19. júní


19. júní - 19.06.1994, Page 12

19. júní - 19.06.1994, Page 12
ÁR FfÖLSKYLDUNNAR Málefni fjölskyldunnar hafa verið mjög til umræðu að undanförnu enda árið 1994 kjörið til þess. í 1. tbl. 19. júní var greint frá rannsókn dr. Sigrúnar Júlíusdóttur á ís- lenskum fjölskyldum sem hún lagði fram og varði til doktorsprófs á s.l. ári. Sigrún hefur langa reynslu af fjölskyldumeðferð og veit hvar skórinn kreppir, þótt rann- sókn hennar hafi aðallega beinst að fjöl- skyldum sem eru bjargráða og komast af í íslensku samfélagi. Rannsókn Sigrúnar sýnir að ónógur stuðningur þjóðfélagsins við fjölskylduna bitnar á konum á þann hátt að þær láta hagsmuni fjölskyldunnar ganga fyrir eigin starfsframa. Sívaxandi menntun íslenskra kvenna er því vannýtt auðlind. f þessu blaði munum við beina sjónum að ungu fjölskyldunni. Okkur finnst það við hæfi þegar íslenska lýðveldið stendur á fimmtugu að huga að því hvernig búið er að þeim sem eiga að ala upp næstu alda- mótakynslóð. Fjölskyldan í kreppu íslenska fjölskyldan er í kreppu af því að þjóðfélagið er í kreppu. Kreppueinkennin eru mörg og kunn. Hjónaskilnuðum hefur fjölgað jafnt og þétt á liðnum áratugum og orsakir þeirra eru margar og flóknar. Margvísleg vandamál hrjá börn og ungl- inga sem oftar en ekki koma frá sundruð- um eða veikburða fjölskyldum. Afengis- notkun barna og unglinga á grunnskóla- aldri er sífellt að færast í aukana og óhugnanleg dæmi um ofbeldisverk þeirra Ungar fjölskyldur þurfa verulegan stuðning segir séra Þorvaldur Karl Helgason hjá fjölskylduþjónustu kirkjunnar í viðtali við 19. júní. sem verst eru staddir eru fjölmiðlamatur og hneykslunarefni „betri“ borgara. Geð- I heilsa íslenskra barna er lakari en í þeim velferðarríkjum sem við kjósum oftast að bera okkur saman við. Sú er niðurstaða nýlegrar rannsóknar Helgu Hannesdóttur barnageðlæknis sem nýlega var greint frá í Morgunblaðinu. Allir sem einhverja ábyrgð bera á þessari þróun, og það gerum við flest, stjórnmála- menn jafnt og almennir borgarar, hljóta að sjá að það tækifæri sem býðst á þessu ári til þess að huga að vandanum og horfast í augu við hann verður að leiða til raun- hæfra aðgerða til þess að stórauka aðstoð við fjölskylduna og breyta uppeldisskilyrð- um íslenskra barna til hins betra. I'jölskylduþjónusla kirkjunnar Fyrir tveimur og hálfu ári var sett á fót merkileg stofnun á vegum íslensku þjóð- kirkjunnnar sem heitir Fjölskylduþjónusta kirkjunnar og er til húsa að Laugavegi 13 í Reykjavík. Það var sjálfsagt ekki vonum fyrr því vissulega kemst kirkjan í snertingu við obbann af íslenskum fjölskyldum á sér- stökum tímamótum, eins og við stofnun þeirra með giftingu hjóna, skírn barna, fermingu, skilnaði og dauðsföll. Það hefur samt ekki verið skilgreint hlutverk kirkj- unnar að sjá um foreldrafræðslu sérstaklega eða verulegan undirbúning fyrir sambúð og hjónaband öðru vísi en í guðsþjónust- unni. Þetta skref markar því tímamót bæði í sögu kirkjunnar og í íslensku þjóðfélagi því þjónusta af þessu tagi er ekki fyrir hendi annars staðar í samfélaginu nema sem hluti af geðheilbrigðiskerfinu. Þar er um að ræða göngudeild Geðdeildar Land- spítalans, Barnageðdeild og Unglingaráð- gjöf ríkisins. Sömuleiðis hafa heilsugæslu- stöðin á Akureyri og félagsráðgjafar og sál- fræðingar með eigin stofur veitt fjölskyldum ráðgjöf og aðstoð. Þessar upplýsingar veitti séra Þorvaldur Karl Helgason, forstöðumaður Fjölskyldu- þjónustu kirkjunnar, þegar blaðamaður 19. júní ræddi við hann um miðjan maí. Þorvaldur Karl hafði gegnt prestsþjón- ustu í 15 ár þegar hann fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna í fjölskylduráðgjöf. Síðan lauk hann tveggja ára viðbótarnámi hjá Sigrúnu Júlíusdóttur og fleirum við endur- Texti: Steinunn Jóhannesdóttir 12 Ljósm. Guðm. Svansson.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.