19. júní - 19.06.1994, Síða 34
til að vekja athygli á konum og því sem
þær voru að gera í listum og menningu.
Það voru haldnar menningarvökur með
heilmikilli viðhöfn til þess að koma konum
á framfæri, kynna þær og félagið í leiðinni“
segir Jónína. Hún segir að þetta hafi haft
áhrif á sínum tíma en nú sé fjöldi kvenna í
listsköpun orðinn svo mikill að svona að-
ferðir eigi ekki lengur við.
„Kvennafrídagurinn 1974 kveikti ærlega
í mér á sínunt tíma, þá var svo augljóst
hvað konur hér á landi voru skammt á veg
komnar á mörgum sviðum borið saman
við nágrannaþjóðir okkar, ekki síst í stjórn-
málum. Þá sátu aðeins þrjár konur á þingi
og höfðu gert lengi. Þessi mynd hefur stór-
lega breyst, einkum í stærri sveitarstjórnum
og í Reykjavík. En það sem æpti þó á
mann enn meir á þessum árum var ójöfn
aðstaða þeirra kvenna sem vildu fara út á
vinnumarkað, bæði vegna Iágra launa og
ófullnægjandi aðstöðu fyrir börn útivinn-
andi kvenna. Og því miður er ekki hægt að
segja að á þessu hafi orðið nein umtalsverð
breyting þrátt fyrir tuttugu ára baráttu, sér-
staklega hvað launin varðar.
I'rá |)(‘ssu límabili cr niargs
að minnast.
Það var skemmtilegt að vinna að því
sem gert var í lok kvennaártugarins. Mér
var falið að ritstýra bók sem heitir Konur
hvað mí? - þar var farið yfir áratuginn og
metinn árangur á öllum sviðum, kvenna-
smiðja var sett á laggirnar °g * lokin var
kvennafrídagurinn endurtekinn. Allt tókst
þetta vel og það var skemmtilegt og gef-
andi að taka þátt í þessu. Dagurinn þegar
haldið var upp á 75 ára afmæli kosninga-
réttar er minnisstæður í mínum huga. Há-
tíðahöldin og fundurinn um kvöldið tók-
ust mjög vel og það var ánægjulegt að fá
bandaríska fyrirlesarann og kvenréttinda-
konuna Betty Friedan í heimsókn til að
tengja okkur við umheiminn enn betur.
Þessum atburðum tengdist ég sjálf og og
því eru þeir mér kannski hugstæðari en
ýmislegt annað.
Margt hefur vissulega breyst í málefnum
kvenna á þessum 15 árum. Eftirminnilegt
er þegar Vigdís var kjörin forseti og
Kvennalistinn kom fram og vissulega hefur
staða kvenna í stjórnmálum breyst við það.
Raust kvenna var farin að heyrast upp úr
1970 og ég var sammála þeim rómi þó ég
stæði álengdar. Sjálf varð ég ekki virk fyrr
en eftir Kvennafrídaginn, þá rann upp fyrir
mér ljós. í raun áttar maður sig ekki fyrr
en málin fara að snerta fjölskylduna Þess
vegna er erfitt að fá ungar konur til að taka
þátt í kvennabaráttunni, það er ekki fyrr
en vandamálið brennur á þeirra eigin
skinni að þær vakna til vitundar - sjá að
allt er ekki eins og það á að vera. Þær hafa
Iokið námi og fjölskyldan stækkað og þá
eru þær oft króaðar af. Það vantar eitthvað
— samfélagið stendur ekki með þeim.
I dag skynja ég ýmislegt sem bendir til
afturhvarfs. í fréttaflutningi t.d. er í dag
mikið lagt upp úr útliti kvenna. Fegurðar-
samkeppni og umræða um hana er áber-
andi og blúndunærfötin eru auglýst enda-
laust — ekki svo að skilja að ég sé á móti
kvenleikanum heldur skynja ég hættu í því
að það er eins og verið sé að koma því inn
hjá ungum konum að þær eigi aðallega að
vera til skrauts. Það virðist líka í gangi
lymskulegur áróður gegn útivinnu mæðra
og nægir þar að benda á hvað Penelope
Leach, breski uppeldisfræðingurinn, fær
mikla athygli fjölmiðla. Einnig blasir það
við að þrátt fyrir aukna menntun kvenna
skilar hún sér ekki í launum þegar út í at-
vinnulífið er komið. Það er raunalegt að
horfast í augu við það að launamunur skuli
aukast þrátt fyrir aukna menntun kvenna.
Jöfnuður milli karla og kvenna er mestur í
lægst launuðu störfunum. Þetta vitum við
og þetta segja launakannanir okkur. Með-
an kona hefur lægri laun en eiginmaðurinn
er ekki undarlegt að starfsframi hennar hafi
ekki forgang innan fjölskyldunnar."
Kosningabaráttan að þessu sinni hefur
aukið Jónínu bjartsýni. Hún segir það
ánægjulegt að sjá að málefni sem konur hafa
alla tíð barist fyrir, hin svokölluðu mjúku
mál, skuli hafa verið efst á forgangslistum
beggja framboðanna í Reykjavík. Það hafi
loks runnið upp fyrir þeim sem hafa farið
með völdin að annað og betra skipulag í
dagvistar- og skólamálum muni skila sér til
fjölskyldunnar og þá sérstaklega lcvenna. Og
það er sannfæring Jónínu að þegar til lengd-
ar lætur á þetta eftir að skila sér í bættum
hag á mörgum sviðum öðrum.
„Þetta eru tímamót því Reykjavík er
leiðandi í þessum málum og kosningabar-
áttan að þessu sinni var gífurlegur sigur
fyrir mörg þau mál sem við berjumst fyrir
innan Kvenréttindafélagsins. Það er óhugs-
andi að kosningabaráttan hefði snúist um
mjúku málin fyrir 15 árum.“
Málstaður kvenna hefur fengið byr!
34