19. júní - 19.06.1994, Qupperneq 15
náttúrulega vörn gegn sjúkdómnum,
þ.e.a.s. östrógen hormóninn sem hefur
hagstæð áhrif á blóðkerfið, en við tíðahvörf
minnkar östrógen og þá geta konur komist
í áhættuhópinn. Reykingar eru þó miklu
hættulegri því þær virðast gera að engu
hina náttúrulegu vöm kvennanna. Þær
lækka svokallað gott kólestról í blóðinu
sem vinnur gegn blóðfitu í æðaveggjunum.
Reykingarnar virðast líka minnka virkni
östrógens.
Reykingar valda því að æðarnar þrengj-
ast og kölkun verður. Þær stuðla öðru
fremur að því að blóðflögur klumpast sam-
an og valda stíflumyndun. Rannsókn sem
unnin var á vegum Hjartaverndar sýndi að
miklar reykingar eru ótrúlega sterkur
áhættuþáttur kransæðastíflu hjá konum og
að reykingar eru hlutfallslega sterkari
áhættuþáttur hjá konum en körlum! Karlar
sem reykja um einn pakka á dag eru í rúm-
lega tvöfaldri hættu samanborið við konur
sem eru í þrefaldri hættu. Því meiri reyk-
ingar því meiri áhætta: karlar sem reykja
meira en 25 sígarettur á dag eru í þrefaldri
áhættu - en konur sem reykja jafnmikið í
sjöfaldri hættu! Hætta á kransæðadauða
stórreykingakonu undir 55 ára aldri er ell-
efuföld miðað við karla. Sjúkdómurinn
þekkist varla í þessum aldurshópi hjá kon-
um sem aldrei hafa reykt.
llúð rcykingakonu
Guðný Guðmundsdóttir talaði um áhrif
reykinga á húðina. Sagðist hún geta séð
það á fólki hvort það reykti eða ekki; húð
reykingafólks væri yfirleitt grófari og opn-
ari því líkaminn losar sig við eiturefni tób-
aksins í gegnum húðina í formi svita og úr-
gangs. Reykingakonur ættu því ekki ein-
göngu að hreinsa á sér húðina fyrir
svefninn, heldur líka á morgnana, þar sem
líkaminn hafi notað nóttina til að losa sig
við eiturefni dagsins á undan.
Reykingar minnka blóðflæði æðakerfis
líkamans og er húðin þar engin undan-
tekning. Þetta hefur margs konar óæskileg
áhrif á húðina, m.a. þornar húðin mun
fyrr og húð reykingakonu verður því fyrr
hrukkótt en hinna. Eitt
fyrsta einkennið sem flestir
þekkja eru hrukkurnar í
kringum munninn sem ein-
kenna reykingakonur. Húð-
litur reykingafólks er líka
verri, oft er hann grár sem
varla þykir ákjósanlegasti
andlitsliturinn. Reykingar
eyða líka fyrr en ella mörg-
um bætiefnum úr líkaman-
um, meðal þeirra eru svo-
kölluð andoxunarefni sem
hægja á öldrun — en áreiðan-
lega vilja fæstar konur flýta
fyrir Elli kerlingu!
A reyklausa deginum í ár
var að sjálfsögðu fjallað mik-
ið um afleiðingar reykinga í
fjölmiðlunum og m.a. kom
fram að reykingafólki er
fjórfalt hættara við að fá sór-
íasis eða exem um allan
kroppinn og einnig springa
háræðarnar frekar í andliti
reykingafólks en hinna — og
það finnst fáum konum
æskilegt.
Ólauldu höniin og
reykingar
Margar reykingakonur
hætta að reykja á meðan þær
ganga með barn - barnsins vegna. En
óæskileg áhrif reykinga á meðgöngu geta
ekki síður verið hættuleg konunni en hinu
ófædda barni! Þetta var megininntakið í
fyrirlestri þeirra Sigurbjargar Ólafsdóttur
og Gígju Sveinsdóttur, hjúkrunarfræðings
og ljósmóður, sem við birtum útdrátt úr
og bætum nokkru við.
Allar konur hafa heyrt að börn reykinga-
kvenna eru að meðaltali talsvert léttari en
börn hinna - og þær mega ekki láta sögur
um einstaka stórt barn reykingakonu aftra
sér frá því að hætta að reykja á meðgöngu.
■ Þú ert konan sem mengar andrúmsloftið sem
við hin eigum að draga að okkur - líka
ófædda barnið í kviði konunnar við hlið pér.
Þú ert konan sem er hættara við beinpynn-
ingu en konunni sem ekki reykir.
■ Þú ert konan sem er að næra ófætt barn sitt
á niktótíni.
■ Þú ert konan sem er að gera húð sína elli-
legri og verri en hún væri efpú reyktir ekki.
■ Þú ert konan sem nærir nýfætt barn sitt á
nikótínmengaðri móðurmjólk.
■ Þú ert konan sem er ekkert flottari í útliti
pótt pú sért með sígarettu.
■ Þú ert konan sem átt á hættu að fá sóríasis.
■ Þú ert konan sem börn og unglingar taka sér
til fyrirmyndar.
■ Þú ert konan sem átt á hættu að deyja í
blóma lífsins afvöldum lungnakrabbameins.
■ Þú ert stórreykingakonan sem er í sjöfalt
meiri hættu en stórreykingakarl að fá krans-
æðastíflu.
■ Þú ert konan sem er ekkert grennri pótt pú
reykir.
■ Þú ert konan sem er miklu hættara við leg-
hálskrabbameini en konunni sem ekki reykir.
■ Fyrst og fremst ert pú konan sem fer illa með
pennan eina líkama sem pú átt og ert pví
sjálfri pér verst!
PUNKTA-
FRÉTTIR
Stuðla stjórnvöld á Ungfrú Alhcimur var
Filippseyjum að vali,n með PomP °s
prakt a dögunum a
vændi? r i-
rilippseyjum og var
að vonum mikið um dýrðir eftir langan og
strangan undirbúning. Indversk fegurðardís
hreppti hnossið að þessu sinni.
En eins og fyrri daginn voru ekki allir á eitt
sáttir um ágæti þessarar samkeppni og ekki fór á
milli mála hvers sinnis filippínski femínistahóp-
urinn Gabricla er en hann lýsti svo áliti sínu
fréttabréfi: „Ríkisstjórn Ramosar endasendist í
stöðu hórmangara heimsins,“ segir þar.
Dýrt að eiga af- Þeir sem áttu afmæli
mæli á vitlausum t’ann 1 apríl í'ðast!ið
, inn, sem var föstudag-
® " urinn langi, og vildu
halda upp á það í einhverjum af útleigðum
veislusölum borgarinnar, þurftu að greiða Iög-
reglunni í Reykjavík 5.000 krónur í leyfisgjald
vegna vínveitinga. Auk þess þurftu þeir að
greiða 3.600 krónur til Tollstjóra, það er 2.700
krónur í skemmtanaskatt - og 900 krónur í
prentkostnað! IJcssi gjaldtaka á afmælisbörn er
óneitanlega hressileg en mun falla undir skil-
greininguna „tækifærisvínveitingaleyfi“ og byggj-
ast á lögum frá 1991 um sértekjur til ríkissjóðs.
Ekki þarf að taka það fram að flest afmælis-
börn spyrja hvorki kóng né prest heldur halda
bara veisluna eins og þeim sýnist. En ef einhver
er svo óheppinn að spyrjast fyrir um leyfi og
gjöld er þetta útkoman.
Þjóðhátíðarbúning- Þjóðbúningur (s-
ur fyrir karla lenskra kvenna hefur
löngum notið virðing-
ar, síðustu áratugina svo mikillar að fáar konur
liafa treyst sér til að bera hann. En á 50 ára lýð-
vcldisafmæli þjóðarinnar hafa konur svo sannar-
lega tekið við sér og hafa margar saumað sér
búninga til að bera í tilefni hátíðarhaldanna 17.
júní og væntanlega framvegis við hátíðleg tæki-
færi.
í tilefni afmælisins hefur verið bryddað upp á
þeirri nýjung að leita eftir hugmyndum að þjóð-
hátíðarbúningum fyrir karla. Hefur verið efnt til
samkeppni um útlit og hönnun og bárust hátt í
60 tillögur. Gera aðstandendur sér jafnvel vonir
um að þarna lcynist einhver uppástunga að var-
anlegum þjóðbúningi íslenskra karla.
Verður fáninn 1>cgar minnst cr
notaður í ^immtlu ara a^mæhs
. _ hins íslenska lýðveldis
auglysingum? nýtur þjóðfáninn
meiri vinsælda en kannski nokkru sinni fyrr.
Flaggstengur og fánar í öllum stærðum hafa selst
grimmt og virðast flestir vilja sýna hug sinn í
verki mcð því að draga sem víðast að húni bláa
fánann okkar með hvíta og rauða krossinum.
í landinu gilda lög um meðferð og notkun ís-
lenska fánans og þar er t.d. sérstaklega tekið fram
að óheimilt sé að nota þjóðfanann á umbúðir eða
í auglýsingar á vörum. Þessu telja sumir að tíma-
bært sé að breyta, þetta ákvæði eigi ekki lengur við
rök að styðjast og íslenskar gæðavörur sem séu ætl-
aðar til útflutnings eigi að bera glögg einkenni ís-
Iands. Mælir Allsherjarnefnd Alþingis með því að
lög um þjóðfánann verði endurskoðuð og sérstak-
lega hugað að þessu atriði.
15