1981-1982.
Þáverandi heilbrigðisráð lagðist gegn því
að fjallað yrði um svo viðkvæmt mál sem
stöðu barna heimavinnandi mæðra og
hafði hljótt um niðurstöðurnar.
Árin 1990-1992 gerði Einar Ingi Magn-
ússon, sálfræðingur, könnun á áhrifum
leikskóladvalar og atvinnuþátttöku mæðra
á þroska leikskólabarna. Niðurstöðurnar
voru að börn útivinnandi mæðra mælast
að jafnaði þroskaðri en börn heimavinn-
andi mæðra.
6